Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 2
FRÁ LIÐNUM DÖGUM SKÁLDIÐ Á LEIRULÆK Vigfús Jónsson frá Leiru- læk á Mýrum, f. um 1648, d. 1728, er kunnastur undir nafn inu Leirulækjar-Fúsi. Hann var sonur séra Jóns Ormsson- ar a3 Kvennabrekku, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Kojn snemma.í Ijós, aS hann var vel viti borinn, gæddur ótvíræSri skáldgáfu, en ill- orSur og hrekkjóttur. Fjöl- kunnugur var hann talinn, og ganga af honum rnargar sög- ur, sem víða má finna í þjóS- sagnaritum. Fara hér á eftir nokkrar þeirra, einkum tengd ar lausavísum hans. Einn góðan veðurdag að sumri til, sat móðir Vigfúsar í baðstofuhúsi meS barn í hendi, og var það tökubarn eða niSursetningur. Vigfús var þar hjá móSur sinni, þá ungur aS aldri. Húsfreyja þurfti aS víkja sér eitthvaS frá og bað Vigfús að sitja með barnið á meðan, en hann mætti ekki hafa neitt ljótt um hönd yfir því. Vigfús tók við barninu, en móðir hans gekk burt. Þegar húsfreyja var komin fram fyrir bað- stofuhurSina, heyrði hún aS Vigfús var farinn aS kveSa eitthvaS við barnið. Hún nam staðar og hleraði til, hvað Vigfús væri að kveða, en það var þetta: Varaztu, þegar vits, færS gætt, til vonds ei le^ðu liendur, þaS er gjörvallt þjófaætt þaS sem aS þér stendur. Húsfreyja gekk inn aftur, rak Vigfúsi rökna löðrung og sagði aS hann ætti ekki að kveða svona ljótt við barnið. Svo fór hún fram aftur og hlustaði eftir, hvaS Vigfús tæki nú til bragSs. Heyrði hún, aS hann fór aftur aS kveSa við barnið, og var þaS þessi vísa: Faðir þinn var furðu hvinn, frændur margir bófar, ömmur báðar og afi þinn, allt voru þetta þjófar. Þegar húsfreyja heyrði þetta, hélt hún leiðar sinnar, því að hún þóttist viss um, að þaS væri árangurslaust aS vanda um orSbragS Vigfús- ar. Einhverju sinni var maður jarðaSur að Álftanesskirkju, bóndi einn þar úr sókninni. Ekkja hans var við greftrun- ina og tregaði hún mann sinn ákaflega. Fékkst hún ekki til þess að'vfara burt frá leiði hans. Vigfús var nærstaddur og heyrði á tal manna um vandkvæSi þetta. Hann sagS ist ekki trúa öðru en aS fá mætti ekkjuna burt frá leiS- inu, og báðu menn hann bless ÞEIR GÖMLU KVEÐA STÖ KU R Allur fugl úr eggi skríður ungur í fyrsta sinni, fær sitt eigi flug að síður, fer svo ætlan minni. Athuga þú, hváð ellin sé, ungdóms týndum fjöðrum, falls er von að fornu tré, fara mun þér sem öðrum. Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna; ráði guð fyrir oddi og egg, ekki rata ég núna. Leiðast tekur himinn og hauður, hagur bágur alla daga; andvana frá auð burt vendi. Undarlegt er stríð lífsstunda. Páll Vídalín. Eftir spánskan hrút Vinur ástkær, um veg farandi, vend hingað þínum sjónarbaug, berhöfðaður slík bein skoðandi, þótt bleik og skinin séu þaug. Auðmjúkur þessu líki lút! — Liggur hér krof af spönskum hrót. Hann var yppastur hér um slóðir hornrekenda, það játum vær, og af útlenzku borinn blóði, bauðst þó að lemba vorar ær, góðan fjárafla gerði þrátt, — gekk það allt til á spanskan hátt. Öll hans hreystiverk upp að rita ekki tekst mér í þetta sinn. Eitt vil ég þó, sem allir vita, umgetið hafa, kæri minn, sem er, að hann fékk saman skeytt sauða kynferði tvö í eitt. Loksins til fulls þó linna hlutu - lífsins kraftar og virðing hans, hverjum með andakt áður lutu yppurstu hrútar þessa lands. Út þeim síðasta anda blés. örþjáður horna-Móises. Jón Þorláksson. aðan aS hafa einhver ráð til þess. Vigfús gekk nú hægt og stillilega að leiðinu, kraup þar niður að fótalagi og fór aS þylja þar bænir sínar í hendur sér. Eftir litla stund fór grátekki konunnar að smá minnka. Kom henni til hug- ar, að Vigfús væri hiárta- betri en orð færi af, og fór hún að taka eftir, hvað hann væri að þylja. Vigfús skerpti róminn, og heyrSi konan nú gjörla að hann hafði vísu þessa yfir hvað eftir annað: Fjandinn hefur sótt hans sál, sem þeim flestum lógar. Hann er kominn í heljarbál og hefur þar píslir nógar. Þegar ekkjan heyrði þetta reiddist hún, hætti aS gráta, stökk upp frá leiSinu og gaf Vigfúsi utan undir um leiS. Að því búnu hélt hún til bæj- ar og hugði af harmi sínum, en Vigfús kom hlæjandi inn til manna og sagSi, að sig hefSi lengi grunað, að sér mundi takast að sefa sorg ekkjunnar í bráðina. Ekki ber mönnum saman um tildrög hinnar kunnu vísu sem hér fer á eftir. Allar heim ildir eigna vísuna Leirulækj- ar-Fúsa og telja hana bera vott um fjölkynngi hans. Hann hafi getað smogiS í jörS niSur! Eg sting mér niður og steypi af dás, stattu ei nærri, kona! Mér var ekki markaður bás meir en svona og svona. Leirulækjarfúsi og Sigurð- ur Gíslason Dalaskáld voru óvinir. SigurSur var talinn göldróttur eins og Fúsi. Sig- urður drukknaði á BreiSafirði 1688. Þá kvað Vigfús: SigurSur dauður datt í sjó, dysjaSur verSur aldrei, í illu skapi út af dó og í ramma galdri. -0- Fúsi var í brúðkaupi og orti þá fyrir hjónaskál: Brúðhjónabollinn berst áð höndum mér, í tískunni ég tolli og tala svo sém ber: Ávaxtist sem önd í mó eSa grásleppa í sjó. Hér á enda hnoðá ég ró, haldiS þið piltar við. Þessa vísu gerði Fúsi éinn- ig viS hjóhaskál: BrúShjónunum óska eg aS þau eti vel smér, fiskinn með feiknum rífi, flotinu ekki hlífi, ketið með kappi snæSi kvikindis-hjónin bæði. Einhverju sinni þegar Fúsi var við Álftaneskirkju komst hann að því, aS presturinn var beðinn að taka fólk til bænar og hafði látiS miSa meS nöfnum þess innan í handbókina. Þar eð Fúsi sat rétt viS altarið náði hann mið anum á meðan prestur sneri sér fram og tónaSi, en stakk öðrum miða með þessum hendingum á aftur inn í hand bókina: Nikulás langi meS hund í fangi; Halldór krakur, baulubakur; ValgerSur flæða, LambastaSa-læða; Imba pula, Valka gula, Kristín skita sem allt vildi vita; Gunna pysja, tíkin Ysja og Krunki. Leirulækjar-Fúsi hefur ver- ið gáfumaður að upplagi, enda má sjá aS hann hefur lagt stund á fornfræði, og er til eftir hann í 'handriti í Landsbókasafni skýring Ingl- ingatals. En hann varS snemma einrænn og undar- legur, eins og kveðskapur hans ber vott um. Bróðurson ur Vigfúsar var Árni Magnús son handritasafnari og forn- fræðingur. úr víðri veröld Flest löndin í S-Amer- íku eru víðfræg sökum hins mikla misréttis, sem þar hefur tíðkast í sambandi við efnalegt ástand hjá þegnunum, auk margs ann ars, er þykir lítt til fyrir- myndar í þokkalegu þjóð- félagi þó að ekki sé talað um fyrirmyndarríki eins og okkar! Ef þú drekur þrjá bolla af kaffi á dag, eyðir þú upp hæð, er svarar til þess, sem verkamenn á kaffiekrunum í Suður-Ameríku fá í laun fyrir störf sín. Meðalárs- laun landbúnaðarverka- 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. apríl 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.