Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Page 5

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Page 5
# - DAGAR OG HEILAGIR SÝKNIR Nútímaljóð handa skólum Erlendur Jónsson tók saman Ríkisútg-áfa námsbóka Reykjavík 1967 Ríkisútgáfu námsbóka var upphaflega ætlað það hlut- verk að veita ungmennum sem og öllu námsfólki and- legan forbeina. En af mikl- um vanefnum hefur sá beini verið veittur. Einkum hefur orðið misbrestur á útgáfu þeirra bóka sem ætlaðar hafa verið skóla- fólki til lestrar í íslenzkum bókmenntum. Ég minnist t. a. m. Lestrarbókar handa unglingum I—IV í saman- tekt þeirra Árna Þórðarson ar, Bjarna Vilhjálmssonar og Gunnars Guðmundsson- ar og Skólaljóða sem Kristj án J. Gunnarsson hefur val ið. í lestrarbókunum var samankomið margt hið bezta úr íslenzkum bók- menntum frá fyrstu tíð. En í vali verkanna var ekki mótuð nein stefna; þar ægir saman óskyldustu þáttum; þár ér ekki gerð grein fýr- ir, hvort þetta úrval eigi að sýna ákveðin bókmenntaleg einkenni tímabils, stefnu eða höfundar. Ekki var unnt að sjá, að valið væri IÐNGREIN FRAMTÍÐAR- INNAR Eitt af því, sem Banda- rikjamenn hafa lagt hvað mesta áherzlu á, er tölvu- iðnaðurinn. í Frakklandi eru sjö af hverjum tíu tölv- um af bandarískum upp- runa. Sama hlutfall gildir í löndum Efnahagsbándalags ins yfirleitt. Þannig ráða Bandaríkjamenn algjörlega yfir þeirri iðngrein, sem mikilvægust verður í fram- tíðinni. Allar aðrar iðn- greinar verða háðar raf- eindatækninni. Þess vegna leggja Bandaríkjamenn svo mikla áþerzlu á þetta, en Evrópumenn horfa á að- gerðarlausir. Fyrri iðnbyltingin fólst í því, að smíðaðar voru vél- ar, sem losuðu menn við hluta áf líkamlegu erfiði þeirra. Síðari iðnbyltingin, sem nú stendur yfir, leit- ast við að smíða vélar, sem losa menn við hluta af and-- legií erfiði þeirra og auka þannig andlega afkasta- sérstaklega miðað við þroska þess fólks sem læsi það. Auk þess var gengið fram hjá þýðingum er- lendra bókmennta. öðru máli gegndi um útgáfu Skólaljóða. Sú bók er ætl- uð börnum og unglingum í skyldunámi. Samt sem áð- ur voru tekin í það safn ljóð sem lítið erindi eiga við fólk á því aldursskeiði. Engar handbækur handa kennurum fylgdu þessum kynningarritum, aðeins lítil fjörlegar orðaskýringar. Kristján J. Gunnarsson gaf þó út með Skólaljóðum eins bókmenntir konar leiðbeiningar. Sú bók er reyndar dæmigerð um handbragð þeirra manna sem sífellt eru að gefa út bókmenntaverk, en hafa hvorki menntun né hæfi- leika til þess að inna slíkt sómasaiiiregá af hendi. í annán stað virtust þessír út gefendur hafa beig af sam- tímabókmenntum; aðeins lítill hluti þessara bóka var helgaður þeim. Á fyrirfarandi hausti hef- getu. Rafeindatækni gegnir svipuðu hlutverki í síðari iðnbyltingunni og rafmagn i hinni fyrri. Hún er algjör- lega óhjákvæmileg. Fyrir fimmtíu árum var rafmagn- ið frumskilyrði fyrir tækni- þróun. Nú kallar að á sama hátt þörfin á að hagnýta rafeindatæknina. EFTIR FIMMTÁN ÁR OF SEINT Ef núlifandi kynslóð skynjar ekki ógnunina frá Ameríku og lærir ekki að snúast gegn henni, verður það of seint eftir fimmtán ár. Þess vegna verða menn strax að gera sér ljóst, hvað gera þurfi. Og Evrópa verð ur að gera róttækar ráð- stafanir, því hér er hrein- lega við að stríða menning- arlega yfirburði Bandaríkj- anna. Auðvitað eru Banda rikjamenn ekki gáfaðri en Evrópumenn, en þeir nota gáfur sínar betur, og ein- mitt það er menning, se^ir Servan-Schreiber. ur forlagið svo ætlað að bæta úr þessu; það gefur út safn ljóða eftir nokkur lifandi ‘skáld. Erlendur Jónsson, bókarýnir Morgun blaðsins, kunnur af ein- kennilegum skrifum um bókmenntir í það blað, hef ur séð um útgáfu þessa verks, sem nefnt er Nútíma Ijóð handa skólum. Erlend- ur ritar inngang að bókinni og kynnir hvern stakan höf und. Innganginum er skipt niður í kafla: Hvað er ljóð? Skáldskapur og veruleiki. Hvað er fegurð? Form og efni, „Bókmenntagildi", og loks Ljóðalestur. Eins og sjá má af þessari upptaln ingu, er ekki ráðizt á garð- inn, þar sem hann er lægst ur. Höfundur reynir hér að rita um og skýra hugtök, sem hingað til hafa reynzt óskýrgreinanleg, og flest- ir bókmenntafræðingar sneiða hjá eða nota í mjög afstrakt merkingu, enda heyra þau fagurfræði til, en það er einmitt sú aftur- ganga, sem fæstir gagnrýn- endur vilja vekja upp á ný. Erlendur Jórfsson getur sem vonlegt er lítið nýtt selt í sumblið; hann endur- bakar aðeins gamlar lumm- ur; ræðir aldnar hugmynd- ir og reynir að blása í þær lífi með því að höfða til veruleikans, oftast með hjálp lágkúrulegra samlík- inga. En hann gerir sig og sekan um að mistúlka þess- ar klissjur. Archibald Mac- Leish á t. d. ekki við með orðunum, a poem should not mean but be, að „lcsand inn eigi að skynja fegurð hvers verks eins og hann skynjar fegurð landslags, litar og tóns“ (leturbr. mín), heldur, að ljóðið sé í sjálfu sér veruleiki; það skírskoti ekki neins annars; lifi sínu eigin lífi. Inngangsorð Erlendar Jónssonar eru á köflum lip urlega samin. En honum virðist ekki vera ljóst fyrir hverja hann var að semja þennan formála. Hann hef- ur greinilega ruglazt á sýkn um dögum og heilögum; það serri hæfir bókmennta- unnendum Morgunblaðsins hentar ekki skólafólki. Þess vegna hefði verið ákjósan- legt, að hann hefði byggt innganginn á annan /veg upp; gert hann að leiðarvísi að því hvernig gerst má lesa ljóð; sýnt hvernig nýja gagnrýnin vinnur, lýst vinnubrögðum hennar. (Einna næst þessu kemst hann í kaflanum Form og éfni). Og hann hefði átt að fjalla um þau hugtök sem sameiginleg eru bundnu máli og óbundnu, svo sem hrynjandi, líkingar o. s. frv. og lýsa rækilega þeim lögmálum, sem ríkja bæði innan hinna svokallaðra rímaðra ljóða og órímaðra, en ekki rita markleysu um stuðla og höfuðstafi og hina svokölluðu formbyltingu. Og í stað gagnlítilla upplýs- inga um hvert einstakt skáld, t.d. „Þorsteinn Valdi marsson er skáld ljóðræhna tilbrigða“, sefði hann bet- ur búið skólafólki einhver verkefni í hendur, lagt fyr- ir þau spurningar, lagt að þeim að skrifa ritgerðir um einstök kvæði. í eftirmála gerir Erlend- ur Jónsson grein fyrir vali sínu. Hann hefur tekið upp í kverið ljóð eftir þau skáld sem ekki eru orðin fimm- tug. Þessi vinnubrögð eru áþekk því þegar börnum er raðað niður í bekk eftir aldri. Og þó svo að þessi háttur sé hafður á, vant- ar í bókina ljóð eftir tvö skáld, sem þar ættu tví- mælalaust að vera: þá Stef- án Hörð Grímsson og Jón- as Svafár. Ljóðagerð síð- ustu ára verða ekki gerð npin viðhlítandi skil, nema ljóð þeirra séu tekin með. Ennfremur sætir það furðu að Dagur Sigurðarson, Guð- bergur Bergsson, Steinar Sigurjónsson og Baldur Ragnarsson skuli ekki eiga kvæði í þessu kveri. Þá er þess að gæta að það sem venjulega er kallað nútíma ljóðlist á sér langa <&g merka sögu. Brautryðjend- ur stefnunnar, ef stefnu skyldi kalla, ættu skilið að fá veglegan sess í ljóðaúr- vali sem þessu. Hvers vegna voru ljóð eftir Stein Steinarr ekki valin? Og það nær heldur ekki nokkurri átt, að ljóðum Halldórs Laxness, Snorra Hjartarson ar og Jóns úr Vör, skuli vera hafnað á þeirri for- sendu, að þeir séu eldri en fimmtugir. Og hví ekki að taka ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson með í slíkt kynn- ingarrit? Ég ætla mér ekki að ræða hér val einstakra ljóða. Það er ávallt matsatriði hvaða Ijóð skulu tekin með í slíka bók; hafa verður í huga, að hún er ætluð skólafólki; eft ir því verður að sníða henni stakk. Frágangur þessa hvers er snöggtum skárri en Lesbók ar I—IV og Skólaljóða; myndskreytingin er illa gerð, sérstaklega myndirn- ar af höfundunum. Ríkisút- gáfa námsbóka hefur ekki enn fengið listamann til að lýsa bækur sínar. í þeim efnum kyssir forlagið enn sem fyrr rassinn á ösku- busku. Sverrir Tómasson. ★ Lesið Frjálsa þjóð Eitt þeirra blaða, sem koma út í Reykjavik, en fáir vita um, er Stúdentablaðið. Formi blaðsins hefur ný- lega verið breytt, kemur það nú að jafnaði út með dag- blaðssvip, og er stefnt að því, að það komi út mánaðar- lega í framtíðinni. í Stúdentablaði er að sjálfsögðu jafnan mikið fjallað um hagsmunamál háskólastúdenta, félagslíf þeirra og önnur stéttarleg hugðarefni. En þar má líka finna ýmis- legt fleira. Frjál.s þjóð hefur fengið leyfi til að birta úr síðasta blaði ritdóm um Nútímaljóð Erlends Jónssonar eftir ritstjóra Stúdentablaðs, Sverri Tómasson. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 15. febrúar 1968. 5

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.