Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 25.04.1968, Blaðsíða 7
 :* C , ■ "í !'■:.. beiur Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. apríl 1968 fært að greiða sjómÖnnum svo rífleg laun, að sjómennska sé eftirsótt starf. KjaraskerSing þeirra, sem erfiðustu og áhættu mestu framleiðslustörfin vinna, er ekki lausn á neinum vanda, hún er ranglæti og hún er heimska." Ur víðri veröld Framhald ai bls. 3. skipta landinu er lífsnauð- syn í Suður-Ameríku, þar sem flestar jarðir þar hafa annað hvort verið alltof stórar eða of smáar til þes6 að hægt væri að hagnýta landið í heild með eðlileg- um hætti. Stóreigendur, sem hafa getað lifað góðu Iifi, með því að nýta aðeins hluta af landi sínu, hafa ekki haft áhuga fyrir að auka ný- rækt. Bændur, sem hafa haft til umráða lítið af rækt uðu landi, hafa efcki haft efni á að kaupa vélar og til að auka ræktunina. Stór- eignaaðallinn hefur víða sterk tök og reynir á alla lund að koma í veg fyrir umbætur á þessu sviði. Verður gert út? Framh. af bls. 1. farna mánuði. Frá áramótum og fram undir síðustu daga að minnsta kosti mun það alger undantekning, sé þaS ekki ó- þekkt með öllu, að nokkurt þess ara skipa hafi fiskað fyrir trygg- ingu, sem kallað er. Aflahlutur- inn er hvarvetna lægri en kaup- trygging skipverja, og er hún þó ekki nema 12 þús. kr. á mánutSi. Af þessum 12 þús. kr. fara 4—5 þús. kr. i fæði. Nú er almennt búist við því, að sækja verði síld ina á fjarlæg mið í ár, ekki síSur en var í fyrra. VitaS er, að verS á bræðslusíldarafurðum er enn lágt og óvíst, hvort það hækk- ar að sinni. Hins vegar hafa menn gert sér vonir um sæmi- lega hagstætt verS fyrir salt- síld. Skiptir því miklu máli, að okkur takist að afla hennar og halda þar meS þeim góðu mcrk uSum, sem við höfum haft fyrir þessa vöru. Helzt voru því vonir um, aS saltsíldarverðiS stæði upp úr og freistaði bæSi sjó- manna og útvegsmanna til að búa sig undir síldveiðar, þótt við æma erfiðleika sé að etja, ef sækja þarf síldina óraleiS norð- austur í haf. En hér má vissu- lega ekkert út af bera, ef kleift á aS reynast að fá mannskap á skipin og gera þau út. Jafnframt er vitaS, að norskir útgerSar- menn búa sig undir þaS, að hag nýta aðstöðumuninn, ef síldin verður í nánd við Norður-Noreg, og stórauka saltsíldarframleiðslu sína. ViS þessar aðstæSur dettur ríkisstjórninni þaS í hug, að hækka stórlega útflutningsgjöld af ýmsum sjávarafurSum, og þá alveg sérstaklega á saltsíld. Þó var slíkt útflutningsgjald hærra en þekkist með nokkurri fisk- veiSiþjóð, sem mér er kunnugt. En samkvæmt frumvarpi sem nú er verið að gera að lögum, á að taka af saltsíldinni nokkra millj- ónatugi til viðbótar. Þetta fé skal tekiS af óskiptu, áður en sjómenn fá reiknaSan sinn afla- hlut. Þar að auki tekur síldar- útvegsnefnd 2 % skatt af óskiptu saltsíldarverSi; til aflatrygging- arsjóSs og síldarleitarskips renn ur einnig nokkuð. Alls em það því um 14 %, sem nú á aS taka Ljósboginn Hverfisgötu 50 Viðgerðii á bfladýnamóum og störturum. Vinding á ral mótoram. Eigum fvrirligg] gerðir bifreiða. Vönduð vinna lágt verð- Súru 19811 Ljósboginn Hverfispötu Vi í útflutningsgjöldum ýmiss kon- ar af saltsíldinni. Hér er senni- lega um að ræða töluvert yfir 200 kr. útflutningsgiald af hverri síldartunnu. Á sama' tíma er mér tjáð, að Norðmenn greiði fram- leiSslustyrk sem nemur um 240 ísl. kr. á hverja saltsíldartunnu. SíSan eiga íslendingar að keppa viS NorSmenn um síldarmark- aðina. Þetta stórhækkaða útflútnings gjald raskar aS sjálfsögðu þeim grundvelli, sem hlutaskiptasamn ingar sjómanna og útgerðar- manna byggjast á. Flestir útgerð armenn hafa gert sér þau sann- indi ljós, að þeir geta ekki byggt rekstrargrundvöll útgerðarinnar á aukinni kjaraskerðingu sjó-; manna. En ríkisstjórninni virSist þetta hulið. Sannleikurinn er þó sá, aS sjómenn hafa þegar orSiS fyrir svo alvarlegri kjaraskerðingu, vegna Jækkandi verðlags, að á hana er ekki bætandi, sízt verS- ur það útgerðinni til hagsbóta, að hér sé enn vegið í sama kné- runn. Góðan hag útgerSar er ekki hægt að byggja á lágu kaupi sjómanna. UtgerSin þarf þvert á móti aS búa viS rekstr- argrundvöll, sem gerir henni

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.