Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 4
SÉRFRÆÐINGAÞÖRF EySing byggðar og vanda- mál þau, sem skapast í dreif- býli velferíSarþjóðfélags liafa nú lengi verið á dagskrá hér á landi. Og þrátt fyrir góðan vilja _ ráðandi manna, hefur furðu lítitS verið gert tíl að ráða bót á þessum vanda. Ein hlið þessa vandamáls,' sem komið hefur æ meira upp á síðustu árum, er skortur á langskólamenntuðum sér- fræðingum í dreifbýlinu. Þessi hlið er alvarleg að því leyti, að hún snýr ekki aðeins að svokölluðum útkjálkasveit um, heldur stórum og fjöl- byggðum héruðum með stór- um kaupstöðum. Hér virSist vera á ferðinni vandi, sem ekki verSur leystur með ein um saman handahófskennd- um Iaunauppbótum, og mun vænlegra að snúa sér þegar í staS aS orsökum hans, áður en sérfræðingaskorturinn nær að hafa veruleg áhrif í byggðaþróun landsins. KOSTIR DREIFBÝLIS Að undanförnu hefur oft veriS kvartað undan skorti á læknum, kennurum og lög- fræðingum út um allt land, og nokkrir menn hafa kveðið sér hljóSs opinberlega og reynt að grafast fyrir rætur meinsins. Umræður um þetta mál hafa þó aldrei orSiS stöð ugar og gætt hefur allt of mikillar tilhneigingar til að einangra vandamál einstakra starfsstétta. Þannig hefur Jæknskorturinn verið ræddur talsvert, þótt ekki sjáist mikill árangur af því enn. Einstaka menn hafa reynt að taka þessi mál fyrir á breiSari grundvelli. Mér er til dæmis í minni, aS Jónas Ámason alþingismaður tók þau til umræðu í vetur á þann hátt, sem vel virtist fall inn til að vekja athygli á þeim, og benti á þá kosti, sem hinar minni og dreifSari byggðir hafa fram yfir þétt- býlið í kringum Seltjarnames. Slíkar raddir kunnugra manna ber að þakka og virSa; sjálfsagt stafar sérfræS ingaskortur dreifbýlisins að miklu leyti af ókunnugleika og fordómum. Ætti að halda áfram því starfi að kynna skólafólki þaS líf, sem hægt er aS bjóða því úti á landi. Jafnframt ber auðvitað aS bæta hlutfallslega aðstöðu manna í byggðum, þar sem skortur er á starfskröftum. ÓJÖFN KEPPNI Enda þótt þetta verSi gert, er hætt viS að það eigi langt í land, að keppni Reykjavík- ursvæSisins og annarra lands hluta um sérfræðinga verSi jafn leikur. Þörf dreiPoýlisins aS þessu leyti verður tæpast fullnægt í náinni framtíð, nema markaðurinn á Reykja- víkursvæðinu verði fullur. Ýrrfsir munu eiga erfitt meS að sætta sig við þessa staSreynd, og einhver kann að draga af henni þá álykt- un, aS ReykjavíkursvæSið hljóti alltaf að sitja aS úrvali sérfræðinganna. En það má DREIFBÝLIS vera huggun, að stöðuveiting ar opinberra aðila fara að ó- verulégu leyti eftir hæfni um sækjenda. Þar hafa réttur flokkslitur og góS persónu- sambönd miklu meira gildi. Dreifbýlismenn ættu því aS geta sætt sig við það sem bráSabirgSaráS, að hljóta þá sérfræðinga, sem ekki rúmast í Stórreykjavík, séu þeir nægi lega margir. Að sjálfsögðu er alltaf til talsvert af vel menntuðum og hæfum mönnum, sem taka önnur héruð fram yfir Reykja vík, en í fleiri tilvikum gildir hið gagnstæSa. VerSur þvi varla snúið vifl í fljótu bragði, enda hljóta menn einnig aS viSurkenna sérfræSingaþörf Reykjavíkursvæðisins. VANDAMÁLIÐ í SKÓLUNUM Séu þessi sjónarmið viður- kennd, er augljóst, að sér- fræðingaskortur dreifbýlisins verSur ekki bættur meS öðru en því að mennta fleiri sér- fræðinga. í sumum greinum, eins og verkfræði og læknis- fræSi. kann þaS aS þykja til lítils, þar sem sérfræðingar okkar ganga í stórum stíl inn á markað milljónaþjóða. í öðrum greinum. eins og lög- fræði og skólakennslugrein- um, fer jafnan mikill hluti sérfræðinga út í störf utan sérgreinar sinnar, einkum verzlunarstörf margs konar. Fyrir þessa leka verSur varla nokkru sinni sett aS fullu, þótt vafalaust megi draga eitt hvað úr þeim. En við verð- um aS gera ráS fyrir, aS auk- in framleiðsla í þessum starfs stéttum hljóti að leiða til auk innar eftirspurnar eftir vinnu í störfum þeirra hér á landi. Þeir sem vilja bæta úr sér- fræðingaskorti dreifbýlisins, hljóta því að beina athygli sinni að menntastofnunum þjóSarinnar, menntaskólum, kennaraskólum og háskóla, og hugleiSa ráð til að auka framleiðslu þeirra. FLEIRI MENNTASKÓLA? Tillögur um fjölgun mennta skóla, sem uppi hafa veriS aS undanförnu, eru sjálfsagt aS nokkru af þessu sjónar- miði sprottnar, þótt þær hafi meir verið studdar öðrum og skammsýnni rökum. En þar má sannarlega fara varlega. Þeir menntaskólar, sem við höfum nú, virðast vera á mörkum þess að mennta sitt fólk nægilega vel til þess aS það ráði viS háskólanám. Varla er von til að nýir menntaskólar, enn minni og enn verr* búnir aS kennslu- kröftum, myndu rækja sitt verk betur. Stofnun fleiri menntaskóla virSist of stórt spor i bili, a. m. k. meSan ekki breytist mat ráðuneyta á því, hvers menntaskóli þarf með. Vonandi þurfa þó ekki að líða mörg ár, þar til tímabært verður að ræSa um fjölgun menntaskóla. En þar til þaS getur orðið, má snúa sér að öSru brýnu verkefni, sem kann aS gera lausn hins síS- ara léttari, þegar þar að kemur. HÁSKÓLINN HEFUR BRUGÐIZT Þetta nærtækasta verkefni þeirra, sem vilja bæta úr sér- fræðingaskorti dreifbýlisins, er vöxtur og framleiðsluaukn- ing Háskóla íslands. Þótt stúdentafjöldi sé hér hlutfalls lega nokkru minni en í flest- um nágrannalöndum okkar, eru tæpast rök til að ætla annaS en hann gæti nægt til að fullnægja sérfræðinga- þörfinni nökkurn veginn í bili, ef stúdentarnir nýttust sæmilega sem efni í háskóla- menntaSa sérfræðinga. En meðan afföllin í háskólanámi minka ekki verulega, verður hér alltaf alvarlegur sérfræS- ingaskortur, sem kemur fyrst og þyngst niSur á strjálbyggS ustu héruðunum. Vafalaust má gera fjöl- margt til að draga úr þessum miklu afföllum. Má þar nefna betri menntaskóla (fremur en fleiri), bætta fé- lagslega aðstöðu stúdenta meiri fjárhagsaSstoð til náms, meiri athygli almennings og strangari gagnrýni á allri starfsemi háskólans, starfi kennara jafnt sem nemenda. Fleira myndi sjálfsagt koma í Ijós við könnun á námsafföll- um á‘háskólastiginu. Allt eru þetta viðamikil málefni, sem ekki er tóm til aS ræða frekar að sinni. En Ijóst ætti aS vera, aS þeir sem vilja vinna aS því að leysa sérfræðingaþörf dreif- býlisins, ættu að beina at- hygli sinni að þeirri stofríun, sem ætlaS er að framleiða sérfræðingana, en hefur brugðizt því hlutverki, Há- skóla íslands. Gunnar Karlsson. Nú geta menn speglað sig Nú hefur „Spegillinn“ litiS dagsins ljós á ný. Vafalaust munu flestir fagna þeim gesti, þótt hann komi óþyrmilega viS sumra kaun. ViS leyfum okkur að taka hér upp ávarp hinna nýju ráSamanna blaðsins til les- enda: \ AVARP TIL LESENDA „Þrátt fyrir blesun gengis- 4 falls og nú síhækkandi lýsis- verðs, teljum vér að þjóðin geti alls ekki án Spegils veriS. En þó að loforðasmíð sé ein af megin iSngreinum nú- , tímaþjóSfélags, og fullyrðing ar fari enn vel í munni siS- vædds borgara, þorum vér ekki, ný ritstjórn, að ganga lengra en: Spegillinn er ekki óháS blað — hann er háð- blað. ÞarafleiSandi styður hann ríkisstjórnina. Vér erum sem sé fullir af ábyrgðartil- finningu eins og raunar meiri hluti þjóðarinnar aS meðtöld um betri parti verkalýSsfor- ystunnar og tjáum oss reiSu- búna til að taka á oss auknar byrðar til að minnka vaxandi stundrerfiSleika atvinnuveg- anna. En þar á ofan kann að reynast praktískt aS láta stjórnina njóta sannmælis, því að vér þykjumst hafa tekið eftir því, að b'löS, sem það gera, séu mun betur búin aug lýsingum og ekki ber aS van- meta þá hliS. Nefnilega, við endurhönnun þessa fvrirtæk- is hefur oss skilizt, að heppi- legra væri, að þaS bæri sig svona til að byrja með. Hitt má svo hafa neSanmáls í bók 'haldinu að leita á náðir þess opinbera, ef að því kæmi aS rekstrargrundvöllurinn guf- aði upp, og einmitt meS það fyrir augum munum vér hiS bráðasta æskja upptöku í SölumiSstöð hraðfrystihús- anna. Hvað viSkemur almennu gengi voru eigum vér allt undir þjóðinni eins og aðrir frambjóSendur. Verði dauft í sveitum má búast við, aS það verki á oss og öfugt. Og vér leynum ekki, aS vissar blikur eru á lofti: Þegar aðrir eins öðlingar og Magnús Anti bal og Pétur Albróðir taka höndum saman um aS hnekkja kristni í landinu, þeg ar Einar Olgeirsson er send- ur vestur á þing S.Þ. og Æsku lýSsfvIkingunni helzt uppi að brenna kæran forseta, þá ligg ur við, að vér tökum oss í munn, það sem Sókrates sagSi: „EitthvaS er rotið í ríki Dana“ (og Helgi Sæm endurtók við kosninguna í MenntamálaráSi). Og þegar við það bætist, að ungtemnl- urum fjölgar í réttu hlutfalli viS dvinandi aðsókn aS Frjáls þjóð - Kvíabryggju, og enginn Jör- gensen hefur haslað sér völl í meira en heilt ár (svo að minnst sé á fátt eitt), þá mynd um vér álykta, að um 30% skotspónafall og mætti því virða oss til vorkunnar, þótt vér séum ekki eins brynjaSir eldmóSi eins og með þyrfti. En vér stólum á voriS eins og fleiri. Þá kemur krían. Þá kemur Gunnar orðinn doktor í meiðyrðum. Og hvaS gerist á fyrsta Hádegi þjóðarsálar- innar? Fari og svo aS Sverrir Júl. verði kosinn heiðursfor- maður Sjávarútvegssýningar- innar, sem allar líkur benda til, þá er velt af okkur þungu hlassi. Og hver veit, nema ó- v væntir atburðir vegi upp á móti vettlingatakaleysi utan- ríkisráSherrans. Svo kveðjum vér meS ósk um, aS Hagdraumur yðar ræti.st.“ ☆ Fimmtudagur 25. apríl 1968 1

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.