Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1968 — 9. TÖLUBLAÐ — 17. ÁRG. Ánægjuleg tíðindi: Dr. Kristján Eldjárn í forsetaframboö MEÐAL EFNIS UM ÞÝÐINGAR bls. 4 eftir Heimi Pálsson. ALMANNAVARNIR - SÝNDARMENNSKA eftir Harald Henrísson bls. 6. AD GEFNU TILEFNI UM KOMMÚNISMA bls. 3 eftir G.K. Nú eru ráðin framboð tveggja manna til forseta- kjörs, sem fram fer eftir rúma þrjá mánuði. Annars vegar er framboð dr. Gunnars Thorodd sens, sem unnið hefur verið skipulega að í nokkur ár í Reykjavík, Bessastöðum og Kaupmannahöfn og hins veg- ar framboð dr. Kristjáns Eld- járns, þjóðminjavarðar, sem tilkynnti í síðustu viku að Dr. Kristján Eldjárn hann myndi gefa kost á sér vegna eindreginna tilmæla fjölda fólks úr öllum stjórn- málaflokkum, stéttum og landsfjóröungum. Dr. Gunnar kvartar. Tilkynning dr. Gunnars Thoroddsens um framboð birt ist s.l. föstudag, 22. þ.m. í viðtali við Morgunblaðið á laugardag er helzt á honum að skilja að ódrengilegt hafi ver- ið af dr. Kristjáni Eldjárn að tilkynna svo snemma um fram boð sitt og hefja þar með kosningabaráttuna. Verður að telja þetta allmikla hótfyndni þegar haft er í huga, að skipu- lögð starfsemi hefur verið í gangi í marga mánuði til und- irbúnings framboðs Gunnars og stuðnmgsmenn komnir í hlaupastöðu þegar á nýársdag, er forsetinn tilkynnti að hann myndi ekki gefa koát á sér. Sameiningartákn Frjáls þjóð vill minna les- endur sína á forystugrein blaðsins hinn 25. janúar s.l. um val forseta, þar sem bent var á það, að eigi forseta- embættið að þjóna þeim til- gangi sínum að vera samein- ingartákn þjóðarinnar eigi það „að standa þrepi ofar þeim öflum, sem fara með stjórn ríkisins daglega og vera því til tryggingar, að þjóðin njóti jafnan stjórnar, þótt þingræðisleiðin bregðist af einhverjum ástæðum. Forseta embættið þarf að njóta al- mennrar virðingar þjóðarinn- Framh á bls. 7. Dr. Gunnar Thoroddsen ER VINNUFRIDUR TRYGGDUR? Flestum létti stórlega, þeg- ar verkfallinu mikla, er tæp- lega 25 þúsund manns tóku þátt í, lauk á dögunum. Þó var gleði allra ekki jafn mikil og margir verkamenn urðu fyr- ir sárum vonbrigðum í sam- bandi við frágang málsins. Margir munu telja að með þessum endalyktum hafi vinnufriður verið tryggður a. m. k. til næstu áramóta. Eng- ar slíkar skuldbindingar er að finna í samkomulaginu og sárafá félög hafa bundna samninga þannig, að þau geta flest farið á kreik, ef þeim sýnist svo, hvenær sem er. Eins og alkunna er, snerist krafa verkalýðshreyfingarinn- ar að þessu sinni um fullar vísitölubætur á laun og var það lágmarkskrafan eina. Ein- falt 'og klárt mál. Rökin næg og sannfærandi, þegar þess er gætt, hve hlutur launþega hef ur rýrnað mikið einungis við það, að eftirvinna hefur skroppið saman á síðustu miss erum og launþegar í hinum lægri launum geta ekki lifað sómasamlega á dagvinnutekj- um sínum. Þessu mikilvæga atriði virðast menn oft gleyma þegar þeir ræða þessi mál, sér staklega þeir, sem ekki hafa þurft að berjast fyrir „fjár- hagslegu lífi sínu," þó að ekki sé talað uni þá, sem sjálfir skammia sér laun sín. 1/4 fellur algjörlega niðtir Gert er ráð fyrir að hækk- un á þessu ári muni nema 10%, vegna verðhækkana, en niðurstaða samkomulagsins hljóðaði upp á rúmlega þrjá fjórðu þessarar hækkunar og kémur hún í áfongum. Þá fyrst 1. désémbér kemur þriðj ungur hækkunar þeirrar, sem á sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 1. maí þessa ár's. Þannig fellur niður bóta- laust fjórði hluti þeirrar hækkunar, sem skellur á laun þegum á árinu. Þær vísitölu- bætur, sem fást koma að fullu á laun aðeins að upphæð 10 þúsund kr. Á laun að upphæð 16—17 þús. kr. koma verð- lagsbætur, sem nema helm- ingi þeirra bóta, sem greidd eru á 10 þúsund kr. og á laun, sem eru hærri en 17 þús. kr. koma engar bætur. Þetta ásamt nokkrum veigaminni at- riðum er árangur þessa mikla verkfalls. Falleg viljayfirlýsing. Það væri ómaklegt í þessu sambandi, að mmnast ekki á yfirlýsingu þá. er ríkisstjórn-, in gaf út í tilefm þessá sam- komulags. Þar er lofað aðgerð- um til úrbóta í atvinnumálum o. fl. Falleg viljayfirlýsing, sem væntanlega reynist betur í raun en ýmislegt annað, sem þessi ríkisstjórn hefur farið höndum um síðustu misseri. Við bíðum og sjáum til, hverj- ar efndirnar verða. . .y^-*p tjtö'£--.*:¦

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.