Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 28.03.1968, Blaðsíða 7
Ánægjuleg tíðindi Framh. af bls. 1. ar og geta komið fram út á við með fullum sóma og góðri samvizku sem fulltrúi henu- ar allrar. Ef embættinu tekst ekki að fullnægja þessum skil yrðum, er ástæðulaust og raunar á margan hátt skað- legt að viðhalda því.“ Enn- fremur segir svo: „En sé svo, að ekki fáist aðrir en upp- gjafa stjórnmálamenn til að bjóða sig fram til þessa starfs, getum við eins lagt það niður. Freistandi hlýtur að vera að leita forsetaefnis meðal manna, sem að starfi og menntun eru í nánum tengsl- um við þjóðlega íslenzka menningu. Hún verður hvort sem er — hvað sem hver seg- ir — öflugasta sameiningar- tákn okkar, það sem forseti gæti helzt haft stuðning af við að lyfta embætti sínu til vegs.“ Styðjum dr. Kristján Nú þegar fyrir liggja fram- boð ofangreindra tveggja manna, hlýtur Frjáls þjóð með tilvísan til ofanritaðs að fagna framboði dr. Kristjáns Eld- járns og lýsa yfir stuðningi sínum við það. Með fram- boði hans er þjóðinni gefinn kostur á því sameiningartákni, sem nauðsynlegt er að for- setaembættið sé. Þar fer mað- ur, sem á engan hátt hefur tekið þátt í dægurþrasi stjórn- mála en nýtur virðingar og trausts fólks úr öllum stétt- um 'og flokkum. Starf hans hefur verið bundið þjóðlegum íslenzkum fræðum, sem hann hefur rækt af einstakri prýði og mun enginn betur til þess fallinn en hann að efla tengsl þjóðarinnar við menningararf sinn og auka á virðingu ís- lenzkrar menningar og tungu út á við. Dr. Kristján Eldjárn er 51 árs að aldri. Kvæntur er hann Halldóru Kristínu Ingólfsdótt ur frá ísafirði. Dr. Gunnar Thoroddsen er 56 ára að aldri, kvæntur Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen. Dómur Framh. af bls. 6. í héracSsdómi, hefur áfrýjandi í rekstri málsins haft meið- andi ummæli um Stefnda. Stefndi hefur heldur eigi gastt hófs í ummælum um áfrýjun- ina. ^Ber að víta þetta. DómsorS : Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Stefndi, Einar Bragi Sig- urðsson, greiði kr. 1.000,00 sekt í ríkissjóð ,en sæti varð- haldi 2 daga, verði sektin ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stefndi greiði áfrýjanda, Magnúsi Thorlacius, fégjald, ít. 10.000,00 ásamt 7 % árs- vöxtum af þeirri fjárhæð frá 15. nóvember 1963 til greiðslu dags. Stefnda er skylt að sjá um, acS dórnsorð og forsendur Hæstaréttar verði birtar í fyrsta eða öðru tölublaði vikublaðsins Frjálsrar Þjóðar, sem út kemur eftir birtingu dóms þessa. Stefndi greiði áfrýjanda málskostnaS í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 12.000,00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagSri aSför aS lögum. Líósboginn Hverfisgötu 50 Viðgerðir á bOadýnamóum og störturum. Vinding á raf- mótorum. Eigum fvrirligg]- gerðir bifreiða. Vönduð vinna lágt verð. Sixrn 19811 Líósboginn Hverfisgötu 5(:. Mwer er bílaeign ríkissjóðs} Framsóknarmennirnir Ingv- ar Gíslason, Haildór E. Sig- urðsson og Ágúst Þorvalds- son hafa lagt fram 1 Samein- uðu þingi fyrirspurn til fjár- málaráðherra í sex liðum um bifreiðaeign ríkisins. í fyrsta lagi, hver sé bifreiðaeign rík- issjóðs, sérstofnana ríkisins og fyrirtækja þess, sundurliðuS eftir tegundum og árgerðum og í öSru lagi, hvert sé heild- arverSmæti bifreiSa þessara. í þriðja lagi er spurt, hve margir og hverjir embættis- og sýslunarmenn ríkisins, sér- stofnana þess og fyrirtækja njóti þeirrar aðstöSu aS hafa bifreið til eigin nota, sem til þess er keypt og rekin fyrir opinbert fé og hverjar reglur gildi um not og umráð bif- reiða opinberra embætta og stofnana utan venjulegs vinnutíma. Þá er spurt: Eru bifreiðar í eigu ríkisins og rík- isstofnana auðkenndar meS einhverjum hætti, svo sem tíðkast um bifreiðar Reykja- víkurborgar? AS lokum er spurt, hve margir og hverjir njóti bifreiSahlunninda í öSru formi af hálfu ríkisins, svo sem beinna fjárstyrkja til Nýr kennslubréfa- flokkur ^SKÓk' á vegum Bréfaskóla SÍS og ASÍ Gítarskólinn Höfundur er Ólafur Gaukur hinn vinsæli hljóð- færaleikari. Gítarskólinn er 8 kennslubréf. Gítar- leikur er bæði skemmtilegur og þroskandi. I Gítarinn er meðal vinsælustu hljóðfæra samfíðar- innar. Hinn nýi kennslubréfaflokkur heitir GÍTAR- SKÓLINN. Bréfaskóli SÍS og ASÍ SÖLUSKATTUR í KÓPAVOGI Söluskattur 4. ársfjórðungs 1967 féll 1 gjalddaga 15. janúar 1968 og í eindaga 15. febrúar 1968. Sam- kvæmt lagaákvæðum verður atvinnurekstur þeirra söluskattsgreiðenda í Kópavogi, sem ekki hafa gert full skil á gjaldföllnum söluskatti, stöðvaður að liðn- um 8 dögum frá birtingu þessara auglýsingar án nokkurra frekari tilkynninga eða fyrirvara. BÆJARFÓGETINN ! KÖPAVOGI rekstrar einkabifreiða sinna. fíér er áreiðanlega hreyft máli, sem mikla fjárhagslega þýðingu hefur fyrir ríkissjóð og verður því fróðlegt fyrir almenning að fylgiast með svörum fjármálaráðherra við spumingum þessum. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1968 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga og reglu- gerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Hefir borgarstjórn ákveðið eftirfarandi gjaldskrá:1 0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla. Matvöruverzl- un í smásölu. Kaffi, sykur og kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 1.0% Rekstur farþega- og farmskipa. Sérleyfisbif- reiðir. Matsala. Landbúnaður. Vátryggingar ót.a. Útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Verzlun ót.a. Iðn- aður ót.a. 1.5% Sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkja- ' gerðir, gull- og -sjlfursmíði, hattasaumur, rak- ara- og þárgreiðslustofur, leirkerasmíði, ljós- myndun, myndskurður. Verzlun með gler- augu, kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölritun. 2.0% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, sölutum- ar, tóbaks- og sælgætisverzlun, blómaverzlun, umboðsverzlun, minjagripaverzlun. Listmuna gerð. Barar. Billjarðstofur. Persónuleg þjón- usta. Ennfremur hvers konar önnur gjald- skyld starfsemi ót.a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu- gerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignaskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðu- gjalds, sbr. 14. gr. reglugerðarinnár. 2. Þeir sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starf- semi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjóranum í Reykjavík, sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákváeði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavík- ur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavík, þurfa að skila tíl skatt- stjórans í því umdæmi, þar sem þeir eru heim- ilisfastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starf- seminnar í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu ^eka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald- flokks, samkvæmt ofangréindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverju einstökum gjald- flokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyr- ir 2. apríl n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjald- ið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavík, 20. marz 1968. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK Frjáls þjóð — Fimmtudagur 28. marz 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.