Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.04.1968, Síða 1

Frjáls þjóð - 04.04.1968, Síða 1
MEÐAL EFNIS r ' * Urdráttur úr ræðu Jónasar Arnasonar alþm. um herstöðvamálin o.fl. SJÁ BLS. 5. Söguburður um forsetaefni SJÁ BAKSÍÐU Sérfræðingaflóttinn til Bandaríkjanna SJÁ BLS. 4. Ævarandi herseta á islandi? í allan vetur hafa ráSandi menn ákaflega brýnt fyrir þjóð- inni, að nú þyrftu allir að fóma og spara vegna erfiðleika þjóð- arbúsins og sannarlega hafa a. m. k. lunþegar orðið að fórna allverulega. Við því hefði þess vegna mátt búast, er ríkisstjórn- in sjálf hófst handa um að skera niður útgjöld ríkisins, að hún gengi á undan og sýndi fordæmi í því að afnema þann kostnaS, sem óhóf og bruðl hlýtur aS telj ast. En reyndin hefur orðið sú — sem svo oft áður — að ráSist er á garSinn þar sem hann er lægstur, en á engan hátt verðvjr yart að ríkisstjórnin vilji sjálf ganga á undan og sýna verulega fómarlund. Dýr rottueySing. Þótt ýmislegt skynsamlegt megi finna í spamaðarfrumvarpi rikisstjómarinnar má þó segja, aS einkenni þess sé handahófs- kenndur sparSatíningur, sem þó kemur helzt niður á þéim aSiI- i um sem sízt skyldi. Táknrænt dæmi er 10. gr. frumvarpsins, þar sem lagt er til að ríkið hætti að taka þátt í kostnaSi sveitar- félaga af rottueyðingu sem hefði numiS 755 þvisundum króna á yfirstandandi ári! Þetta minnir á það, er byrjað var á sparnaSi við stjómarráSiS meS því að segja upp sendli, sem talinn var ólíkt' þarfari stárfsmaður en margir aðrir hærra launaSir starfsmenn. Einn liðurinn í spamaði ríkisstjórnarinnar nú er að svipta ríkisstarfsmenn á Kefla víkurflúgvelli uppbót á laun, er þeir hafa haft og vart gat talizt nema sjálfsögS uppbót viS léleg laun Jveirra. Eru það fremur kuldalegar kveðjur, sem ríkis- stjómin sendit opinlverum staiýs mönnum þrátt fyrir mikla kjara- skerðingu, sem þeir hafá orSiS aS taka á sig á undanfömum mánuðum án nokkurra leiðrétt- inga. SendiráSin óbreytt. í vetur var mjög látið í það skína, að stórlega ætti að draga úr kostnaSi viS utanríkisþjón- ustu landsmanna og var jafnvel sagt að leggja ætti niður sendi- ráS. Þegar til kom reyndist þó ekki unnt aS spara nema þrjár milljónir króna á þessu sviði og sendiráSin eru og verða jafn mörg og fyrr. Fjármálaráðherra hefur í þessu sambandi boriS það fram sér til afsökunar, að fyrirætlan rikisstjórnarinnar hafi mætt svo mikilli andstöðu í við komandi löndum, aS hún hafi ekki treyst sér til aS leggja sendi ráSin niðvtr. Verður þaS aS telj- ast furðuleg afsökun! Frjáls þjóð vill vekja athygli lesenda sinna á þingsályktunar- tillögu þeirra Magnúsar Kjart- anssonar, Jónasar Árnasonar og Gils Guðmundssonar í Samein- uðu þingi um aS AlJnngi álykti, „að fela utanríkisráðherra aS gera Alþingi, munnlega eða skrif lega, ítarlega grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar til „hervernd- arsamningsins“ viS Bandaríkin meS tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa á alþjóSamálum og hernaSartækni, síðan samn- ingurinn var gerður. Einnig á- lyktar Alþingi aS fela utanríkis- ráðherra aS gera hliðstæða grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar innar til Atlantshafsbandalagsins og aðildar íslands aS því“. Er vissulega tímabært orSiS, að rík ríkisstjórnin verði látin gera grein fyrir því, hvort það sé stefna hennar, aS bandarísk her seta hér á landi skuli vera ævar- andi. Eins og kunnugt er renn- ur Atlantshafssamningurinn út á næsta ári og því ekki seinna vænna að hefja alvarlegar um- ræSur um afstöðu íslendinga til NATO. Með tilliti til þess, hve hér er um þýSingarmikil mál að ræða, væri full ástæSa til þess að umræðum á Alþingi um of- angreinda tillögu yrSi útvarpaS og sjónvarpað. Til áskrifenda Blaðstjórnin vill þakka hinum fjölmörgu, sem þegar hafa greitt blaðgjaldið, en vill biðja hina að gera skil hið fyrsta, því að á skilvísi kaupenda byggist útgáfa blaðsins. FRUMVARPIÐ UM SKUTTOGARA SVÆFT flota af nútímagerð. Fram- kvæmdir í því efni hafa dregizt stjórnin, enn einu sinni sýnt ó- hæfni sína til aS ráða fram úr vandamálum og leysa af hönd- um aðkallandi verkefni. Eins og áSur hefur verið skýrt frá í Frálsri þjóS, var á öndverðu þessu þingi lagt fram frumvárp um kaup á allt að sex skuttogurum. Mál þetta fluttu þingmennirnir Gils Guðmunds- són, Björn Jónsson og Karl Guð- jónsson. Þar var ráð fyrir því gert, aS ríkiS hefSi forgöngu um öflun skuttogara af full- komnustu gerð og annaðist láns- útvegun til kaupanna, en skipin yrðu síSan seld bæjarfélögum, útgerðarfélögum eSa einstakl- ingum. Er þetta fimmta þingiS i röð, sem Jiingmenn Alþýðubandalags ins flytja frumvörp og tillögur um endurnýjun togaraflotans. Enda þótt stjórnarvöld og Jiing- meirihluti játi i orði kveðnu nauðsyn þess, aS> hingaS verSi aflað skuttogara af þeim gerð- um og stærSum, sem hentug- astar eru taldar við íslenzkar aS- stæður og bezt hafa reynzt með öSrum fiskveiðiþjóðum, er því líkast sem dauð hönd hafi legiS þar á öllum framkvæmdum. Þingmál um þetta efni hafa jafn an veriS svæfS í nefnd og rök stjórnarliða fyrir Jieirri máls- meðferð veriS þau, aS ríkis- stjórnin sé að vinna að fram- gangi málsins. Á Alþingi í hitteð fyrra lýsti sjávarútvegsmálaráðh. vfir J)ví, að hann hefSi í hvggju aS taka skuttogara á leigu til að afla nokkurrar reynslu af útgerS slíkra skipa. Þetta var ekki fram kvæmt. í fyrra sagSi sami ráð- herra, aS hann hefSi qú skipað sérstaka nefpd til að vinna að endurnýjun I togaraflotans og undirbúa kaup eða smíði tveggja til Jiriggja skuttogara. Nú er rúmt ár liðiS síðan nefnd Jæssi var sett á laggimar. Fyrir nokkrum dögum var fram- varpi Gils Guðmundssonar o. fl. vísaS til ríkisstjórnarinnar á þeirrí forsendu,1 aS málið væri til meSferðar hjá ríkisstjórn og tog- aranefnd. ÞaS upplýstist viS um ræður, að nefndin hefði látiS gera frumteikningu að einum skuttogara og væri aS láta frum teikna annan, en að öðru leyti var sjávarútvegsmálaráSh. ófáan legur til að skýra frá því, hvaS fvrirhugað væri í J>essum efnum. MeS því aS vísa togarakaupa- frumvarpinu til ríkisstjórnarinn- ar, þar á meSal lántökuheimild til skipakaupa, sýndu stjórnar- völd og stuðningsflokkar þeirra enn einu sinni að áhugi þeirra á endurnýjun togaraaflans er harla lítill. Hér er tvímælalaust um stór- mál að ræða. Ætli íslendingar að stunda i framtíSinni veiðar á djúpmiðum og afla fiskiSjuver- um nægilegs hráefnis, er óhjá- kvæmilegt aS koma upp togara- óhóflega lengi, til stórskaða fyr- ir íslenzkt atvinnulíf. MeS handabakavinubrögSum sínum og skilningsskorti á mikilvægi Jæssa atvinnuvegar hefur rílds- Svona veiSiskip J>óttu einu sinni mikil framför. — Seinna komu togarar — og skuttogarar þykja nú sjálf- sögS verkfæri — nema hér.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.