Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.02.1968, Qupperneq 8

Frjáls þjóð - 08.02.1968, Qupperneq 8
ÁTÖK UM SKIPULAG ALÞÝÐUSAMBANDSINS Fimmtudagur 8. febrúar 1968 Aíltíðindasamt hefur verið að undanförnu hjá verkalýðs- hreyfingunni, framhaldsþing ASÍ og síðar þing Verka- mannasambandsins. Bæði þessi þing gerðu samþykktir í atvinnu- og kjaramálum, þar sem krafizt er úrbóta á því óþolandi ástandi, sem nú rík- ir í atvinnumálum, að vísi- töluuppbót verði greidd á laun og atvinnuleysisbætur verði hækkaðar. Annað aðalverkefni þings ASÍ var að fjalla um skipu- lagsmál samtakanna, en mjög fjölmenn nefnd hafði haft það mál til meðferðar frá seinasta þingi. Um málið hafði ekki verið ýkja mikið fjallað, hvorki í hinni stóru nefnd né í verkalýðsfélögunum. Þannig höfðu nokkur hinna stærstu félaga aldrei tekið þessi mál til meðferðar á félagsfundum. Þó mun trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar hafa haft málið til meðferðar. Fannst ýmsum, sem eðli- legt er, mál þetta koma æði illa undirbúið fyrir þingið, enda lá ekkert meirihluta- eða minnihlutaálit fyrir frá stóru nefndinni. Þá hafði nefndin haldið margra klukku tíma fundi síðustu dagana fyrir þingið. Hafði þar hver Framh. á bls. 7. Þingsályktunartillaga um Víetnamstríðið: LOFTÁRÁSUM VERÐI Komin er fram í báðum deildum alþingis tillaga til þingsályktunar um styrjöldina í Víetnam. Flutningsmenn eru bæði úr Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokkn- um, í efri deild KarJ. Guðjónsson, Björn Fr. Björnsson, Einar Ágústsson og Hjalti Haraldsson; í neðri deild Ingv- ar Gíslason, Jónas Árnason, Jón Skaftason og Magniis Kjartansson. Tillagan er eins orðuð í báðum deildum, og er í heild á þessa leið: Deildin ályktar að lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að deiluefni styrjaldaraðila í Víetnam verði einungis leyst með friðsamlegum hætti. Stór hætta er á því, að styrjöld þessi geti livenær sem er breiðzt út og orðið uppliaf nýrrar heimsstyrjaldar, auk þess sem áframhaldandi styrjaldarrekstur eykur sífellt á langvarandi hörmungar víetnömsku þjóðarinnar. Deildin telur, að vopnahlésviðræðum og síðar friðar- samningum verði nú helzt fram komið með því: 1. að ríkisstjórn Bandaríkjanna stöðvi þegar loftárásir á Norður-Víetnam. 2. að Þjóðfrelsishreyfingin í Suður-Víetnam verði við- urkennd sjálfstæður aðili við samningsgerðir, 3. að stjórn Norður-Víetnams og Þjóðfrelsishreyfing- in í Suður-Víetnam sýni ótvíræðan vilja af Sinni hálfu, þegar loftárásum J.innir, að ganga til samninga og draga svo úr hernaðaraðgerðum, að leiða megi til vopnahlés. Felur deildin ríkisstjórninni að framfylgja þessari ályktun á alþjóðavettvangi. Framhald á bls. 7. HÆTT LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ í 16. viku vetrar 1968 Flokksræ&isfrumvarpið vekur megna andúð: UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN GERA UPPREISN HVAÐ HEFUR GERZT? Eggert G. Þorsteinsson skrifaði fyrir skömmu grein i Alþýðublaðið með titlinum „HvaS er að gerast í húsnæSis- málunum?'1 Um svipað leyti skrifaði Gylfi grein í sama blað og hét sú „HvaS hefur gerzt?" Er ástæða til að fagna því, að Alþýðu- flokksráðherrar skuli vera farnir að spyrja slíkra spurninga. Næsta skref ætti að vera, að þeir spyrðu sjálfa sig í fullri alvöru: „HvaS hef ur gerzt í íslenzkum stjórnmálum síSan Af- þýðuflokkurinn gekk f vist hjá íhaldinu? GÓÐ REYNSLA Úr bréfi frá húsmóð- ur til Velvakanda Mbl.: „Þegar Þjóðviljinn talar um að alþýða hafi brot- izt til valda, t. d. á Kúbu, þá er því til að svara, að Castró fékk stuðning frá Bandarikj- unum og eftir þá reynslu af Castró hik- uðu ekki Bandaríkja- menn við að styðja al- menning í Suður-Víet- nam, þegar þeir voru beðnir um hjálp." FORSETAKJÖR „Verkamaðurinn" hef ur nýlega lagt fram þá snjöllu tillögu, að for- setaembættið verði ekki látið ganga að erfðum til tengdasonar núver- andi forseta, Gunnars Thoroddsens, heldur verði kvenfólk einnig arfgengt til þessa em- bættis. Yrði þáhinglæsi lega kona Gunnars, Vala Thoroddsen, næsti forseti okkar. LF hefur fregnað, að þessi hug- mynd hafi fallið konum höfuðstaðarins vel í geð • og séu nú hafnar undir- skriftasafnanir undir á- skorun á frú Völu að gefa kost á sér. ENN UM HINA LEIÐINA Nú hefur Einar Freyr gefið út bók, sem heitir „Þriðja leiðin" og fjall- ar um efnahagsmál. Heyrzt hefur, að Ey- steinn hafi þegar tryggt sér mörg eintök af bók- inni, og sumir telja, að Einar eigi fyrir sér jafn skjótan frama innan Framsóknarflokksins og Ólafur Ragnar Gríms- son á sínum tíma. FAGNAÐ SIGRI Síðari forystugrein Mbl. fimmtud. 1. febr. lýkur með þessum orð- um. „En það er alla vega ástæða til að sam- fagna því með Banda- ríkjamönnum, að þeim hefur þó tekizt að ná sendiráðssvæðinu sínu aftur." Frumvarp Jóhanns Haf- steins dómsmálaráöherra um breytingu á kosningalögunum og bann við tveim framboð- um í kjördæmi í nafni sama flokks hefur vakið megna and úð flestra annarra en forystu- manna stjórnmálaflokkanna. Þykir flestum, að flokksræðið í landinu sé þegar nóg og ekki á það bætandi. Hefur nú geng ið svo langt, að ungir flokks- menn dómsmálaráðherra hafa risið upp og mótmælt frum- varpinu eindregið. „Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta“, sem er félag Sjálfstæðismanna í háskólan- um, hefur nýlega sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn VÖKU, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, mót- mælir eindregið tillögu þeirri, er dómsmálaráðherra hefur flutt á Alþingi þess efnis, að skriflegar yfirlýsingar flokks- stjórna skuli fylgja framboð- um við alþingiskosningar og óheimilt verði að bjóða fram Dómsmálaráðherra fleiri en einn lista í nafni sama flokks í kjördæmi. Til- laga ráðherrans er, svo ekki verður um villst, ráðagerð um að auka flokksræði í landinu. Lýðræðinu og íslenzkum stjórnmálum er ekki hollt, að forystumönnum stjórnmála- flokkanna verði fengin meiri ráð í hendur, en þegar er orð- ið. Það er skoðun stjórnar Vöku, að ungt fólk í landinu verði að berjast með oddi og egg gegn allri tilhneigingu sem stefnir að því að færa ís- lenzk stjórnmál í frekari viðj- ar.“ í Morgunblaðinu s.l. laug- ardag er auglýstur fundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna um umræðu efnið: „Á að auka flokksræð- ið á íslandi?“ í sama blaði er löng grein eftir Ármann Sveinsson, einn af forystu- mönnum Vöku og Heimdall- ar, um þessi máJ. Rekur hann þar sögu lagaákvæðisins um Framh. á bls. 7.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.