Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 3
Rítstjórnargrein n --------VARNARBARÁTTA VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR x ; 1 ; \ . Alvarlegar staðreyndir blasa við íslenzkri verka- lýðshreyfingu um þessar mundir: alvarlegt atvinnu- leysi ríkjandi um allt land og kjör vinnandi fólks hafa rýrnað verulega undan- farna mánuði. Því þarf eng- um að koma það á óvart i þótt samtökin blási nú í lúðra sína til baráttu. Þar er eingöngu um að ræða ó- hjákvæmilega og nauðsyn- lega varnarbaráttu til. að vinna upp að einhverju leyti það, sem tekið hefur verið að undanförnu. Höf- uðkrafa launþegasamtak- anna nú er verðtrygging launa frá 1. marz n.k. og miðað við þær fórnir, sem launþegar hafa orðið að færa að undanförnu, getur sú krafa ekki talizt nema sanngjöm. Blöð Sjálfstæðis flokksins, Morgunblaðið og Vísir, hafa undanfarnar vik ur hamrað ákaft á því, að ábyrgðarleysi væri að bera fram slíkar kröfur nú. Verkalýðssamtökin mega minnast þess, að kröfur þeirra um bætt kjör allt frá upphafi íslenzkrar verka- lýðsbaráttu hafa ætíð af málpípum atvinnurek- enda verið kaLlaðar ábyrgð- arlausar og kenndar við nið urrifsstarfsemi. Það hlýtur einnig að teljast eðlileg og sjálfsögð krafa af hálfu verkalýðssamtakanna, að gegn atvinnuleysinu verði ráðizt þegar í stað með úr- bótum af hálfu ríkisvalds- ins. Nýlega er lokið hér í Reykjavík þingum Alþýðu- sambands íslands og Verka- mannasambands íslands, þar sem mótuð var stefna þessara samtaka í kjaramál um og ákveðnar næstu að- gerðir. Það er eftirtektar- vert, hversu mikil eining ríkir nú meðal verkalýðsfé- laganna um þá stefnu, sem ákvörðuð hefur verið og sýnir það m. a. hve brýn hagsmunamál eru hér á ferð. I ályktun þings A.S.Í. um atvinnu- og kjaramál segir svo um atvinnuleysi: „Það er félagslegur réttur hvers vinnandi manns að eiga kost á atvinnu við sitt hæfi. Atvinnuleysi er ástand, sem íslendingar mega ekki þola í landi sínu. Þingið skorar á öll verkalýðsfélög lands- ins að gera baráttuna fyrir fullri atvinnu að meginat- riði í öl.lum athöfnum sín- um á næstunni og heitir á landsmenn alla að taka þátt í þeirri baráttu og tryggja þá stjórnarstefnu, sem líti á fullt atvinnuöryggi sem ófrávíkjanlegt þjóðfélags- ástand. Verkalýðshreyfingin lít- ur atvinnuleysið svo alvar- legum augum, að öll önn- ur samskipti hennar við at vinnurekendur og stjóm- arvöld hljóta að mótast af því, hvernig brugðizt er við kröfum um tafarlausar um- bætur á þessu sviði. Þingið telur nauðsynlegt, að stjórnarvöld hafi forustu um að sameiginlegar við- ræður hefjist þegar milli sjómanna, útgerðarmanna og skipstjórnarmanna um tilhögun síldveiða á næsta sumri, þar sem engar líkur eru til, að þeim veiðum verði haldið áfram að öllu óbreyttu, nema margvísleg- ar sérstakar ráðstafanir komi til“. Þá segir svo í ályktun þingsins: „Löggjöfin um vísitölubætur fyrir verð- hækkanir hefur verið grundvöllur allra kjara- samninga á undanförnum árum. Því ítrekar þingið og leggur megináherzju á þá stefnu samtakanna, að verð trygging launa verði að haldast óslitið. Þingið skor- ar því á öll verkalýðsfélög að búa sig undir að tryggja fullar vísitölubætur á kaup 1. marz n.k.“ í ályktun þings Verka- mannasambands íslands segir svo m. a. um þetta efni: „Þingið telur að næsta skrefið í hinni beinu kjara baráttu sé að tryggja samn- ingsbundinn eða lögfestan rétt verkafólks til fullra verðlagsbóta á laun og heit- ir á öll sambandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt öðrum verkalýðsfélögum til að framfylgja kröfum heild arsamtakanna í þeim efn- um 1. marz n.k. með alls- herjarverkfalli verði ekki orðið við kröfum samtak- anna í þessum efnum.“ Nú hefur stjórn Alþýðu sambandsins kjörið nefnd ♦♦♦♦♦ ♦♦ 18 manna úr ýmsum verka- lýðsfélögum tfl viðræðna við samtök atvinnurekenda um kröfur samtakanna og mun einn fundur þegar hafa verið haldinn. Undan- farna daga hafa mörg verka lýðsfélög, þar á meðal stór félög cins og verkamanna- félagið Dagsbrún í Reykja- vík samþykkt heimild til verkfalls hinn 1. marz n.k. til að framfylgja kröfunum. Ef marka má skrif mál- gagns atvinnurekenda að undanförnu mun þessum kröfum mjög illa tekið af þeirra hálfu og ekkert fram boðið. Því er aJ.lt útlit fyrir það nú, að til frekari að- gerða þurfi að koma af hálfu verkalýðssamtakanna til að fá fullnægt lágmarks- kröfum sínum. Er vissulega illt til þess að vita að laun- þégar skuli þurfa að knýja fram jafn sjálfsagðar leið- réttingar á kjörum sínum með verkföllum með öll.u því tjóni, sem þjóðarbúið hlýtur af slíku. Frjáls þjóð lýsir yfir stuðningi sínum við verka- lýðssamtökin í komandi bar áttu og óskar þess umfram allt að þau kappkosti að varðveita einingu um þær aðgerðir, sem ákveðnar verða. Einbeitt og óklofin munu þau bezt og skjótast ná fram því, sem þau vilja. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Gunnar Karlsson (ábm.) Haraidur Henrýsson Framkvæmdastj.: Jafet Sigurðsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10,00 Prentsmiðjan Edda prentaði. I BRÉF TIL BLAÐSINS slíkar aðstæður skapa ekki rétta andrúmsloftið fyrir samninga. Hvorki almenningur né stjórnmálamenn í Banda- ríkjunum virðast hafa trú á því lengur, að þeir muni vinna stríðið á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það hafa Bandaríkjamenn tekið að magna styrjöldina á ný i skjóli óljósra yfirlýsinga um friðarvilja. Westmore- land hershöfðingi heldur því stöðugt fram, að Banda ríkjamenn megi ekki stöðva loftárásirnar. Það muni veita kommúnistum pólitísk an sigur og hernaðarlega yf irburði, eins og hann orðar það. En jafnvel þessar á- köfu sprengjuárásir og auk- inn liðsafli í norðurhéruð- um Suður-Víetnam hafa ekki getað hindrað, að West moreland lenti í mestu erf- iðleikum. Herstöðin 1 Khe Sang í norðvesturhluta Suð- ur-Víetnam er umkringd herjum Þjóðfrelsishreyfing arinnar og Norður-Víet- nama. Þangað er nú ekk- Jafnvel í hita íþróttakapp- Jeiksins er Viet Nam-málið efst á baugi. ert hægt að flytja landleið- ina. Bandaríkjamenn óttast ósigra víða annars staðar í Suður-Víetnam, og þeir hafa ástæðu til þess. Bandaríkjamenn notuðu ekki þann vott af hyggni og gætni, sem Johnson hæl- ir sér og sínum af varðandi hernaðinn í Víetnam. Þeir auka enn fjárveitingar til styrjaldarinnar, og nýi varn armálaráðherrann, Clifford segir nauðsynlegt að halda loftárásum áfram. Aldrei hefur' verið eins augljóst og nú, að það eru Bandaríkjamenn, sem bera ábyrgðina á, að ekki eru hafnar friðarviðræður og umræður um skynsamlega pólitíska lausn á vandamáli Víetnam. (Þýtt úr Orientering). Ég les oft Frjálsa þjóð, og ég er ekki alltaf sam- mála ykkur. Eitt vil ég þó þakka blaðinu og hvetja það til að halda áfram með. Þar á ég við baráttuna gegn frumvarpi dómsmála- ráðherra á Alþingi, þar sem hann ætlar að leggja allt úrslitavald um framboð í hendur flokksstjórna. Ég vil sérstaklejga vekja at- hygli á að það eru ekki kjör dæmin, sem eiga að ráða framboðum eftir frumvarpi ráðherrans, heldur flokks- stjórnirnar suður í Reykja- vík. Þær eiga að stjórna framboðum flokkanna um allt landið. Þegar kjördæmin voru stækkuð, færðist mikið vald úr sveitum og bæjum lands ins suður til Reykjavíkur. Nú á að stíga skrefið til fulls og afhenda Reykjavík- urvaldinu úrslitaatkvæði um viðurkenningu á fram- boðum í öllum kjördæmum landsins. Engu máli skiptir, •þótt öll flokksfélög viðkom andi flokks í kjördæminu séu sammála um lista, ef hann fellur ekki flokks- stjórn í geð, þá skal hann skoðast utan flokka, og all- ir vita, hvernig aðstöðu slík ir listar hafa. Gegn þessu þarf að berj- a§t, og það af fullri djörf- ung og hörku. Sveitamaður. ★ f Frjáls þjóð — Fimmtudagur 22. febrúar 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.