Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1968, Síða 1

Frjáls þjóð - 25.04.1968, Síða 1
VERÐUR GERT UT Á Sí LDVEIÐAR ? Alþingi sent heim án þess að reynt sé að leysa vandann Þegar Alþingi var sent lieim á dögunum, vegna þess að ráð- herrarnir voru orðnir málþola að komast út í lönd, skildi það við mörg veigamikil mál lítt leyst eða óleyst með öllu. Eitt hinna brýnni viðfangsefna, sem margir töldu víst að Alþingi íjallaði um áSur en því væri slitið, voru ráðstafanir til að tryggja eftir föngum að gert yrði út á síldveiðar í ár. Síldar- útgerSin er nú í fullkominni ó- vissu ,en vafalaust yrði þaS þjóS arbúinu meira áfall en það þyldi, ef ekki tekst aS veiSa BÁTAR í HÖFN síldina. Þótt yfir vofi, að enginn bátur hreyfi sig til síldveiða að öllu óbreyttu, er AÍþingi slitið án þess að það væri að ráSi fjalIaS um þetta stórfellda vandamál, því síSur að það tæki ákvarSanir um eitt eSa neitt, sem stuðlað gæti að lausn þess. Þegar mál liorfðu þannig viS, að fullkomin óvissa ríkti úm það, hvort útgerðarmenn treystu sér til aS gera út á síldveiðar vegna lélegs verðs á síld til bræSsIu og gífurlegs kostnaSar viS sókn á fjarlæg mið, þegar hæpið var að kleift reyndist aS fá sjómenn á skipin — undir slíkum kringumstæðum dettur ríkisstjórninni í hug að hægt sé skattleggja saltsíld stórlega umfram það, sem áður hefur ver iS gert. Um þetta fórust Gils Guðmundssyni þannig orS í út- varpsumræSunum síðastliSinn fimmtudag: „Horfurnar á komandi síldar- vertíS eru því miður ekki góðar. Hin stóru skip, sem þessar veið- ar stunda, hafa flest eða öll ver- ið rekin með stórtapi undan- Framhald á bls. 7. Hvenær opna nýju sundlaugarnar ? Oft hafa þau reynzt heldur haldlítil hin hástemmdu loforð borgarstjórnaríhaldsins í Reykja vík. Svo reyndist til dæmis lengi um loforð þess um nýtt og glæsi legt borgarsjúkrahús, sem enn er ekki tekiS til starfa að fullu. Með þaS hefur þó veriS flagg- aS fyrir 4—5 síðustu borgar- stjórnarkosningar sem höfuð- dæmið um umhyggju SjálfstæS ismanna fyrir heilsugæzlu Reyk '-•"idnsta. iNu, pegar vor er komið og sumar í nánd er ein spurning á- kaflega áleitin í huga unga fólks ins í Reykjavík og reyndar allra sundáhugamanna: Hvenær á að opna hinar nýju sundlaugar í Laugardal? Nú eru liðin tvö ár, hálft kjörtímabil, síðan kosning- ar fóru fram til borgarstjórnar Re)’kjavíkur. Þá, eins og oft áS- ur, var margt fallegt sagt og mörg loforS gefin. í hinni frægu bláu bók SjálfstæSismanna, sem út kom í maí 19fi6 eins og jafn- an fyrir slíkar kosningar, stóð þetta m. a.: „í sumar munu nýju sundlaug arnar í Laugardal leysa hinar gömlu af hólmi, sem starfað hafa óslitið frá 1907. Nýju laug- amar eru 50x18 m, aðallaugin, auk þess vaS- og kennslulaug, nokkrar setlaugar og gufubað. Yfirbyggt áhorfendasvæði er fyr ir 2000 gesti og verður það not- aS fyrir sólskýli. BorgarsjóSur hefur varið úmlega 25 milljón- um króna til sundlauganna, sem verða eitt myndarlegasta mann- virki sinnar tegundar á NorSur- löndum.“ Svo mörg voru þau orð. Og menn gátu líka séS það svart á hvítu, að hér skyldi ekki staðið við orðin tóm. Menn unnu MEÐAL EFNIS Hverjir mega teikna skip ? Sjá baksíðu Ný utanríkisstefna Sjá ritstjórnargrein bls. 3 Sérfræöingaþörf dreifbýlis Sjá bls. 4 Turn Hallgrímskirkju teygir sig nú stöðugt lengra til himins. Þaðan er þessi mynd tekin niður yfir kirkjuskipið og kórinn. Eins og af myndinni má sjá er mikils vant af vinnu og fé, áður en kirkjan verður fullgerð. En hvað sem um þessa byggingu má annars segja verður því ekki neitað, að hér hafa Reykvíkingar eignast betri útsýnisturn en áður var til. þarna dag og nótt við að leggja síðustu hönd á plóg og allt var þar á iði. íbúar borgarinnar, einkum austurhverfa hennar, hugðu sannarlega gott til glóSar innar, að komast innan skamms inn fyrir veggi þessa glæsilega mannvirkis í stað bárujárnsgirS- ingar gömlu lauganna frá 1907. Haldið var mikið mót í lauginni með pomp og pragt, margar ræS ur fluttar og margt fallegt sagt. HVAÐ SVO? Síðan hefur ekkert gerzt, eSa hvað? Tvö sumur hafa liSið, 1966 og 1967, án þess aS dyr hins mikla mannvirkis við Sund laugaveg hafi verið opnaSar al- menningi. Laugarnar frá 1907 hafa enn í tvö ár orðið að nægja. Og nú spyrja vondaufir Reyk- víkingar: Á sumariS 1968 einnig að líSa svo að við fáum ekki dif- iS fæti í nýju laugina, sem átti að opna sumariS 1966? Er það kannski ætlun Geirs Hallgríms sonar og félaga hans aS nota ó- breytta ofangreinda málsgrein úr bláu bókinni 1966 við útgáfu bláu bókarinnar 1970?

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.