Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1968 — 7. TÖLUBLAÐ — 17. ARG. HÁÐULEG ÚTREIÐ RÁÐHERRA Það er fátítt að ráSherra hljóti jafnháSulega meðferð í blaði eigin flokks sem Jóhann Hafstein í Morgunblaðinu aS undanförnu vegna tillagna sinna um breytingar á kosn- ingalögum. Ungir flokksbræð ur hans hafa hver eftir annan afhjúpaS svo málflutning hans, að ekkert stendur eftir nema blekkingar og upphróp- anir. RÖKSTUÐNNIGUR RÁÐHERRA Ráðherranum var gefinn kostur á að skýra sjónarmið sín í þessu máli á æskulýSs- síðu MorgunblaSsins. Rök- stuðningur hans var fyrst og fremst fólginn í því að sanna eigin verSleika og skilning á stefnumálum ungra Sjálfstæð ismanna og í upphrópunum um „siðleysi" og „hráskinna- leik' kommúnista. Hvergi var komið nálægt kjarna málsins né rætt um þátt Yfirkjörstjórn ar í Reykjavík í vor. Á æsku- lýðssíSu Mbl. sl. laugardag sjá svo ritstjórar síðunnar sig knúna til að setja ofan í við ráðherrann og benda á, hverjir þaS í rauninni voru sem viðhöfðu „siðleysi" og „hráskinnaleik". ÞEKKING ÚTLEND- INGSINS MEIRI Sunnudaginn 11. febniar birtist í MorgunblaSinu grein eftir útlendan mann, Sven Magnus Orrsjö, sem kveðst vera illa aS sér um íslenzk málefni. Dró hann fram aðal- atríði mála þessara á mjög skýran hátt. Hefði dómsmála ráSherra verið ólíkt meiri sæmd af því að skilja stað- reyndir málsins jafn vel og þessi útlendingur. ALMENN ANDSTAÐA ÞaS er nú orðið ljóst, að tillögufmtningur ráðherrans hefur hlotið mikla andstöðú og andúS í öllum flokkum. Ungur Framsóknarmaður, Björn Teitsson, hefur ritað í Tímann mjög skilmerkilega grein um málið og mælt gegn samþykkt tillögunnar. Bendir nú allt til þess aS mál ráð- herrans nái ekki fram aS ganga og er það vel. ENN UM KJARNANN „ÞaS var vila?S, þegar ÁburSarverksmiðjan var byggS, að hún var ekki góð. Ein önnur verksmiðja sömu tegundar hafði áður veri?S byggð í veröldinni, og það var fengin reynsla af henni, og hún lögS niður í sinni upp- runalegu mynd að tveimur árum liSnum frá því að hún var byggtS." „Árið 1900 eða um síðustu aldamót var heyfengur af hverjum hektara 36.9 hest- burðir. En er nú 33.5 hest- burðir af ha. SítSan árið 1960 hefur hann farið jafnt og þétt minnkandi." „Hærri Ián úr stofnlána- deild, breyting lausaskulda í föst lán, eftírgjöf á tollum af vélum er allt gott á sína vísu, en hváfS stoSar það bóndann, ef hann stendur á dauðri jörð með sjúkan búpening?" Sjá ræðu Hjalta Haraldssonar á 4. síðu Áburðarverksmiðjan í Gufunesi MERK TILLAGA UM HERSTÖÐVAMÁL EKKI VANÞÖRF Á RANNSÓKN Lögð hefur verið fram á Al- þingi ályktunartillaga um skipun nefndar til að rann- saka ýmis atriði varðandi her setu Bandaríkjamanna hér á landi og aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu. Eru at- riði þessi öll mjög knýjandi og ekki vonum fyrr, að Al- þingi taki þau til meðferðar. Flutningsmenn tillögunnar 'eru Ragnar Arnalds, Jónas Árnason, Jón Sn. Þorleifsson, Lúðvík Jósefsson og Geir Gunnarsson, allir Alþýðu- bandalagsmenn. Tillagan er á þessa leið: Neðri deild Alþingis álykt- ar að skipa fimm manna nefnd í samræmi víð 39. gr. stjórnar- -*;rárinnar til að rannsaka eft- irtalin atriði varðandi dvöl Bandaríkjahers á íslandi: í fyrsta lagi, hvernig íslend ingar geta tryggt, að banda- rískar flugvélar búnar kjarn- orkuvopnum fljúgi ekki um íslenzka lofthelgi og lendi ekki á íslenzku landi, með hliðsjón af þeim atburðum, sem gerzt hafa í Thule á Grænlandi, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar Bandaríkjamanna. í öðru lagi, hvernig á því standi, að ekki hefur verið staðið við fyrri loforð um tak- mörkun hermannasjónvarps- ins við herstöðina eina, hvers vegna sú tilhögun var ekki ákveðin þegar í upphafi, og hver voru tildrög þess, að Guðmundur í. Guðmunds|son, fyrrum utanríkisráðherra, sagði Alþingi ósatt, þegar sjón varpsstöðin var stækkuð og málið var rætt á Alþingi 28. marz 1962. í þriðja lagi, hvaða áhrif dvöl Bandaríkjahers í landinu hefur einkum haft á íslenzkt þjóðlíf, t. d. verði vandlega rannsökuð hin mikla fjármáfa spilling, sem lengi hefur þrif- izt í skjóli hersetunnar, og reynt að kanna, hvaða áhrif hersetan hefur haft á uppeldi, hugsunarhátt og tungutak ís- lenzkrar æsku í nágrenni her- stöðvanna. í f jórða lagi, hvort herstöðv arnar geta talizt veita þjóðinni nokkra vörn á ófriðartímum og hvort þær eru ekki líklegri til að kalla háskann yfir þjóð- ina, ef til styrjaldar dregur. í fimmta lagi, hvaða upplýs- inga unnt er að afla um þær áætlanir, sem vitað er, að NATO hefur gert um hugsan- lega íhlutun bandalagsins í innanríkis'mál þátttökuland- anna, þegar þær aðstæður skapast, að þess er talin þörf, og hvort þessar áætlanir snerta ísland. í samræmi við 39. gr. stjórn arskrárinnar hefur nefndin heimild til að heimta munn- legar og bréflegar skýrslur af embættismönnum og einstök- um mönnum. Niðurstaða rann sóknarinnar skal lögð fyrir deildina eigi síðar en 1. febrú- ar 1969, svo að Alþingi eigi þess kost að taka sjálfstæða af- stöðu til herstöðvamálanna á árinu 1969. NÝJAR UPPLÝSINGAR , Nokkur þessara atriða eru knýjandi vegna atburða, sem nýlega hafa gerzt. Bandarísk flugvél með kjarnorkuvopn fórst á Grænlandi, þótt Banda ríkjastjórn hefði lofað Dönum, að fara þar ekki um með kjarn orkuvopn. Utanríkisráðherra hefur upplýst, að íslenzk stjórnarvöld hafi látið ljúga að sér varðandi sehdingarmátt sjónvarpsstöðvarinnar í Kefla- vík. Síðastliðið sumar voru birtar niðurstöður rannsókn- ar, sem bentu til, að herstöðin í Keflavík hafi mikil og hættu- leg áhrif á þjóðlegt uppeldi barna á suðvestanverðu land- inu. Þetta þarf að taka til rækilegrar rannsóknar. Framhald á bls. 6 \

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.