Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 5
ingar til umræðu, er athug andi að skoða eina spurn- ingu enn: Hvað er þýtt eins og sr? Á undanförnum árum hefur þýðingastarfsemi ver- ið allmikið stunduð, en það ætla ég, að alla hugsandi menn reki í rogastanz, er þeir renna augum yfir titla þýddra bóka hvers árs. Þar glitra að vísu perlur, en það eru perlur á sorphaugum. Því það er sannast mála, að meginþorri þess sem þýtt er, er þriðja flokks bók- menntir eða þaðan af lak- ara. Þar við bætist svo hitt, að fjölmargir hinna svo- nefndu þýðenda, eru með því marki brenndir að skilja hvorki tunguna sem þýtt er af né hina sem þýtt er á. Enn er þess svo óget- ið, að harla oft er höndum kastað svo til útgáfu þess- ara þýðinga, að maður ef- ast um að fyrirbærið megi kallast bók, þegar á markað er komið. Prentvillur skipta hundruðum. Útlit hrak- smánarlegt og þar fram eft- ir götunum. En sem ’betur fer eru þó til undantekn- ingar. Á þessum reiða hefur ver ið látið reka lengi, og er þar við marga að sakast. T. d. hafa bókrýrar dagblaðanna gefið þýðingum fremur lít- inn gaum, og þá hvorki hirt um það sem vel er gert né hitt sem miður fer. Má sannarlega segja, að þeir þegi þegar sízt skyldi. Enn- fremur virðast sumir bóka- útgefendur líta á þýðingar sem ákvæðisvinnu, greiðsla fer fram eftir arkafjölda bókar, ekki gæðum fru'm- MANNDAUÐI AF VÖLDUM Rúmlega fimm þúsundir manna deyja árlega í Sví- þjóð vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum, er or- sakast af áfengisneyzlu, sýnir rannsókn, sem fram- kvæmd hefur verið við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Sjúkrahúsið hefur fylgzt með 100 sjúklingum eftir að þeir útskrifuðust. 12 þeirra drýgðu sjálfsmorð áður en 5 ár voru liðin, eða létust af lifrarsjúkdómum, delerium tremens eða vegna slysa í ölvunará- standi. Dauðatalan er ískyggi- lega há, segir yfirlæknir Frjáls þjóð — Fimmtudagur texta né þýðingar. Vitan- lega er erfitt að fram- kvæma gæðamat á þýðing- œ-n, en þó liggur í augum uppi að það verður að gera Þessi dómur kann að virð ast hleypidómur, en svo er því miður ekki. Menn geta t. d. litið á hve sárfátítt er að út hafi komið á íslenzku bækur eftir þá menn sem svo einn góðan veðurdag hljóta merkileg bókmennta verðlaun, s. s. Nóbelsverð- laun eða Norðurlandaráðs. Hver þekkti t. d. Per Olof Sundman fyrr en fyrir mán uði síðan? Jú hann var kunnur maður í sínu heima landi og víðar, en hér? — Undantekningar eru þó til, t. d. hafði bókaforlag eitt slysazt á að gefa út bók eftir Asturias áður en hann fékk Nóbelsverðlaun. Nú veit ég að virðulegir forleggjarar segðu sem svo: Nú en góði maður! Við verð um líklega að hugsa um hag fyrirtækisins. Við gefum út það sem fólkið vill lesa. — Já, ég veit ofboð vel, að þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er nefnilega komin upp hér á íslandi ný stétt, sem heitir bara fólk- ið. Og það er þessi stétt sem á að ráða. Hér verð ég að gera þá játningu að ég hafði löng- Uglu Falsdóttur og segja: „Ég er fólk.“ En margend- urteknar yfirlýsingar kaupa héðna og atvinnustjórn- málamanna hafa sannfært mig um, að fólk er alls ekki menn einsog þú og ég, lesari minn. Helzt virðist eftirfarandi felast í orðinu: í SVÍÞJÓÐ ÁFENGIS sjúkrahússins, Gunnar Lundquist. Þessir 100 sjúk- lingar, sem rannsakaðir voru, eru verkfræðingar, læknar, liðsforingjar og aðr ir vel menntaðir starfs- menn. Allir leituðu þeir hjálpar sjúkrahússins af frjálsum vilja. Af hinum 88 sjúklingun- um tók helmingurinn að drekka í eitt skipti eða oft- ar. Um 20 þeirra héldu á- fram að drekka í óhófi og urðu áfengissjúldingar. Að fimm árum liðnum benda líkur til að þeir verði allir dauðir, segir Lundqu- ist yfirlæknir. (Áfengisvarnarráð) 28. marz 1968 Fólk: a) þeir sem vilja frjálsan innflutning danskra tertubotna og ensks kex. b) þeir sem vilja hafa dátasjónvarp. c) þeir sem vilja lesa ó- merkilegastar bækur heims ins. d) þeir ’sem vilja flytja synfóníuhljómsveitina til Kolbeinseyjar. Viljir þú ekkert af þessu, lesari góður, ert þú ekki fólk og átt ekki að ráða. I dæmi bókaútgáfunnar er vafalaust vafninga- minnst að láta smekk þess svonefnda fólks ráða, enda virðist það býsna fjölmenn ur hópur sem helzt læsi aldrei annað en léleg viku- blöð (Hjemmet og þ. u. 1. eru hátíð) og þær bækur sem standa einni gráðu neðar en kellingabækur. En þá hlýtur að vakna spurn- ingin: Hvort er afleiðing, hvort orsök? Eru vondar bækur í meiri hluta vegna þess að íslendingar hafi vondan smekk, eða hafa ís- lendingar vondan smekk vegna þess að þeir eru ald- ir upp við vondar bók- menntir? — Ég mun ekki reyna að svara þessari spurningu, en hitt mun öll- um augljóst, að ekkert barn er fætt með þeirri sann- irinn eftir Ingibjörgu Sig- urðardóttur sé betri og á- nægjulegri lesning en Sjálf- stætt fólk. Smekkurinn er áunninn, og máski eiga sinn þátt vondar barnabækur, en þær eru kapítuli fyrir sig og verða ekki ræddar að sinni. En við þurfum ekki að vera hissa á því að sum- ir taka Sjúkrahússlæ-kninn fram yfir sögu Bjarts í Sum arhúsum. Segir það sig ekki nokkurn veginn sjálft að að menn sælast eftir þeirri fæðu, sem auðmeltust er en menn hirða minna um hitt, hvort hún þroskar melt- ingarfærin? Af framansögðu vona ég að ljóst sé, að ég tel nauð- synlegt að gera einhverjar raunhæfar tilraunir til að bæta smekk þjóðar okkar á bókmenntum, ala upp með nýjum kynslóðum ann að mat en hingað til hefur ráðið. Og ég tek það skýrt fram, að þar um breytir engu, þótt einhverjir segi sem svo, að aðrar þjóðir hafi jafnvondan eða verri smekk en við. Það er engin afsökun. En hvað er þá hægt að gera? Ég leyfi mér ekki að nefna þá lausn sem einföld ust og eðlilegust væri, sem sé öflugt ríkisforlag, sem hefði forgöngu um útgáfu ódýrra og góðra þýðinga. Fyrir slíka tillögu yrði ég kallaður kommúnisti og fengi jafnyel ekki að heim- sækja Bandaríkin. En mig langar að benda á aðra leið. Hérlendis er nú þegar völ á allmörgum mönnum, vel menntuðum í tungu og. bókmenntum erlendra þjóða. Þessa menn þarf að fá til samvínnu, helzt i rik- islaunaðri nefnd, sem síð- an gerði tillögur um einar tuttugu erleodar bækur (helzt nýlegar), sem nefnd- armenn teldu æskilegt að fá þýddar og útgefnar. Síð- an yrði útgefendum gefinn kostur á að koma þessum bókum á framfæri við les- endur í þýðingu viður- kenndra manna, og fengju forlögin til þess styrk úr ríkissjóði, a. m. k. framan afJSíðar, þegar þjóðih væri orðin læs, mætti afnema styrkinn. — Til að jafna útgjöld ríkisins, mætti leggja niður eina veizlu sendiherra þjóðarinnar á er lendum grundum eða hætta styrkveitingum til eins vit laust rekins frystihúss á stöðum þar sem fiskur hef- ur aldrei sézt. Svipaðri tillögu og þess- ari varpaði Andrés BjörHs- son, núverandi Útvarps- stjóri fram í Morgunblað- inu fyrir rösku ári síðan, ef ég man rétt. Er því full ástæða til að vona að ein- hverju skipulagi verði reynt að koma á þessi iriál — máski um leið og leið- rétt verður tollahneykslið á efni til bókaútgáfu. Reykjavík á hlauþárs- dag 1968. Heimir Pálsson frá Laugum. FORELDRAR! Kynnið ykkur ýfarlega efni bæklingsins „V E R N D I Ð BÖRNIN í UMFERÐINNl", sem verður borinn í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku. Hefjið umferðarfræðslu til barna ykkar sem allra fyrst. Q Sameinumst um að koma í veg fyrir barnaslysin í Börnin eru umferðinni. dýrmætasta eign þjóðfélagsins. V UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR i LÖGREGLAN í REYKJAViK v'> < h. /y *oki, n&flrn ur °rð tu °9 feört ÍSSÖK.*- «9 / borg °9 *«. «,u 21” uaWr, ■ >* 'on ,iSut ^ uí lonii f‘frnu scm clcfci • ran* *»afa enn i un til að taka undir með færingu að Sjúkrahúgslækn

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.