Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 6
SJODYRASAFN HER A Dýral.ífið í sjónum við ísland er fjölskrúðugra en margir hyggja. Þessir fiskar hafa báðir veiðzt nokkrum sinnum á íslandsmiðum. Sá efri er rauðserkur, sá neðri blákarpi. SJÓDÝRASAFN HÉR Á LANDI Það er ekki vanzalaust fyrir okkur, að hér skuli ekki vera til myndarlegt sjódýrasafn með lifandi fiskum og dýra- og plöntulífi sjávar. Þjóð, sem byggir afkomu sína jafn mikið á sjósókn og við íslend ingar, ætti þegar að hafa eignazt slíkt safn hér í Reykjavík. Hin geysilegu upp grip í sjávarútvegi síðustu ár hefðu sannarlega átt að geta stuðlað að byggingu sjódýra- safns. Að vísu er til allgott safn slíkra dýra í Vestmanna- eyjum, sem Eyjarskeggjar geta verið hreyknir af. Mál þetta hefur oft verið rætt á liðnum árum, ekki sízt þegar efnt hefur verið til sýn ingar á lifandi dýrum, eins og gert hefur veríð nokkrum sinnum á undanförnum ára- tugum. Síðast var slík sýning á vegum hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði. í sumar er á- kveðið að efna til mikillar sýningar er nefnist „íslending ar og hafið“, og er þess að vænta, að þar gefist lands- mönpum m. a. kostur á að sjá lifandi fiska synda um í kerjum. í þessu sambandí má geta þess, að að því mun Vera stefnt, að Hafrannsóknar- stofnunin komi upp slíku safni, er tímar Hða, enda yrði slík aðstaða mikilvæg fyrir vísindamennina vegna rann- sókná' þeirra og atliugana á dýralífinu. VATNAFISKAR Öðru máli gegnir um vatna fiskana, þó að safn þeirra ætti semi við skriftir. Það má ast nokkuð mikið í eldisstöðv- um þeim, er hér starfa. Og þar geta menn fengið að sjá þá synda um í tjörnum og m. a. taka til matar síns. Er afar skemmtilegt t. d. að sjá bleikj LAND una fóðraða, því hún er sér- staklega kraftmikill og ófeim inn fiskur við „matarborðið'. FISKASAFNIÐ í BERGEN , í Noregi er sem kunnugt er stærsta sjódýrasafn í Evrópu. Er það í Bergen og var lokið við byggingu þess árið 1960. Aðalforgöngumaður þess, að ráðizt var í byggingu safnsins var Gunnar Rollefsen, for- stjóri fiskideildar Norsku haf rannsóknarstofnunarinnar. Hugmyndin að baki þessari framkvæmd var sú að gefa al- menningi kost á að kynnast lifandi náið þeim dýrum, sem í sjónum lifa, jafnframt því sem vísindamönnunum væri gert auðveldara að rannsaka og gera athuganir á fiskun- um. Áður en hægt var að koma safninu upp, þurfti að leysa mörg erfið vandamál í sambandi við bygginguna sjálfa og fjárhagshlið málsins, sem vqr býsna erfið. Eins og fyrr segir, er safnið í Bergen stærsta safn sinnar tegundar í Evrópu og þykir þeim, sem þangað hafa kom- ið í heimsókn mikið til um þann glæsilega útbúnað, sem þarna er, og hið fjölbreytta dýralíf, sem vekur aðdáun manna, enda hreinn ævintýra heimur. Fyrirkomulagið er þannig, að mönnum sýnist sem enginn glerveggur sé milli þeirra og fiskanna, og er þar um tæknilega sjón- hverfingu að ræða. Dagleg þörf safnsins eru 3 milljónir lítra af hreinum sjó, sem sótt- ur er á 135 metra dýpi, og er honum dælt um plastleiðsl ur til að fyrirbyggja hættu af málmefnum. H-umferð Almennur fundur Félags íslenzkra vegfarenda, hald- inn í Reykjavík sunnudaginn 14. janúar 1968, fagnar fram- komnu frumvarpi á Alþingi til laga um frestun í eitt ár á breytingu á umferð frá vinstri til hægri sem fyrirhug- uð er að komi til fram- kvæmda á næsta vori. Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja þetta frumvarp og láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um, hvort hin fyrirhugaða breyting skuli gerð. Fundurinn vekur sérstaka athygli alþingismanna á hin- um gífurlega kostnaði, sem breytingin hefur í för með sér og þeirri miklu ófyrirsjá- anlegu slysahættu ásamt margs konar tjóni, sem af breytingunni kann að Ieiða. (Frá Fél. ísl. vegfarenda). „NU ER I DRITVIK DAUFLEG iííll'Jlj BLAÐSJÁ Staksteinahöfundur Morg- unblaðsins hefur lengi stund- að þá iðju að liggja á skráar- götum þeirra stjórnmálahreyf inga, sem andstæðar eru Sjálfstæðisflokknum. Sérstak- lega hefur hann látið sér annt um Alþýðubandalagið og deilumálin innan þess. En honum gengur misjafnlega vel að fiska upp sögur, og um þetta leyti er dauft yfir Stak- steinahöfundi. 1. febrúar sl. getur hann ekki lengur dulið gremju sína og skrifar um Al- þýðubandalagið m. a. þetta: „En þótt kommúnistar sitji eftir með sárt ennið og hafi misst samstarfsaðilann úr greip sinni um sinn a. m. k. er ekki þar með sagt að mik- ils áhuga og hrifningar gæti í röðum þeirra manna, sem studdu I-Iistann í vor. Þeir stofnuðu á sínum tíma „Félag Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík og nágrenni“ en til þess hefur lítið heyrzt síðan og er þó formaður þess sá maður úr þessum hópi, sem telur sig einna helzt til for- ystu fallinn Þjóðvarnarbrotin sem studdu Hannibal Valdi- marsson, Björn Jónsson að lít ið tillit sé til þeirra tekið og takmörkuð samráð höfð við þá. Éina lífsmarkið, sem virð- ist vera með þessum mönnum eru greinar, sem ’.Jjeir skrifa stundum í „Verkamanninn" á Akureyri en stjórnmálabarátt an krefst ýmiss annars en iðju semi við skriftir. Það má því slá ])ví nokkurn veginn föstu, að hvorki Hannibal Valdi- marsson, Björn Jónsson né hinir minni spámenn í þeirra hópi hafi minnstu hugmynd um hver næsti leikur þeirra í refskákinni við kommúnista eigi að.verða. Það eitt er víst að þessir menn munu aldrei stofna nýjan flokk. Þeir virð- ast ekki hafa þá eiginleika til að bera, sem þari til slíks.“ Já, það er misjafnlega spenn andi í pólitíkinni. En er það ekki dálítið slappt af manni VIST“ með háskólapróf í lögfræði, sem hefur sótt upp til hárra metorða í stærsta stjórnmála- flokki landsins, þegar hann getur ekki fundið sér neitt annað að skrifa um en deilu- mál annarra flokka og kvart- ar sárlega, þegar þau hrökkva ekki til að fylla dálk hans í Morgunblaðinu. Varla þarf að taka fram, að mat Staksteinahöfundar á málefnum Alþýðubandalags- ins er einskis virði. Þar er hugsað um það eitt, hvaða atburðir séu mest frásagnar- efni fyrir Morgunblaðið. „Iðjusemi við skriftir", þ. e. deilur um málefni, er hvort tveggja í senn lélegur blaða- matur og þeim mönnum 6- skiljanleg, sem aldreá Irafa séð annað í stjómmátem en persónulegan framaog ;ibata. Auglýsing til símnotenda Aðfaranótt fimmtudagsins 1. febrúar 1968 breytast öll símanúmer í Árbæjar- og Seláshverfi í Reykja- vík hjá þeim símnotendum sem hafa símanúmer 60000 til 60399. — Breytingin er sú, að fyrstu tveir tölustafirnir breytast, verða 84 í stað 60. Til dæmis símnotandi með númer 60123 fær 84123 o. s. frv. Símnotendur eru góðfúslega beðnir að skrifa þessa breytingu inn á minnisblað í símaskránni. BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR f Friáls bióð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.