Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 2
T FRÁ LIÐNUM DÖGUM Sunnlenzkar brúðkaupsveizlur á 19. öld Finnur Jónsson bóndi á Kjörseyri í Strandasýslu, var fæddur árið 1842 á Stóru- völlum í Landssveit, en frá átta áia aldri og fram á nítj- ánda ár ólst hann upp á Laug ardalshólum í Laugardal í Ár nessýslu. — í minningaþátt- um sínum lýsir hann brúð- kaupsveizlum, eins og hann kynntist þeim á Suðurlandi um og eftir miðbik 19. aldar. Finnur segir þannig frá: í mínu ungdæmi kynntist ég ekki öðrum veizlum en brúðkaupsveizlum og erfi- drykkjum. Ég var í fjölmörg- um þeirra, því að foreldrum mínum, og móður minni eftir að faðir minn lézt, var boðið í flest samkvæmi í nágrenn- inu, og okkur systkinunum ásamt þeim. Flest eða öll hjón héldu veizlur, þegar þau giftu sig, þótt efnalítil væru. Hjón voru ætíð gefin sam- an í' kirkju þeirri, sem þau áttu sókn að. Þegar boðsfólk var komið á kirkjustaðinn, var því vanalega veitt kaffi með brauði, tvíbðkum, pönnu kökum, "vöflum og lummum og svo vín, brennivín handa karlmönnum, en kirsuberja- vín eða messuvín handa kven fólki. Þegar búið var að skauta brúðinni, sem stund- um gekk seint, því að gömlu faldarnir voru viðamiklir, og þurfti að festa þá vel, hófst brúðargangurinn. Þá var prestur kominn skrýddur fyrir altarið. Brúðarganginum var hagað þannig, að fyrsr leiddu tvær helztu konur sveitarinn- ar brúðina á milli sín, en ógiftar stúlkur leiddust þrjár og þrjár á undan út að kirkju dyrum og skipuðu sér báðum megin við þær meðan brúð- hjónin voru leidd í kirkju til sæta sinna fyrir framan grát- urnar. Tveir helztu boðsgestir meðal karlmanna leiddu brúð gumann á eftir brúðarskar- anum, en fólk er gekk þar á eftir, bæði karlar og konur, gekk reglulítið. Þar á eftir gekk söngflokkurinn. Þegar brúðargangurinn fór af stað frá bæjardyrum til kirkju, hóf söngflokkurinn sönginn, og meðhjálparinn hringdi þar til fplkið var komið inn í krkj- una. Vanalega var sungið við brúðarganginn versið nr. 307 í aldamótasálmabókinni, „Fyrsta brúður til fyrsta manns“. Þá var vanalega á undan hjónavígslu sunginn sálmurin nr. 309 í sömu bók, „Heimili vort og húsin með“. Úr kirkju var brúðargangur- inn með þeirri breytingu, að brúðhjónin leiddust á undan hinu fólkinu. Þegar komið var úr kirkju bjó fólkið sig af stað þangáð serrí' veízlajx átti að vera. Þegar boðsfólk var komið á veizlustaðinn, var það oft fyrsta verk frammistöðumannsins að safna söðuláklæðum allra boðskvenna og tjalda með þeim innan veizlusalinn, sem oft var skemma, þar sem ekki var stofá til. Og jafnvel þótt stofur væru á bæjum, voru þær sjaldan svo rúmgóðar, að þær rúmuðu alla boðs- gesti. Vanalega var búið að setja borð og setubekki, þeg- ar fólk kom á veizlustaðinn. Þá var borinn matur á dúk að borð og gestir leiddir til sætis, og var það sannarlega vandasamt verk fyrir frammi- stöðumenn, því að sett var eftir mannvirðingum, og ekki hafa allir ætíS veriS á- nægðir með sæti sitt, þótt aldrei yrði ég var við opin- beijan ágreining út af því. Venjulega var þríréttað. Byrj að var að syngja borðsálminn „Faðir á himnahæð“ við dyr veizluskálans, þegar búið var aS bera fyrsta réttinn á borð. Var hann ýmist vínsúpa, hrís grjónavellingur eða vanaleg kjötsúpa, eftir því hvað veizl ur voru fínar. Að enduðum borðsálmi mælti frammistöðu maður hátt og skýrt: „IJeið- arleg brúðhjón segja alla gesti velkomna, og biðja þá að neyta þess, sem fram er reitt, og biðja alla að færa á betri veg, þótt eitthvað kunni áfátt að verða.“ Þegar allir voru hættir við fyrsta réttinn, var borið af borði og borinn inn v : ;ru' annar rettur, sem var stor- . ' steik eða kalt hangikjöt og stundum hvort tveggja með tilheyrandi brauði, viðmeti og fleiru, að ógleymdu víni fyrir karla og konur. Þriðji réttur voru pönnukökur, vöflur og lummur, og varu vanalega hvorki bornir lausir diskar né hnífapör með þeim rétti. Svo var kaffi borið, annað hvort áður en upp var staðið eða síðar og það held ég hafi oft- ar verið, en man það óglöggt. Áður en staðið var upp frá j borðum, var síðari borðsálm- L urinn sunginn, „Guð vor fað- ir vér þökkum þér“, og var söngurinn vanalega fjörugri við síðari þorðsálminn, því að þá voru menn búnir að fá sér hressingu. ''Að enduðum síðari borð- sálmi mælti frammistöðumað ur: „Heiðarleg brúðhjón þakka öllum hingað komnum og biðja alla að fyrirgefa það, sem áfátt hefur kunnað að vera og óska öllum heiðarleg- um boðsgestum góðrar heim- ferðar.“ Stundarkorni eftir að staðið var upp frá borðurn, var farið að hita vatn í púns. í það var haft púnsextrakt eða romm og sykur. Það var blandað í stóra leirskál eða könnu. Var púnsinu síðan aus ið í glös og bolla, ef glös voru of fá, með súpuskeið eða öðru sem fyrir hendi var. Þá var ætíð farið að syngja. í þann tíma þekkti almenningur ekki dans og undi vel við sönginn. Hver söng með sínu nefi, og enginn gat sagt, að hann kynni söng fremur öðr- um. Þá var oft sunginn tví- söngur, og var hann skemmti- legur, þegar söngmenn voru góðir. Margir lcarlmenn urðu góðglaðir, en aldrei kom fyrir handalögmál eða ryskingar í þeim samkvæmum, sem ég var í, ög voru þau þó mörg. Yfirleitt man ég ekki eftir öðru en allt færi siðsamlega fram, þótt um fjölmennar veizlur væri að ræða og sumir yrðu kenndir. Nú á tímum sakna ég sérstaklega tvísöngs ins, yn því miður lærði ég hann ekki.... Allmikinn undirbúning eða umstang þurfti að hafa fyrir veizlunum. Það þurfti að fara á þá bæi, þar sem helzt var til borðbúnaður, og reiða það í skrínum og kofortum á veizlustaðinn. Síðan þurfti að skila því að lokinni veizlu, og komu þá stundum fyrir vanhöld og ruglingur, einkum ef allt var ekki vel merkt frá hverjum bæ. ÞEIR GÖMLU KVEÐA NESJAMENN •'tl iifíf .ur:'■ •■ : — ' ■' s Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, —- Hraunamennimir gapa og góna, er Garðhverfinga sjá þeir róna. Álftnesingurinn úti liggur og aldrei sefur, dregur hann meira en drottinn gefur, dyggðasnauður maðkanefur. Seltimingurinn siglir .hér um síla móa, hann er eins og eytin tóa, x aftur úr honum stendur róa. Séra Ámi Helgason Kjell Gjöstein Resi: SÖNNU FRIÐARTILBOÐI HAFNAÐ Eftir röð af innihaldslitl- um og óraunhæfum „frið- artilboðum“ — ekki aðeins frá Bandaríkjamönnum — birtist loks tilkynning frá málsaðila í Víetnam, sem verðskuldaði . athygli. Ásfæðan er ekki aðeins sú, að hún hafi raunverulegt innihald, heldur einnigj- að hernaðarstaðan virtist gera hana trúverðuga. Tilkynning þessi kom fram daginn áður en John- son lagði fyrir þingið ár- lega skýrslu sína um fjár- hag ríkisins, og það var for maður fastanefndar Norður Víetnam í París, Mæ Van Bo, sem birti hana. Þar var endurtekin með ákveðnara orðalagi fullyrðing utanrík- isráðherra NorðuriVíetnam frá því í desember, sem lauk með þeim orðum, að stöðvun loftárása „mun leiða til samninga.“ Áður höfðu Norður-Víetnamar orðað þetta óljósar og sagt, að þeir ef til vill „myndu setjast að samningaborði“. Mæ Van Bo vildi koma í veg fyrir annan misskiln- \ ing og tók fram, að „maður þarf ekki að vera sérfræð- ingur í málfræði til að skilja, að það breytir merk- ingu þessarar yfirlýsingar, þegar skipt ér um tíð hjálp- arsagnarinnar“. Yfirlýsing Mæ Van Bo kom fram í sjónvarpsvið- tali. En þegar það kom í ljós, að samtalinu yrði ekki útvarpað fyrr en eftir nokkra daga, sagði fasta- nefnd Norður-Víetnama blöðunum frá nokkrum at- riðum yfirlýsingarinnar. Johnson skyldi fá vitneskju um þetta, áður en hann flytti þinginu skýrslu sína. Víetnamar hafa alltaf staðið fast á því, að þeir vildu ekki semja í sprengju regni. Einnig hafa þeir lát- ið koma fyllilega í ljós, að þeir myndu ekki draga úr hernaðaraðgerðum sínum í norðurhluta Suður-Víetnam áður en samningaviðræður byrjuðu. Með því köstuðu þeir sínu bezta trompi af hendinni fyrirfram. Það er staðreynd, sem Bandaríkja- menn verða að reikna með, og það hefur U Þant hvað eftir annað dregið fram. Að undanförnu hefur Þjóðfrelsishreyfingin með hjálp Norður-Víetnama unn ið mikið á í Suður-Víetnam. Þessar aðstæður gera frið- artilboð Norður-Víetnama trúverðugt, og fyrir þá sök er miklU' hörmulegra, að Bandaríkjamenn skyldu hafna því. Víetnömum finnst nú ekki, að þeir séu settir upp við vegg, en 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 22. febrúar 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.