Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Blaðsíða 8
ÁTÖK UM SKIPULAG ALÞÝÐUSAMBANDSINS Aíitíðindasamt hefur verið að undanförnu hjá verkalýðs- hreyfingunni, framhaldsþing ASÍ og síðar þing Verka- mannasambandsins. Bæði þessi þing gerðu samþykktir í atvinnu- og kjaramálum, þar sem krafizt er úrbóta á því óþolandi ástandi, sem nú rík- ir í atvinnumálum, að vísi- töluuppbót verði greidd á laun og atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Annað aðalverkefni þings ASÍ var að fjalla um skipu- lagsmál samtakanna, en mjög fjölmenn nefnd hafði haft það mál til meðferðar frá seinasta þingi. Um málið hafði ekki verið ýkja mikið fjallað, hvorki í hinni stóru nefnd né í verkalýðsfélögunum. Þannig höfðu nokkur hinna stærstu félaga aldrei tekið þessi mál til meðferðar á félagsfundum. Þó mun trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar hafa haft málið til meðferðar. Fannst ýmsum, sem eðli- legt er, mál þetta koma æði illa; undirbúið fyrir þingið, enda lá ekkert meirihluta- eða minnihlutaálit fyrir frá stóru nefndinni. Þá hafði nefndin haldið margra klukku tíma fundi síðustu dagana fyrir þingið. Hafði þar hver Framh. á bls. 7. Fimmtudagur 8. febrúar 1968 Þingsályktunartillaga um Víetnamstríðið: LOFTARASUM VERDI HÆ7 Komin er fram í báðum deildum alþingis tillaga til þingsályktunar um styrjöldina í Víetnam. Flutningsmenn eru bæði úr Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokkn- um, í efri deild Karl. Guðjónsson, Björn Fr. Björnsson, Einar Ágústsson og Hjalti Haraldsson; í neðri deild Ingv- ar Gíslason, Jónas Árnason, Jón Skaftason og Magnús Kjartansson. Tillagan er eins orðuð í báðum deildum, og er í heild á þessa leið: Deildin ályktar að lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að deiluefni styrjaldaraðila í Víetnam verði einungis leyst með friðsamlegum hætti. Stór hætta er á því, að styrjöld þessi geti hvenær sem er breiðzt út og orðið upphaf nýrrar heimsstyrjaldar, auk þess sem áframhaldandi styrjaldarrekstur eykur sífellt á langvarandi hörmungar víetnömsku þjóðarinnar. Deildin telur, að vopnahlésviðræðum og síðar friðar- samningum verði nú helzt fram komið með því: 1. að ríkisstjórn Bandaríkjanna stöðvi þegar loftárásir á Norður-Víetnam. 2. að Þjóðfrelsishreyfingin í Suður-Víetnam verði við- urkennd sjálfstæður aðili við samningsgerðir, 3. að stjórn Norður*Víetnams og Þjóðfrelsishreyfíngt in í Suður-Víetnam sýni ótvíræðan vrlja: 'af áiiíni hálfu, þegar loftárásum Mnnir, að ganga til samninga og draga svo úr hernaðaraðgerðum, að leiða megi til vopnahlés. Felur deildin ríkisstjórninni að framfylgja þessari ályktun á alþjóðavettvangi. Framhald á bls. 7. *¦ imwmammnwwmi'vwi'm'i'Kptm LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ í 16. viku vetrar 1968 HVAÐ HEFUR GÓÐ REYNSLA GERZT? Eggert G. Þorsteinsson skrifaði fyrir skömmu grein i Alþýðublaðið með titlinum „HvaS er að gerast í húsnæðis- málunum?" Um svipað leyti skrifaði Gylfi grein í sama blað og hét sú „Hvað hefur gerzt?" Er ástæða til að fagna því, að Alþýðu- flokksráðherrar skuli vera farnir að spyrja slíkra spurninga. Næsta skref ætti að vera, að þeir spyröu sjálfa sig í fullri alvöru: „Hvað hef ur gerzt í fslenzkum stjórnmálum síðan Al- þýðuflokkurinn gekk i vist hjá íhaldinu? Úr bréfi frá húsmóð- ur til Velvakanda Mbl.: „Þegar Þjóðviljinn talar um að alþýða hafi brot- izt til valda, t. d. á Kúbu, þá er þvi til að svara, að Castró fékk stuðning frá Bandaríkj- unum og eftir þá reynslu af Castró hik- uðu ekki Bandaríkja- menn við að styðja al- menning í Suður-Víet- nam, þegar þeir voru beðnir um hjálp." EORSETAKJÖR „Verkamaðurinn" hef ur nýlega lagt fram þá snjöllu tillögu, að for- setaembættið verði ekki látið ganga að erfðum til tengdasonar núver- andi forseta, Gunnars Thoroddsens, heldur verði kvenfólk einnig arfgengt til þessa em- bættis. Yrði þá hin glæsi lega kona Gunnars, Vala Thoroddsen, næsti forseti okkar. LF hefur fregnað, að þessi hug- mynd hafi fallið konum höfuðstaðarins vel í geð og séu nú hafnar undir- skriftasafnanir undir á- skorun á frú Völu að gefa kost á sér. ENN UM HINA LEIÐINA Nú hefur Einar Freyr gefið út bók, sem heitir „Þrlðja leiðin" og fjall- ar um efnahagsmál. Heyrzt hefur, að Ey- steinn hafi þegar tryggt sér mörg eintök af bók- inni, og sumir telja, að Einar eigi fyrir sér jafn skjótan frama innan Framsóknarflokksins og Ólafur Ragnar Gríms- son á sínum tíma. FAGNAÐ SIGRI Síðari forystugrein Mbl. fimmtud. 1. febr. lýkur með þessum orð- um. „En það er alla vega ástæða til að sam- fagna því með Banda- ríkjamönnum, að þeim hefur þó tekizt að ná sendiráðssvæðinu sínu aftur." Flokksræðisfrumvarpið vekur megna andúð: UNGIR SJÁLFSTÆDISHNN GERA UPPREISN Frumvarp Jóhanns Haf- steins dómsmálaráðherra um breytingu á kosningalögunum og bann við tveim framboð- urri í kjördæmi í nafni sama flokks hefur vakið megna and úð flestra annarra en forystu- manna stjórnmálaflokkanna. Þykir flestum, að flokksræðið í landinu sé þegar nóg og ekki á það bætandi. Hefur nú geng ið svo langt, að ungir flokks- menn dómsmálaráðherra hafa risið upp og mótmælt frum- varpinu eindregið. „Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta", sem er félag Sjálfstæðismanna í háskólan- um, hefur nýlega sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn VÖKU, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, mót- mælir eindregið tillögu þeirri, er dómsmálaráðherra hefur flutt á Alþingi þess efnis, að skriflegar yfirlýsingar flokks- stjórna skuli fylgja framboð- um við alþingiskosningar og óheimilt verði að bjóða fram Dómsmálaráðherra fleiri en einn lista í mafni sama flokks í kjördæmi. Til- laga ráðherrans er, svo ekki verður um villst, ráðagerð um að auka flokksræði í landinu. Lýðræðinu og íslenzkum stjórnmálum er ekki hollt, að forystumönnum stjórnmála- flokkanna verði fengin meiri ráð í hendur, en þegar er orð- ið. Það er skoðun stjórnar Vöku, að ungt fólk í landinu verði að berjast með oddi og egg gegn allri tilhneigingu sem stefnir að því að færa ís- lenzk stjórnmál í frekari viðj- ar." í Morgunblaðinu s.l. laug- ardag er auglýstur fundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna um umræðu efnið: „Á að auka flokksræð- ið á íslandi?" í sama blaði er löng grein eftir Ármann Sveinsson, einn af forystu- mönnum Vöku og Heimdáll- ar, um þessi má). Rekur hann þar sögu lagaákvæðisins um Framh. á bls. 7.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.