Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 3
Ritstiornargrein AD GEFNU TILEFNI Fyrir nokkru, nánar tiltekið sunnudaginn 18. febrúar, skrifaði Morgunblaðið leið- ara undir heitinu „Völdu sam félag við kommúnista". Ræð- ir þar um tíllögu þá um Víet- namstríðið, sem nú liggur fyr ir Alþingi. Er harmað mjög, „að Framsóknarforingjamir skuli nú taka upp samvinnu viS kommúnista í máli sem þessu". Greininni lýkur á þessum orSum: „Þrátt fyrir þessi fordæm- anlegu vinnubrögð Framsókn arforingjanna er vissulega vonandi, aS unnt verði að ná lýðræðislegri samstöðu um afgreiðslu þessa máls, hvort sem Alþingi gerir um það á- lyktun eða ekki. Hitt skiptir ekki máli hvom megin hryggj ar kommúnistar liggja í þessu efni. Þab fylgir ekki hugur máli, er þeir þykjast formæla styrjöldinni í Víetnam, ekkert er þeim kærkomnara en átök eins og þau, sem þar eiga sér nú stað.“ RUDDASKAPUR Þessi orð eru rituð, eftir að stórorustur hófust í helztu borgum Suður-Víetnam. Teknar voru að berast fregn- ir af ægilegum hörmungum meðal íbúa þeirra. Vitað var, að mergð saklauss fólks hafð- ist við heimilislaust, sveltandi og vatnslaust í rjúkandi rúst- um. Þær þúsundir, sem misst hafa lífið, em ef til vill öf- undsverðar í samanburði við þetta, og er þó hin gífurlega sóun mannslífa ærið harms- efni. Vafalaust veit ritstjóri Morgunblaðsins þetta, þegar hann boðar lesendum sínum á sjálfan helgidaginn — ósköp rólega og án alls rök- stuðnings — að samborgur- um okkar og alþingismönnum þjóðarinar sé ekkert kær- komnara en svona atburðir. Ýmis þung orð hafa fallið hér á landi um Johnson Bandarikjaforseta, McNam- ara og Westmoreland hers- höfðingja í tilefni af styrjöld- inni í Víetnam. Þó mun tæp- ast nokkur hafa látið sjá eftir sig á prenti, að þessum þre- menningum væri k»rkomið að myrða og svelta saklausa borgara víetnamskra borga. Er þó þáttur þeirra í hörm- ungunum óneitanlega tals- vért meiri en þeirra, sem Morgunblaðið kallar íslenzka komúnista. Það hugarástand, sem blaðið ætlar þessum mönnum, er væntanlega ó- skiljanlegt okkur flestum, og getsakir, hvað þá staðhæfing- ar, um slíkt liggja að flestra dómi langt utan þess, sem kallað er almennt siðgæði. Ummæli Morgunblaðsins eru ruddaskapur á hæsta stigi. HVAÐ ER KOMMÚNISMI? Sé Morgunblaðsritstjóran- um ætlað það bezta, sem unnt er, verður að gera ráð fyrir, að hann hafi ritað ritað þessi orð í liugsunar- Ieysi. Það er að vísu lítil af- sökun, en þó sú skásta, sem hér kemur til greina. En þótt svo sé, gefa orð hans ekki síður tilefni til umræðu Þau hljóta að vekja til umhugsun- ar alla þá, sem vilja ræða og rita um stjórnmál í alvöru. Ef við enn einu sini reyn- um að kenna því um, sem minnst er ámælisvert fvrir rit- stjóranum, má varpa sökinni á hefðbundið merkingarleysi orðsins kommúnismi. Menn hafa vanizt á að hlaða öllum hugsanlegum vömmum og skömmum á þetta orð án þess að hugsa um,hvað þar ætti heima. Síðan er orðið notað eins og stimpill á and- stæðingana í jafnmiklu hugs- unarleysi. A.ðalvandamálið virðist vera, að Morgunblað- ið hefur, eins og ýmsum fleiri, láðst að nota orð sín í ákveðnum skilningi. Hvað merkir eiginlega orðið komm únismi? KÚGUN OG OFBELDI Augljóst er, að stjórnmála- skrif blaða hljóta að vera nokkuð laus í reipunum, með an merking þessa einna tíð- asta orðs í stjómmálagreinum útbreiddustu blaðanna er ekki skýr. Taka má eitt dæmi jress: Sum blöð, t. d. Morgun- blaðið, halda því iðulega fram með miklum krafti, að kommúnisma hljóti alltaf að fylgja kúgun og ofbeldi. Aðr- ir hafa reynt að andmæla því, og hafa oft sprottið af þessu langar deilur, Séu skrif Morg unblaðsins gaumgæfð, kem- ur fljótt í Ijós, að það kallar enga stjóm kommúnistíska, nema einmitt þá, sem beitir jjegna sína kúgun. Sósíalist- ísk efnahagsstefna breytir engu um það. Kúgun er nauðsynlcgur þáttur í merk- ingu orðsins kommúnismi. Eru því allar deilur um, hvort hún sé nauðsynlegur fylgi- Alþingi um breytingu á þing- skopum. í því sambandi má geta þess, að þingfréttaritari Morgunblaðsins er vanur að auðkenna jringmenn Alþýðu- bandalagsins með því að setja K í sviga aftan við nafn jreirra. Það er varla stytting fyrir neitt annað en kommún- isti. Kenning Morgunblaðsins um dularfullt bergnám þeirra manna, sem „starfa með kommúnistum"' hittir Sjálf- stæðismenn eins og aðra. Hitt er svo annað mál, að til er hópur manna hér á landi, sem telur sig skiljast skýrt frá öðrum mönnum í því, að þeir séu kommúnist- ar. Þeir jjykjast því vart geta starfað af einlægni með nein- FRJÁLS ÞJÓÐ N Útgefandi HUGINN HF. Gunnar Karlsson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. VerS I iausasölu kr. 10,00 PrentsmiSjan Edda prentaSi. fiskur stjórnarfars kommún- ista innihaldslausar. Þar hef- ur mikilli prentsvertu verið eytt í marklaust bull. „SAMSTARF VIÐ KOMMÚNISTA" Þegar þetta er haft í huga, kemur í ljós, að mikill hluti þess, sem Morgunblaðið skrif ar um stjórnijiál, er innihalds- laust. Þar má til dæmis nefna allar hinar löngu bollalegg- ingar þess um innanflokksmál Alþýðubandalagsins og yfir- leitt allt, sem þar er sagt um „samstarf við kommúnista". Að sjálfsögðu hafa allir stjórnmálaflokkar mikið sam- starf við j)á, sem Morgunblað ið kallar kommúnista. í því blaði, sem vitnað er í hér að framan, 18. febrúar, er ein- mitt sagt frá frumvarpi, sem fulltrúar allra flokka flytja á um öðrum að stjórnmálum. Fyrir slíkum mönnum hefur orðið aðallega trúarinnihald, enda eru þeir oft haldnir til- hneigingum til píslarvættis fyrir kommúnisma sinn, líkt og fylgismenn margra sértrú- arflokka. Náið, pólitíslit sam- starf við slíka menn er mikið umræðuefni og flókið. En til Jjcirra mála getur Morgun- hlaðið ekkert lagt meðan jjað heldur sig við málflutning á borð við þann, sem hér hefur verið nefnt dæmi um. HVERS VECNA? Hvers vegna evða stjóm- málamenn tíma sínum í mark laust Jjras um merkingarlaus orð? Hvers vegna hefur vopn ið ekki verið slegið úr hönd- um Morgunblaðsins með því að benda rækilega á bessar fáránlegu rökleysur? Svarið liggur ekki ýkja fjarri. Hér á landi hafa fimm blöð verulega aðstöðu tí* að ná til almennings, dagblöðin í Reykjavík. Þau ein eru Iesin af verulegum fjölda fólks víðs vegar um land, og þau koma klausu inn í ríkisútvarpið á hverjum morgni. Fjögur blað anna hafa jiegar æði oft gert sig sck um að grípa til þessa þægilega konnnúnistastimp- ils, og jjau vita, hve hag- kvæmt getur verið að hafa hann við hendina. Eitt dag- blaðanna, Þjóðviljinn, er und ir sterkum áhrifum þeirra manna, sem vilja játa sig kommúnista og halda i það dauðahaldi, að orðið hafi skýrt og afmarkað innihald. Hins vegar hefur vafizt fyrir mörgum játendum kommún- ista að skýrgreina innihald trúar sinnar, þannig að orðið nái yfir alla játendur, en eng- inn komist inn óboðinn. Þeir hafa því ekki séð sér liag í að hefja rökræður um merk- ingu orðsins. ORÐ MEÐ MERKINGU Þau eru mörg merkingar- snauðu orðin í íslenzkum stjórnmálaumræðum, og oft eru háðar langar deilur um orð, sem deiluaðilar leggja ó- líkan skilning í eða alls eng- an. Hér komast aldrei á frjó- ar umræður um stjórnmál, nema einhver hópur manna sameinist um að deila með merkingarbærum orðum. Gera verður ráð fyrir, að all- ir flokkar ali menn, sem gjarnan vilja ræða og rita um stjórnmál í fullri alvöru. Þeir ættu að taka ráðin af þeim, sem nú leika sér að því að snúa út úr hver fyrir öðrum. Vel færi á að byrja á að at- huga nákvæmlega merkingu orðsins kommúnismi. Og ef stjómmálamenn okkar læra að hugsa um þau orð, sem beir nota, losnum við ef til vill við að lesa í stærsta blaði jjjóðarinnar viðbjóð eins og Morgunblaðsleiðarann, sem hér var vitnað til í upphafi. - gk- —★— ♦ ♦ t dagana og Robert Kennedy tilkynnir að hann ætli að feta í fótspor bróður síns til kjörs forseta Bandaríkjanna, þá tilkynnir Gunnar Thorodd sen að hann ætli að feta í fótspor tengdaföður síns sem forseti íslands. Þannig er lýð- ræðið augsýnilega að þróast yfir í fjölskyldulýðræði og ekki nema von að Johnson sé sár yfir slíkri þróun. Tíminn mun leiða í ljós, hvernig hann mun leysa úr jiessum vandamálum, sem að honum sækja úr öllum áttum og mun um við gera því skil þegar þar að kemur. „Ólíkt ... «« Frh. af bls. 8. að málinu yrði stungið undir stól. Þeir báru því fram aðra til- lögu, nauðasvipaða „um trygg- ingu friðar og frelsis borgumn- um til handa“. Þingnefndin tók nú aftur til starfa við að rann- saka grundvöll þessarar nýju til- lögu, og er búizt við að árang- urinn verði frumvarp til laga um tryggari friðhelgi einkalífs. Meða) þeirra sviða, sem nefndin rannsakar, auk Jreirra, sem áður eru nefnd, er starfsemi upplýsingaskrifstofa og lagaleg ábvrgð útvarps og sjónvarps. Það er víðar tekið til höndum en í slotinu við Austurvöll. En munurinn er sá, að meðan ís- lenzkir aljjingismenn leggja metnað sinn í að rífa allt niður hver fyrir öðrum, eru danskir kollegar þeirra að keppast um að verða fyrstir að koma þjóð- þrifamálum í framkvæmd. ☆ Frjáls þjóð — Fknmtudag»r 2S. marz 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.