Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR ~IS.~FEBRUAR 1968 — 6. TÖEUBLAB Óbreytt verð 10 krónur Hverjir fá inni á barna- heimilum? Eins og kunnugt er, gilda ákveðnar reglur um rétt fólks til að koma börnum sínum á dagheimili Reykjavíkurborg- ar. Þar eiga einstæðar mæður og námsfólk að njóta forgangs réttar fram yfir þá, sem minni þöí'f hafa á hjálp barnaheim- ilanna. Stundum berast blaðinu sög ur um, að þessum reglum sé ekki hlýtt, konur, sem litla þörf hafi fyrir, komi börn- um sínum inn á barnaheimil- in, meðan fólk með forgangs- aðstöðu verði að bíða mánuð- um saman. Nú kann ókunnleiki fólks að valda einhverju um slíkar sögur, og skal þeim því ekki treyst að óreyndu. En sé sett- um reglum hlýtt, geta forráða- menn barnaheimila auðveld- lega hreinsað sig af öllum á- Framh á bls. 7. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN STÓRSKAÐAR BÆNDUR Tvær tillögur um áburðarframleiðsluna á Alþingi í síðasta blaði var þess ósk að, að Alþingi tæki málefni Áburðarverksmiðjunnar til meðferðar hið fyrsta. Sú ósk hefur orið að veruleika meir og fyrr en varði, og er nú komið fram á Alþingi bæði lagafrumvarp og þingsálykt- unartillaga um þetta efni. Frumvarpið er flutt af Magnúsi Kjartanssyni og Lúð vík Jósepssyni. Felur það i sér skýran úrskurð um, að verksmiðjan sé hreint ríkis- fyrirtæki. Eins og kimnugt er, hefur Einar Olgeirsson hváð eftir annað flutt frum- varp um þetta efni, en Al- þingi hefur ekki fengizt til að samþykkja það, þótt aldrei hafi komið fram nein haldgóð rök gegn því. Flutningsmenn tillögunnar eru Hjalti Haraldsson, Hanni bal Valdimarsson, Karl Guð- jónsson og Steingrímur Páls- son. Boðar tillaga þessi miklu meira nýmæli á þingi en frumvarpið, en hún er á þessa leið: Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögu um breytta og bætta tilhögun á framleiðslu og sölu tilbúins áburðar. Skal álit nefndarinnar liggja fyrir innan eins árs, frá því að hún -er kosin. -Þókmm nefi; arinnar greiðist úr rikissjóði eftir ákvörðun ráðherra. Þá skorar Alþingi á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að lög nr. 51 frá 28. jan. 1935, um verzlun með tilbúinn á- burð, verði numin úr gildi hið fyrsta og að innflutning- Hjalti Haraldsson. ur tilbúins áburðar verði gef inn frjáls, þar til niðurstaða er fengin af störfum nefnd- arinnar. í greinargerð tillögunnar er vakin athygli á þeim al- varlega töðubresti, sem bænd ur hafa mátt þola undanfarin ár, og færð rök að því, að , það sé að verulegu leyti sök Kjarnaáburðarins. Um þetta segir m. a. í greinargerðinni: Á vegum Tilraunaráðs jarð ræktar hafa verið gerðar sam anburðartilraunir á notkun Kjarna og kalksaltpéturs sem köfnunarefnisáburðar, miðað við grunnáburð af steinefnum 70 kg af fósforsýru og 100 kg af kalí á ha. Sé lagt til grund- vallar það köfnunarefnis- magn, sem bændur nota að meðaltali á ha., eða rúm 100 kg, kemur í ljós, að uppskeru mismunurinn Kjarnanum í ó- hag verður 9.5 hestburðir af Framh. á bls. 7. HVAÐ GETUM VIÐ LÆRT? Hvað getum við lært af sjó- slysunum, sem orðið hafa hér við land síðustu vikurnar? Um þetta er f jallað í grein á bls. 2—3. Hægri sigur í Framsókn Ekki verður sagt, að róttæk- ari öflum hafi aukizt máttur í Framsóknarflokknum við þau mannaskipti, sem nú hafa orð- ið þar í æðstu stöðum. Ólafur Jóhannesson hefur tekið við af Eysteini, og vonar víst eng- inn, að hann muni leiða flokks forystuna lengra til vinstri en fyrirrennari hans. Þá hafa tveir ungir flokksmenn komið inn í stjórnina, Tómas Árna- son og Einar Ágústsson. Þeir tilheyra báðir hinum reyk- víska hægriarmi flokksins og eru til flestra hluta líklegri en að taka upp róttæka stefnu. Er þetta enn alvarlegra vinstri öflunum fyrir þá sök, að telja má fullvíst, að Einari sé ætluð formennska í flokknum, áður en langur tími líður. Hér í blaðinu var fyrir nokkru rætt um málefni Fram sóknarflokksins, hernámsand- stæðingar og aðrir vinstri- menn innan hans hvattir til að láta meira til sín taka við val í forystuhlutverk. Af fréttum frá miðstjórnarfundinum er ljóst, að þeir hafa ekki orðið við þeirri áskorun. Þeir láta enn hægraliðið í Reykjavík segja fyrir verkum, og það jafnt þótt flokkurinn sé óðum að missa tiltrú og aðdráttar- afl undir forystu þess. Er nú tími til kominn, að vinstrimenn í Framsóknar- flokknum hugleiði, hvers kon ar öflum þeir eru að lyfta til stjórnmálaáhrifa. /

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.