Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 5
F%lmF^v r\ Þau tíðindi haf a nú gerzt á Alþingi, að dómsmálaráð- herrann, Jóhann Hafstein, hefur lagt fram tillögur til breytinga á kosningalögun- um, sem fela það tvennt í sér, að ekki verði unnt að bjóða fram fleiri lista en einn fyrir.sama stjórnmála- flokk í kjördæmi og að yfir lýsing flokksstjórnar þurfi að fylgja framboðslista til þess að hann geti talizt listi flokksins. Eru tillögur þess- ar fram komnar af tilefni framboðs Hannibals Valdi- marssqnar o. fl. fyrir kosn- ingar til Alþingis á s.l. vori, en sá listi var af landskjör- stjórn úrskurðaður sem lög legur listi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík svo sem menn muna. Ekki er annað að sjá en að öll dagblöðin hafi fagnað tillöguflutningi dómsmálaráðherrans og hafa þau fullyrt að enginn vafi væri á samþykkt þeirra. Eitt þeirra talar jafn vel um það, að með þessu sé verið að „binda endi á skollaleik". Þó hefur það núskeð, að ungir Sjálfstæð- ,,Jsinenn í Háskóla íslands hafa tekið upp harða bar- áttu gegn þessari tillögu og telja hana stefna að auknu flokksræði, sem sízt megi verða meira. Hefur félag þeirra, „Vaka" mótmælt þessari tillögu harðlega í samþykkt. Frjáls þjóð fagn ar þessari afstöðu og vonar, að þessir menn beiti áhrif- um sínum í Sjálfstæðis- flokknum til að þessi til- laga verði dregin til baka eða felld. Frjáls þjóð telur, að hér sé á ferðinni mjög alvarlegt mál, sem almenningur verði að kynna sér og láta til sín taka. Fyrir kosning' ar og er Alþingi kom sam- an í haust var gerð nokkur grein fyrir þessum málum hér í blaðinu, en með tilliti til þess, sem nú hefur skeð, þykir okkur rétt að rifja upp aðalatriði málsins. HVERJU A AÐ BREYTA? Það er nú alveg ótvírætt og viðurkennt, fyrst og fremst með úrskurði Lands kjörstjórnar í vor og með afgreiðslu Alþingis á kjör- bréfum í haust, að fullyrð- ingar þessa blaðs og að- standenda I-listans um á- kvæði kosningalaga voru . réttar. Samkvæmt núgíld- andi kosningalögum frá ár- inu 1959 er heimild til þess að fleiri en einn listi séu í kjöri fyrir sama stjórn- málaflokk í kjördæmi, og samkvæmt 41. gr. laganna skulu slíkir listar' merktir með sama bókstaf, t. d. A, AA, B, BB o. s. frv. Hafa slík ákvæði gilt frá árinu 1933. Eina skilyrði laganna til þess að listi teljist listi ákveðins stjórnmálaflokks er það, að meðmælendur listans skulu lýsa því yfir, fyrir hVern stjórnmálaflokk listinn sé fram borínn og vanti þá yfirlýsingu, teljist listinn utan flokka. Með lista Hannibals í vor fylgdi yfirlýsing meðmælenda hans um að listinn væri borinn fram fyrir Alþýðu- bandalagið og fullnægði hann því skilyrðum kosn- ingalaganna til að teljast listi þess flokks. Á þeim grundvelli úrskurðaði lands kjörstjórn, sem á endanlegt úrskurðarvald um merk- ingu framboðslista, að þessi listi skyldi merktur GG. Er þá komið að þeim skolla- íeik, sem vissulega var leik- inn í vor, en hann var fyrst og fremst fólginn í furðu- legu framferði Yfirkjör- stjórnar í Reykjavík, er hún þvert ofan í úrskurð Landskjörstjórnar og ský- laus ákvæði laga merkti um ræddan lista sem I-lista, utanflokka. Hefði Jóhanni Hafstein verið ólíkt meiri sæmd og virðingarauki að því að fyrirskipa rannsókn á orsökum þeirrar vald- níðslu, sem þarna var fram in, og sjá til þess að slíkt gæti ekki endurtekið sig. HVERNIG URÐU NÚ- GILDANDI ÁKVÆÐI TIL? Nú skulum við víkja að hinu, sem er aðalatriðið nú, hvers vegna þau ákvæði er að finna í kosníngalögun- um, sem gera slík tví- eða jafnvel þríframboð sama stjórnmálaflokks í kjör- dæmi möguleg. Óspart hef- ur verið látið að því liggja, að hér sé eyða eða gat í löggjöfinni, sem einhverj- ir refir hafi notfært sér til að setja á svið sjónleik eða> að núgildandi ákvæði séu í lögunum fyrir gleymsku ' eða mistök við afgreiðslu laganna. Þetta er reginmis- sk'Iningur. Hér er engin til viljun eða gleymska á ferð heldur bein og skýlaus vilja yfirlýsing löggjafans. í úr- skurði landskjörstjórnar, sem fyrr var að vikið, seg- ir svo: „ . . . í 41. gr. er afdráttarlaust heimilað að fleiri en einn lista megi bjóða fram fyrir sama stjórnmálaflokk í kjördæmi og skal þá merkja listana svo sem mælt er í grein- inni. Meðferð kosningalaga á Alþingi 1933 og 1959 sýn- ir, að ætlan löggjafans var sú, að ekki þyrfti samþykki viðurkenning flokksstjórn- ar þyrfti að fylgja framboði til þess að það teldist fram- boð flokksins. Gegn þessu risu þingmenn og felldu þetta ákvæði. Forystu um það höfðu þeir Hannes Jónsson, Pétur Ottesen og Jón Sigurðsson frá Reyni- stað. í umræðunum um þetta mál kom það mjög ljóslega fram, að þingmenn töldu, að ákvæðið um sam- þykki flokkstjórnar stuðl- aði mjög að alræði flokks- stjórna yfir þjóðarheildinni MEÐ LYdRÆÐI GEGN FLOKKSRÆÐI Með þessari exi var barizt gegn flokksræðinu í síðustu alþingiskosningum. Verður það í síðasta sinn, sem slík bar- átta er leyfð? stjórnmálaflokks til þess að listi yrði borinn fram fyrir flokkinn". Þeir Alþingismenn, sem nú virðast staðráðnir í því að samþykkja tillögu Jó- hanns Hafsteins ættu að fletta upp í Alþingistíðind- um og kynna sér þær um- ræður sem urðu t. d. um kosningalögin á þinginu 1933. Þá voru til þeir menn á Alþingi, sem sáu þá hættu er fylgdi þeirri skipan, sem Jóhann Hafstein vill nú inn leiða. í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem þá var lagt fyrir þingið var gert ráð fyrir því, að skrifleg og einstaklingum. Það kom m. a. fram hjá Pétri Magn- ússyni, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins og einum virtasta lögfræðingi þeirra tíma, síðar ráðherra, að reynslan hefði sýnt, að ekki færu alltaf saman f/jóðar- hagsmunir og flokkshags- munir og því væri nauðsyn legt að veita flokksstjórn- um aðhald. M. a. sagði Pét ur svo um þetta: „ . . . tel' ég engum efa undirorpið, að heppilegra sé, að þing- mennirnir finni til ábyrgð- ar gagnvart þjóðinni en gagnvart flokkunum. En á því gætu ef til vill orðið einhverjir misbrestir, ef það í framkvæmdinni væru flokksstjórnirnar einar, er réðu yfir endurkosningu þeirra." Það þarf því enginn að vera í vafa um það, að þau ákvæði kosningalaga, sem nú á að breyta, eru þang- að komin vegna þess að loggjafinn taldi þeirra þörf og taldi að með þeim væri verið að vernda og styrkja lýðræðið í landinu. Þau orð, sem viðhöfð voru í umræðum um þetta mál þá, eiga fyllilega við enn þann dag í dag og jafnvel miklu fremur. Hér í blaðinu hef- ur margsinnis verið bent á þá hættu, sem lýðræðinu væri búin af auknu flokks- ræði og hversu mjög flokk- arnir hefðu náð hér óeðli- lega miklu valdi, sem leitt hefur af sér margs konar óheilbrigt ástand og spill- ingu. Tillaga dómsmálaráð- herrans nú er enn einn vott ur um sókn flokksræðisins inn á svið lýðræðisins og miðar stórlega að því að draga úr lýðræðislegum réttindum fólksins. Flokks- stjórnum er það tvímæla- laust mikið aðhald að vita, að flokksmenn hafi mögu- leika til þess að sýna al- menna óánægju með fram- boð í verki með öðru fram- boði í nafni flokksins. Það stuðlar fremur en nokkuð annað að því, að við val frambjóðenda sé tekið til- lit til sem flestra sjónar- miða og er fremur til að útiloka annarleg sjónarmið og hagsmuni. Reynslan hef- ur sýnt, að engin ástæða er til að ætla, að þessi réttur verði misnotaður. Hér er fyrst og fremst um að ræða nauðvörn þess fólks, sem stendur að baki stjórnmála- flokki, gegn gerræðisfull- um aðgerðum flokksstjórn- ar. Það liggur nú nokkuð Ijóst fyrir, að stjórnmála- flokkarnir ætla sér að af- nema þennan rétt fólksins. Hljóta það að teljast ill tfð- indi og alvarleg. Eina leið- in til að hinara að þetta verði gert, er sú, að hinir almennu liðsonenn allra flokka rísi upp til andstöðu gegn þessum iynrætlunum og knýji forystumennina til að láta af þeim. „Vaka" hef ur hér riðið á vaðið og á þakkir skildar fyrir. „Frjáls þjóð" skorar hér með á sam tök í öllum stjórnmála- flokkum en þó einkum £ samtök unga fólksins að taka upp harða baráttu gegn þessari árás á lýðræð ið og hrinda henni. H.H. —O— Frjáls þjóð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.