Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Qupperneq 7

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Qupperneq 7
Ungir Sjálfstæðismenn Framh. aí bis. 8. tvö framboS í nafni sama flokks og sýnir fram á, aö til- gangur þess er augljós. SíSan kemur hann aS hugmyndinni um afnám þessa ákvæSis og segir þar m. a.: „Öllmn má ljóst vera, að vald forystumanna stjórn- málaflokkanna er ærið. Það væri því eins og að færa bak- arabarni meira brauð að veita forystumönnunum lögverndað an rétt til útgáfu leyfisbréfa handa frambjóðendum. Fram- bjóðendur strjálbýlisins mundu þá væntanlega verða að sækja flokksstimpil á flokksskrifstofu í öðru kjör- dæmi til þess að sanna kjós- endum sínum að þeir væru útvaldir til framboða.“ Ungir Sjálfstæðismenn eru ekki vanir að vera uppreisnar gjarnir gegn eldri flokksmönn um. Viðbrögð þeirra nú sýna því glöggt, hve langt dóms- málaráSherra hefur gengið i að knýja fram hugmyndir sín- ar um einræði flokksstjórn- anna. Er nú vandséð, hver málalok verða, og ekki ör- vænt um, að afstýra megi fyr- irætlun dómsmálaráðherra, ef duglega er að unnið. > Atök um skipulag Framhald af bls. 8. nefndarmaður óbundnar hendur, er til þings kom, og þegar þingið tók að fjalla um þessi mál, kom strax fram mikill skoðanamunur. í ör- stuttu máli má segja að þær breytingartillögur, sem uppi voru, snerust um: 1) Kosninga fyrirkomulag til þings. 2) Stór fækkun fulltrúa á þingi. 3) Uppbygging sambandsins, þ. e. hvort að hin ýmsu lands- sambönd ættu að vera beinir aðilar að ASÍ eða félögin sjálf eða hvort tveggja. Mál- inu lyktaði þannig, að skipu- lagsbreytingunum var frestað og vísað til næsta þings ASÍ. Var kjörin sérstök nefnd til að vinna í málinu og leggja það fyrir þing. Ýmsir hafa leitt hugann að því, hvað sé raunverulega að gerast í skipulagsmálum ASÍ og hvert stefni með frágang þeirra. Augljóst er, eftir þeim umræðum, sem urðu á þing- inu, að ekki er um pólitíska flokkadrætti að ræða, heldur virðist sem fulltrúar margra stóru félaganna í Reykjavík séu á sama báti í þessu efni. Vaknar því sú spurning, hvort ekki sé stefnt að því með fyrirhuguðum bx-eyting- Dffl að koma völdunum í fænd hendur í sambandinu. Sú tilhneiging hefur nefnilega gert vart við' sig a öðrúru sviðum í þjóðlífinu Hin síð- ustu ar. Yrði það gert, myridi ýms- um „héraðshöfðingjum“ for- ystumönnum verkalýðsfélag- anna úti á landi, þykja sinn hlutur rýr. Menn hafa bent á, að stóru félögin hafi þessi mál þegar í hendi sinni að miklu leyti. Verður fróðlegt að sjá, hvort forystumenn þeirra voga að koma vilja sínum fram, þrátt fyrir geypi- harða andstöðu ýmissa verka lýðsforingja, sem hingað til hafa verið taldir gjaldgengir í samtökunum. Kynni þá svo að fara, að sigurvegararnir tækju þá áhættu að kljúfa alþýðusamtökin. Loftárásum verði hætt Framhald af bls. 8. í greinargerð segir, að til lagan sé í meginatriðum sniðin eftir ályktun, sem hollenzka þingið gerði um þessi mál s.l. sumar. í grein argerðinni kemur einnig fram, að meðal þeirra ríkja er skorað hafa á Bandarík- in að hætta loftárásunum eru auk Hollands Norður- löndin öll, utan íslands, Frakkland og Kanada. Athygli vekur, að engínri þingmaður stjórnarflokk- anna er meðal flutnings- manna. Vönandi þýðir það þó ?kki íð stjórnr ^ »kk- arnir ætli sér að sameinast um að fella tilíöguna eða svæfa á nokkurn hátt. Varla er hægt að hugsa sér annað en mikill hluti stjórn arþingmanna sé sammála tillögunni í meginatriðum. Verði hún felld, er því ekki hægt að skilja það á nema einn veg. Það væri skýlaus yfirlýsing um, að við séum bandarískt leppríki og höf- um ekki rétt til að álykta neitt, sem felur í sér gagn- rýni á störf eða stefnu bandarískra stjórnvalda. Aburðarframleiðslan Framh. af bls. 1. FJÁRMÁLAMENN FARA Á KREIK En þegar búið var að út- vega fjármagnið hjá Mars- hallstofnuninni, vaknaði skyndilega áhugi fjár- sterkra aðila á að eignast 4 milljóna króna hlut í vænt- anlegu hlutafélagi, en rík- ið átti 6 millj. Því hefur ver ið haldið fram, að Marshall- stofnunin hafi sett sem skil yrði, að stofnað yrði hluta- félag um verksmiðjuna. — Þetta segir Jóhannes al- rangt, og ætti hann að vita um það, enda vann hann mikið að þessu máli. Kveðst Jóhannes hafa gert fyrir- spurn um þetta hjá stofnun inni og fengið þau svör, að Veggfóöur í miklu úrvali LITAVER Grensásvegi 22—24. — Símar 30280—32262 frekar væri óskað eftir að iyrirtækið væri rekið sem hlutafélag, en ekkert væri við það að athuga, að rík- ið ætti öll hlutabréfin, en slíkt rekstrarfyrirkomulag er vel þekkt erlendis. ÞÖRF NIÐURSTÖÐU Jóhannes hvetur til þess, að gengið sé hreinlega frá þessum málum og telur eðlilegast, að verksmiðjan sé algjörlega í ríkiseign. Er það skynsamlegt sjónarmið. En hitt er ekki síður mikil- vægt, að gengið sé úr skugga um, hvort íslenzk- um bændum — og þar með þjóðinni allri — sé stórkosí legt tjón af rekstri verk- smiðjunnar. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 8. febrúar 1968. 7

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.