Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 6
Vatnafiskaveiöi VeiSiskapur í ám og vötn- um hér á landi hefur verið stundaður allt frá landnáms- tíð. Lengst af hefur veiðiút- búnaðurinn verið afar frum- stæður, eins og eðlilegt er. Þetta breyttist þó mikið á síð ustu öld, en á því tírnabili hafa orðið stórfelldar fram- farir í veiðitækni. Algengasti veiðiútbúnaður um aldaraðir hefur verið færi, stingir (ljóst- ur) og lagnet. Um rniðja sein- ustu öld komu til sögunnar króknet í Borgarfirði og einn- ig lærðu menn að gera fyrir- stöður, sérstaka gerð garða, algerlega úr grjóti eða með grindakláfum, fylltir með grjóti. Var króknetum lagt út frá þessum fyrjrstöðum. Síðar komu fram stórvirkari veiðitæki, eins og girðingar, þ. e. fyrirstaða úr staurum, sem reknir voru niður í botn- inn, þar sem straumur var ekki mikill. Síðan var sett á milli stauranna net eða rimla hlerar. I sambandi við þenn- an útbúnað var komið fyrir 'sérstökúm gildrum, er fisk- urinn gekk í. Þessi útbúnaður var notaður í Ölfusárósi eftir <i 1920. Með ýtleigu á ám til stanga veiði hefst nýr þáttur í þess- um málum. Erlendir aðilar hófu að sækja hingað til slíkr ar veiði skömmu eftir miðja seinustu öld. Á seinustu ára- tugum hafa íslendingar sjálf- ir gerzt alláhugasamir um stangaveiði og er nú svo kom ið, að slíkir áhugamenn skipta þúsundum. Er starf- andi fjöldi stangaveiðifélaga, sem mörg leigja helztu veiði- ár landsins, oftast af veiðifé- lögum, sem veíðibændur hafa myndað. Er óhætt að fullyrða, að netaveiðin sé á undanhaldi. Síðustu áratugi hefur stöðugt fækkað þeim aðilum, sem veiði stunda í net, og hefur verið tekin upp stangaveiði í staðinn. Þessi þróun heldur áfram. Þetta er skiljanlegt, þegar það kemur í Ijós, að stangaveiðin gefur yfirleitt meiri arð af sér fyrir veiði- bændurna, en netaveiðin. Þannig hefur arðsemi af hverj um Stangveiddum laxi víða numið að meðaltali um þiís- und krónum, meðan neta- veiddur lax gefur rúmlega 300 krónur, og á þá eftir að draga frá netakostnað ' og vinnulaun veiðimanns. • Margt hefur stuðlað að þessari þróun og gert hlunn- indin verðmeiri. Einn snar þáttur í þessu hafa verið veiðifélögin, samtök veiðieig- endanna. Með stofnun þeirra hefur víða tekizt að ná góð- um árangri, sem ella hefði ekki tekizt, ef sundrung og skipulagsleysið hefði rikt. Ekki er skylda að hafa slík Veiðiútbúnaður í einni af stórám Iandsins. félög, »n menn geta stofnað þau á grundvelli laxveiðilag- anna. Er þá gert ráð fyrir, að veiðieigendur á ákveðnu svæði geti boðað til stofn- fundar félags alla, sem hlut eiga a máli, þ. e. ábúendur veiðijarða eða eigendur eyði- býla. Og ef allir mæta og % þeirra samþykkja, er félag lög Iega stofnað, og ber öllum að vera með í félaginu. R. * MÝNDAGETRAUNIN Myndagetraunin, sem birtist í jólablóðunum, hefur lík- lega verið erfiðari en við héldum. Þótt talsvert margar úr- lausnir bærust, voru aðeins tvær algjörlega réttar. Úr því svona fór, var horfið frá því að draga um verðlaunin, og verður báðum þeim, er höfðu réttar úrlausnir, sent eintak af bók JökuJs Jakobssonar, Suðaustan f jórtán. Hinir getspöku voru: Erlingur Arnórsson, Þverá, Dalsmynni, Suður-Þingeyjarsýslu og Sigurjóna Jóhannesdóttir Smáravegi 12, Dalvík. Hér birtist svo rétt úrlausn á getrauninni: 1. Danski kvenpresturinn Birgitte Berg. 2. Franska Ieikskáldið Eugéne Ionesco. 3. Baíry Goldwater. 4. Davíð Stefánsson. 5. Alfreð Elíasson framkvæmdastjóri Loftleiða við eina af flugvélum félagsins. 6. Þorsteinn frá Hamri. 7. Halldór Brynjólfsson Hólabiskup. 8. MáLverk eftir William Heinesen. 9. Guðmundur Pálsson og Bjarni Steingrímsson á sviði í Iðnó. 10. Frá opnun Listahátíðar 1964. -.:¦:«. * "''" .......... ........ ......... ' ^§§m j Blaðið flytur öllum þeim, er sendu úrlausnir, beztu þakk- ir og óskar sigurvegiirum til hamingju. Friáls bióð — Fimmtudagur 15. febrúar 1^8.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.