Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 7
Barnaheimiii Framhald af bls. 1. burði með því að birta ná- kvæmar skýrslur um ástæður þess fólks, sem hefur haft börn sín á barnaheimiium borgarinnar að undanförnu. Mikill skortur er á heimil- um fyrir börn vinnandi mæðra. Hér er því um stór- fellt vandamál fjölda fólks að ræða og sjálfsagt að halda öllu á hreinu um notkun barnaheimilanna. Heilbrigðisfræðsla Framhald af bls. 8. berra aðila um heilbrigðis- framfaramál. Tilgangur heilbrigðisfræðslu er ekki sá að gera fólk að sín- um einkalæknum, hann er heldur ekki sá að fá menn til að leita læknis í tíma og ótíma heldur sá að menn leiti lækn- is, þegar þess gerist þörf. Fólk þarf að kunna nokkur skil á eigin heilbrigðisvanda- málum, svo það aðhafist eitt- hvað til að koma í veg fyrir sjúkdóma og ótímabæran dauða. Fólk hefur áhuga á heil- brigði og læknisfræði. En það nýtur ekki þeirrar fræðslu, sem^það þarfnast og á rétt á. Úr því þarf að bæta. * Aburðarverksmiðjan Framh. af bls. l. ha. eða 171 hestburður af meðaltúninu, sem er talið 18 ha. að stærð á býli. Sé notaður enn stærri köfn- unarefnisskammtur en þetta, eða allt að 180 kg. á ha., fer að bera á varpasveifgrasi og kalblettum í tilraunareitun- um, þar sem Kjarninn hefur verið notaður. Enn fremur má geta þess, að calsíuminni- hald uppskerunnar er allt að helmingi meira í tilraunareit- unum, þar sem kalksaltpétur hefur verið notaður. Þessar niðurstöður eru fengnar þar, sem hvar mestri natni og sam vizkusemi hefur verið beitt í tilraununum, og vita flm. ekki til þess, að neinn hafi vé- fengt þær, enda eru þær birt- ar af Tilraunaráði jarðræktar og Atvinnudeild háskólans. Út frá þessu má svo minna á stóraukinn innflutning á fóðurbæti, vegna heyskorts og síaukinna sjúkdóma í bú- • fénaði, sem rekja má til stein- efnaskorts og enginn hefur reyst sér til að meta, hve miklu tjóni veídur, Allt verð- ur betta til að kippa stoðun- um undan efnahag bænda og gera framleiðslu búvaranna mun dýrari en hún þarf að vera, en allt lendir það að lokum á hinum almenna neyt HÁSKÓLAMENNTAÐIR KENNARAR MÓTMÆLA KJARASKERÐINGU Mikil óánægja ríkir nú meðal kennara vegna þess að fjármálaráðuneytið hef- ur ákveðið að lækka yfir- vinnuálag þeirra. Stjórn Félags háskólamenntaðra kennara hefur nýlega gert svofellda ályktun um þetta mál og sent hana fjármála- ráðherra: „Vegna fyrirmæla fjár- málaráðuneytisins um fram kvæmd á dómsorðum Kjara dóms, sem dagsett eru 27. des. 1967, vill stjórn Félags háskólamenntaðra kennara (F.H.K.) taka fram eftirfar- andi: Stjórn F.H.K. mótmælir einhliða ákvörðun fjármála ráðuneytisins um lækkun á yfirvinnuálagi,vfenda verð- ur slík ákvörðun að teljast bein kjaraskerðing fyrir fé- lagsmenn F.H.K. Stjórnin mótmælir og þeirri túlkun fjármálaráðu- rieytisins, sem liggur til grundvallar þeirri ákvörð- un þess, að daglegum vinnu tíma kennara skuli ljúka kl. 17 mánudaga til föstu- daga og kl. 12 á laugardög- um í staðinn fyrir kl. 16 mánudaga—föstudaga og kl. 11 á’laugardögum. Tek- ið skal fram, að hvort- tveggja er miðað yið, . að starfstími hefjist kl. 8. Mót mæli þessi byggir stjórn F.H.K. á eftirtöldum atrið- um: a) Stjórnin lítur svo á, að fyrrnefnd túlkun brjóti í bága við 3. gr. Kjaradóms frá 1967, en þar stendur, að eigi skuli ákvæði dóms- ins valda því, að daglegur vinnutími nokkurs starfs- manns lengist frá því sem áður var. b) Fyrrnefnd túlkun mun bitna harðast á þeim kenn- urum, sem inna verða veru- legan hluta kennsluskyldu sinnar af höndum síðdegis vegna skorts á húsnæði fyr- ir kennslu (tvísetningar í skólum). c) Nefna má einnig, að í núgildandi erindisbréfi fyr- ir kennara eru ákvæði um, að daglegum starfstíma skóla skuli ljúka kl. 17, ef hann hefst kl. 9, annars fyrr.“ ☆ anda í hækkuðu búvöruverði. Telja flutningsmenn rang- látt og óhagkvæmt að neyða bændur til að kaupa fram- leiðslu verksmiðjunnar, með- an hún veldur slíkum skaða. En frjáls innfluthingur á áburði myndi sjálfsagt leiða til þess, að verksmiðjan yrði að hætta starfsemi sinni. Blaðið hefur fregnað; að Hjalti Haraldsson sé upphafs- maður þess, að áburðarfram- leiðslan er nú tekin til með- ferðar á Alþingi. Tillaga hans getur í rauninni falið í sér allt efni frumvarpsins, og er illt að vita, að Alþýðubanda- lagsmenn skyldu ekki geta sameinazt um hana. Ekki skal fullyrt um það, hvort deilu- mál Alþýðubandalagsins hafa ráðið einhverju um þetta, en sé svo, verður það að teljast lítil virðing fyrir því þjóð- þrifamáli, sem endurskipu- lagning áburarframleiðslunn- 'ar*'‘er.‘ En bændur nofðan- lands mættu minnast þess, að stétt þeirra gæti verið nokk- ur hagur að þvj að hafa Hjalta Haraldsson lengur á þingi en í forföllum annars þingmanns. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1967 svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síð- asta lagi 15. þ.m. ‘ Dráttarvextirnir eru Wz% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. jan. s.l. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 15. þ.m. — Hinn 16. þ.m. hefst án frekaÚ fyrir- vara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 12. janúar 1968, ToIIstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Bótagreiðslur almannatrygginganna í Reykjavík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni föstudaginn 9. febrúar. Tryggingastofnun ríkisins Augiýsiö í Frjálsri þjoð Samkeppni um merki Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðn- aðarmanna hafa ákveðið að gangast fyrir sérstakri kynningu á íslenzkum iðnaði og iðnaðarframleiðslu næstu mánuði. Kynningu þessari er ætlað að vekja þjóðina til aukinnar íhugunar um mikilvægi vax- andi iðnaðar hér á landi, auk þess sem henni er ætl- að að vera hvetjandi fyrir alla Islendinga til auk- inná kaupa á íslenzkum framleiðsluvörum. Hér með er boðað til samkeppni um merki fyrir kynningu þessa. Keppninni er hagað eftir sam- keppnisreglum Félags íslenzkra teiknara og skal mérkið vera hentugt til almennra nota við kynningu þá, sem að ofan greinir, svo sem til notkunar á aug- lýsingaspjöldum og til merkingar á framleiðsluvör- um. Tillögum skal skilað merktum dulnefni og nafn höfundar og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögur. Til- lögum sé skilað í pósti (pósthólf 1407) eða skrif- stofu Félags íslenzkra iðnrekenda eða Landssam- bands iðnaðarmanna í Iðnaðarbankahúsinu fyrir 1. marz n.k. Veitt verða ein verðlaun kr. 20.000, ennfremur á- skilja samtökin sér rétt til kaupa á hvaða tillögu sem er, samkvæmt verðskrá Félags íslenzkra teikn- ara. — Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þókn- un teiknara. Dómnefnd skipa, frá Félagi íslenzkra iðnrekenda: Hrafn Hafnfjörð, frá Landssambandi iðnaðarmanna: Sæmundur Sigurðsson, frá Félagi íslenzkra teikn- ara: Guðbergur Auðunsson og Atli Már Árnason. Oddamaður nefndarinnar er Skarphéðinn Jóhanns- son, arkitekt. Allar frekari upplýsingar veita skrifstofur undir- ritaðra samtaka. Félag íslenzkra iðnrekenda Landssamband iðnaðarmanna. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 15. febrúar 1968. 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.