Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 2
FRÁ MÐNUM DÖGUM BRAUÐVEIZLUR EYFIRÐINGA hann; er þá ekki annars gelið, en að öllu hafi reitt vel af, en óhönduglega þótti fólkið fara að mat sínum. Frú Ingibjörg Schulesen (Ólafsdóttir kaup- manns Sandholts kona Sigfús- ar sýslumanns Scliulesens á Húsavík) hefur sagt mér af brauðveizlum við Mývatn og á Flateyjardal. Auk brauðs þess, sem áður er nefnt, voru bornar þar á borð sætuþykkn- iskökur og kallaðar „súkku- lubrauð“. í þjóðfræðiritinu Huld birti Ólafur Davíðsson fróðlega rit gerð um siði og venjur, þar á meðal eitt og annað um veizl ur og veizlusiði. Ólafur grein- ir frá því, að í Eyjafirði hafi .á.öndverðri 19. öld verið altítt við brúðkaup að halda svo- nefndar brauðveizlur. Fékk hann móður sína, Sigríði Ól- afsdóttur prófastsfrú á Hofi í Hörgárdal, til að lýsa veizlum þessum. Sigríður var fædd 1839 á Grund í Eyjafirði, dótt ir Ólafs Briems, trésmiðs og bónda þar, og konu hans, Dómhildar Þorsteinsdóttur. Frásögn frú Sigríðar á Hofi af brauðveizlunum eyfirzku er skráð á síðasta áratug 19. aldar. Frásögnin er svohljóð- andi: Brauðveizlur voru almenn- ar í Eyjafirði í æsku minni, og var ég í mörgum þeirra. Þær fóru fram á þessa leið: Þegar presturinn var búinn að setja ,svörtu hnapphelduna' á brúð hjónin, þá var setzt undir borð, sem alsett var brauði. Hvorki voru hnífar né diskar á borðinu, en frammi fyrir hverjum manni voru brauð- turnar. Undirlagið voru fjór- ar eða fimm laufakökur úr sigtuðu rúgmjöli, flattar þunnt út og allar útskornar með laufum og rósum. Þær voru steiktar í smjöri eða tólg. Ofan á þær var svo hrúg að lummum, kleinum, pönnu- kökum, skonrokskökum og hagldabrauði, og svo stóðu sírópsbollar til og frá um allt borðið. Þegar allir voru nú komnir í gott lag, og frammi- stöðumenn sáu, að fólksfjöld- inn og turnafjöldinn stóðu heima, þá var byrjað að syngja borðsálm. Þegar hann var búinn, stóð einhver upp, sem hafði verið kjörinn til þess áður,’ pg sagði: „Brúð- hjónin biðja boðsgestina að þiggja þaðssem fram er reitt“. Þá komu allar hendur á loft, og fóru menn að brjóta brauð ið og dýfa hverjum bita ofan í sírópið og stinga svo upp í sig. Þá fóru menn og að skrafa og skeggræða. Þessar víntegundir voru á boðstól- um: mjöð, hálfþykkur sætur drykkur, einkum ætlaður kvenfólki ,sem ég hefi aídrei heyrt getið um síðan, extrakt, messuvín og svo brennivín, sem ávallt var sjálfsagt. Þeg- ar menn voru nú hættir að borða, var aftur sunginn borðsálmur, og þá staðið upp: Menn gátu ekki torgað helmingnum af þessu brauði, en hver tók leifar sínar, batt utan um þær klút og kom þeim svo á vísa staði, þangað til heim var farið. Konur tóku leifar manna sinna og barna. Það þótti ósvinna og stór- mennska, ef einhver skildi brauð sitt eftir á borðinu. Sumar kerlingar brutu gat á skonroksköku, helltu þar inn í síróp/ og tróðu svo brauð- rnola sem tapba í gatið; ekki þótti það kurteislegt og var það heldur gert í laumi. Stundum fór svo að leka úr klútbögglunum hjá þeim gömlu, og fór þá unga fólkið að brosa. — Svo var farið að drekka púns, rommpúns, og var þá venjulega farið að syngja, en menn kunnu fátt í þá daga af lagvísum, og rak því oftast að því, að menn fóru að spreyta sig á gömlu tvísöngslögunum, t. d. f Babýlon við vötnin ströníi, Brúðhjónabojli, Margt er manna bölið o. s. frv. Aldrei var dansað í þá daga. Fyrsta veizla, sem ég dansaði í, var 1855, ,og það var svokölluð matarVeizla (súpa og steik), en 1857 var ég í þeirri sein- ustu brnuðveizlu, sem ég hefi heyrt getið um. — Ólafur Davíðsson bætir þessu við frásögn móður sinn- ar: Svo lítur út, sem brauð- veizlur hafi hvergi, tíðkazt, nema í Eyjafirði og næstu sveitum. Móðir mín segist muna eftir brauðveizlu, sem utansveitarfólk var í. Það hafði aldrei séð slíka fram- reiðslu og vissi ekkert, á hverju það átti fyrst að snerta af brauðinu. Loksins tók það það til bragðs, a glápa á prest inn og fara a alveg eins og ÞEIR GÖMLU KVEÐA Kóngsbænadagsvísur Kóngsbænadagur var lögskipaður föstuhalds- og bændadagur 1702, en gerður lögrækur úr helgidagatölu 1893. I. Innan sleiki ég askinn minn, ekki er saddur maginn, kannast ég við kreistinginn kóngs á bænadaginn. II. Efnin vönd aukast og vandræðin: fer í hönd föstudagssulturinn. Fyrir því kvíða margur má matbráður dóni, að ekki skuli þeir fæðu fá frá fimmtudagsnóni til laugardags lifandi nauða, — gg sé það strax þeir svelta til dauða, en annars lags má leita við kauða: að skammta þeim fullan skattinn sinn áður en kirkju fara á fund, x svo fullur sé maginn, kreika svo með káta lund á kóngsbænadaginn. GETUM VIÐ\LÆRT? HVAÐ Enn höfum við íslending ar verið óþyrmilega á það minntir, hve náttúruöflin hér við land geta verið mátt ug og hve aflvana við í rauninni erum gagnvart þeim þrátt fyrir alla þá tækni, er við státum af. Við höfum enn orðið að sjá á bak mannslífum í hafið og- öll þjóðin syrgir með fjöl- skyldum hinna látnu. önn- ur þjóð hefur einnig orðið fyrir þungum búsifjum hér við land að undanförnu og eiga margir um sárt að binda vegna þess. Um leið og við syrgjum þá, sem Ægir hefur þann- ig tekið, hljótum við að reyna að gera okkur grein iyrir því, hvort við höfum í rauninni gert allt, sem í okkar valdi stendur til að vernda líf sjómanna okkar og sæfarenda gegn árásum náttúruaflanna. Bretar hafa nú fyrirskipað ítarlega rann sókn vegna þeirra slysa, sem brezkir togarar hafa orðið fyrir að undanförnu og er það álit manna, að þar sé mörgu ábótavant í öryggisútbúnaði. Við ís- lendingar höfum á undan- förnum árum orðið fyrir miklu manntjóni og — skipa og þrátt fyrir ein- hverja rannsókn eftir mikla baráttu og gagnrýni er það samt svo, að enn eigum við langt í land til að geta ver- ið stoltir af þeim öryggisút- búnaði, er við búum skip okkar út með. Þess vegna er það okkur áreiðanlega hollt að fara nú að dæmi Breta og taka þessi mál til vandlegrar athugunar, sem leiði til raunhæfra fram- kvæmda. Ættum við m. a. að fylgjast rækilega með at- hugunum Breta og þeim úr- bótum, sem þeir kunna að gera. BARÁTTAN VIÐ ÍSING- UNA í sambandi við þau sjó- slys, sem hér hafa orðið að undanförnu, rís fyrst og fremst sú spurning, hvort ekki sé unnt að ’finna betri ráð í baráttunni við ísingu, er hleðst á skipin. Það kom fram í viðtölum við hina brezku sjómenn, að mjög mun hafa skort verkfæri um borð í skipum þeirra til að berja ísinn. Að sögn mun svo einnig verá um borð, í flestum íslenzkum togur- um. Um þetta var mikið rætt fyrir nokkrum árum, er íslenzkur togari fórst vegna ísingar, að því er á- litið var. En hér mun að mestu hafa verið látið við það eitt sitja að tala um hlutina, en framkvæmdir setið á hakanum. Er nú ekki ráð, að fyrirskipað verði að öll íslenzk skip verði jútbúin hentugustu verkfærum til að berjast gegn ísingu? En ^ínnig vaknar sú spurning í þessu sambandi, hvort nú á þessum tímum tækninnar sé ekki unnt að gera skipin þannig úr garði að ísing nái ekki að festast á þeim, t. d. með raf- eða Frjáls þjóð gufuútbúnaði. Þetta þyrfti að kanna, og ef þetta er unnt, ætti ekki a ðleyfa smíði nokkurs skips án slíks útbúnaðar. GÚMBÁTARNIR Það hefur margsinnis sannazt, hversu stórkostleg björgunartæki gúmbátar eru og nægir þar að minna á björgun skipverja af m.b. Ver nú nýlega. Hitt hefur jafnframt komið mjög á- þreifanlega í ljós, að til þess að þessir bátar komi að fullum notum, þarf frá- gangur þeirra og útbúnað- ur allur að vera mjög vand- aður. Hefur vissulega margt verið gert þar til úr- bóta undanfarin ár í sam- ræmi við þá reynslu, sem fengizt hefur, en betur má þó gera. Hér skal einkum bent á tvennt. Það skeður æði oft, að gúmbátar slitna frá skipum, er þeim hefur Fimmtudagur 15. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.