Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 6
* FramfoaM a>f bls. 1. IlíLUTUN UM INNANRÍKIS tMÁL ' Að undanförnu hefur víða frétzt um leynisamninga um rétt Bandaríkjanna til að blanda sér 1 innanríkismál Atl- sntshafsríkja, ef þeim þykja áhj-if sín í hættu. Þar hefur ísland að vísu ekki komið við sögu enn, en vitað er t. d., að Noregur er þar efstur á blaði. Áætlanir á borð við Prome- þeus-áætlunina í Grikklandi sem Frjáls þjóð sagði frá í sumar, eru til víðar. Um þetta atriði segir m. a. í greinargerð tillögunnar: Áætlanir sem þessar eru meðal annars fólgnar í samn ingsuppkasti, sem yfirstjórn NATO hefur látið gera og á að koma að jafngóðum notum hvar sem er og hvenær sem er í flestum NATO-ríkjum Evrópu. Ef það ástand skap- ast, sem NATO og Bandaríkin telja sér hættulegt, á að vera unnt á mjög skömmum tíma að fylla út í eyður þessa samn ingsramma, til þess að Banda ríkjaher geti talizt hafa ein- hverja formlega heimild fyrir hernaðaríhlutun sinni. Ætlazt er til, að samningur- inií sé gerður annars vegar af hálfu bandaríska ambassa- dorsins eða yfirmanns Banda- ríkjahers í viðkomandi landi og hins vegar af utanríkisráðu neytinu eða einhverju öðru, nothæfu, yfirvaldi þar í landi. Samningsaðilar þyrftu ekki að koma saman til fundar, heldur mundu nægja svonefnd erinda skipti (nótuskipti) milli aðil- anna; Bandaríkjamenn mundu nefna efni samningsins í skeyti og innlendu yfirvöldin mundu samþykkja í svar- skeyti. Með samningum fengju Bandaríkjamenn heimild til að hernema hvaða hluta lands ins sem er og kæfa hvers kon- A sjö og landi, sumar og vetur ilmandi CAMEL Og aiit gengur p m ■:í . ar andspyrnu. Herlögregla fengi ótakmarkaðan rétt til at hafna, m. a. rétt til að hand- taka hvern sem væri og hafa hann í gæzlu þar til hann yrði færður viðkomandi yfirvöld- um. Tilgangur samningsins væri almennt að tryggja, að yfir- völd, vinveitt NATO, væru á- fram við völd í landinu, hvort sem þau væru lögleg eða ekki. Á grundvelli víðtækrar njósna starfsemi yrði yfirvöldum landsins gert auðvelt að hand taka hvern þann, jsem grun- samlegur þætti, og bandarísk aðstoð veitt, ef þörf krefði. Eins og kunnugt er, hefur ekki komið til íblutunar Bandaríkjahers í Evrópu í seinni tíð, og hefur því þessi samningsrammi hvergi komið enn að notum. Hins vegar varð nýlega uppvíst á ítaMu um byltingaráform herfor- ingja, sem hugðust nota sér stjórnarkreppu þaa* í landi sumarið 1964 til að hrifsa til sín völdin. Áform þeirra um framkvæmd byltingarinnar munu einmitt hafa verið byggð á áætlun NATO um hernaðaríhlutun í landinu, en sú áætlun bar nafnið „ES“. Eins er um þá áætlun, sem NATO hafði reiðubúna fyrir Grikkland og nefnd var „Prometheus“. Á henni byggðu grískir herforingjar byltingu sína og komu á aft- geru einræði í landinu. Ai- burðarásin varð að visu nokk- uð önnur en yfirherstjóm NATO hafði gert ráð fyrir, og aðrir en þeir, sem NATO hafði vonazt til, tóku vold í landimu. En tilgangurinn var sá sami: að koma í veg fyrir stórsigur vinstrimanna í næstu þmg- kosningum og hugsanlega úr- sögn Grikklands úr NATO. FLEIRA ÞARF RANN- SÓKNAR önnur atriði, sem tHlagan gerir ráð fyrir, að rannsökuð verði, þurfa raunar að vera til athugunar stöðugt. Er t. d. mikill vanzi að því, hve lítið hefur verið sinnt um athugun á varnargildi herstöðvanna hér á landi. Ýmislegt fleira hefði mátt í taka með í tillögu þessa. Til j dæmis þyrfti að gera rækilega jkönnun á fjárhagslegum á- j góða okkar af herstöðvunum hér. Margir ímynda sér, að I okkur sé nauðsyn að hafa hér erlendan her af fjárhagsástæð um, og er það eina afsökun fjölda fólks fyrir vist hersins hér. Flest bendir til, að þetta sé blekking. Er því brýn þörf á að kanna þetta atriði og birta hlutlægar niðurstöður um það. — gk. —★— 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 2?. febrúar 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.