Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1968 — 13. TÖLUBLAÐ — 17. ÁRG. Þegnskylduvinna unglinga Nú þegar skólum lýkur inn an skamms mun blasa við aug um okkar vandamál, sem við höfum ekki þurfi að ráði að horfast í augu við á undan- förnum árum. Það er atvinnu- leysi unglinga. Að óbreyttu ástandi má búast við því að þorri þeirra unglinga, sem nú sitja á skólabekk, fái enga vinnu á komandi sumri. Þetta er ákaflega alvarlegt, bæði fyrir unglingana sjál'fa og fjölskyldur þeirra svo og fyr- ir þjóðfélagið í heild. Á und- anförnum áratugum má telja það nær undantekningalausa reglu að unglingar hafi unn- ið á sumrum og þannig getað létt undir með foreldrum sín- um við að standa straum af námskostnaði. Má hiklaust fullyrða, að margur hefði ekki getað notið framhaldsmennt- unar án sumarvinnu. Hætt er við, að erfitt verði hjá mörg- um foreldrum, sem bæði verða að mæta almennri tekju rýrnun og atvinnuleysi barna sinna. í sambandi við yfirvofandi atvinnuleysi unglinga hefur að undanförnu æ oftar verið rætt um svokallaða þegnskyldu- vinnu þeirra. M. a. flutti Jón- aS Pétursson tillögu á Alþingi um skipun nefndar til athug- unar á þessu máli. Var í til- lögu hans rætt um þegnskyldu vinnu unglinga á 14—18 ára aldri. Hér fyrr á árum mun hug- myndinni um þegnskyldu- vinnu hafa verið fálega tekið af flestum enda varð ekkert úr að til bennar kæmi. Hins vegar verður að telja, að að- stæður séu nú nokkuð aðrar og alls ekki fráleitt að ímynda sér að þegnskylduvinna ung- Framh. á bls. 7. 1. maí Eni 1. maí hátíðahöldin ein- ungis haLdið að gömlum vana? Um þetta er m. a. fjallað í leiðara blaðsins. * Fjarlægðin og formúlan eftir Sigurð A. Magnússon Sjá bls. 4 Bridgeþáttur Sjá bls. 5 Sögubrot um auð og örbirgð Sjá bls. 2 Markaðskönnun vanrækt Fátt er okkur íslendingum nauSsynlegra en öflug kynn ing erlendis á útflutningsaf- urðum okkar og sífelld leit að nýjum mörkuðum. Því sætir það furðu, hve sinnu- lausir við höfum veriS á þessu sviSi. VitatS er, að atSr- ar þjóSir leggja á það mikið kapp að mennta fólk einmitt til slíkra starfa og telja því fé vel varið, sem í það fer. Hér virðist ríkisvaldið lítið sem ekkert gera í þessum málum og því er öflun mark- aða hér mjög í molum og til- viljunum háS. Það er einnig ákaflega einkennilegt, aS sendirátS íslands erlendis skuli ekki nýtt meir á þessu svitSi -en raun ber vitni um. Ætti það reyndar að vera þeirra höfuSverk, að vinna að kynningu og útbreiSslu ís lenzkra afurða erlendis og menntun starfsfólksins að vera í samrasmi við það. ís- lendingur sem búsetfur hafSi veriS lengi á Spáni og starf- aSi þar aS fisksölumálum, sagSi í blaðaviðtali eigi fyrir löngu, að þaS hryggði sig að sjá aldrei neina unga íslend- inga koma til Spánar til kynn ingar á íslenzkum fiski, en hins vegar sendu Norðmenn t. d. marga slíka og myndu þeir bera af því ríkulegan ávöxt. Við íslendingar vitum það, aS heimurinn þarfnast mat- væla. í mjög ríkum mæli og því ættum viS sízt af öllu a<S þurfa acS óttast skort á mörk- noum. En þessir markaðir vinnast ekki af sjálfu sér. ViS þurfum sjálfir að hafa frum- kvæði og kynna vörur pkkar og þá fyrst getum viS vænzt árangurs. Sú aðferð að bíða eftir kaupendum, sem hingaS til virSist mjög hafa tíðkazt, leiSir einungis til stöðnunar og minnkandi markaða. UMFERDAHNCTUR HNÍTTUR Á HVERFISGÖTU Reykvíkingar kannast við, | að nú hefur verið tekið til að i breikka Hverfisgötu austan | Snorrabrautar. Er ástæðan sú j að þessi hluti götunnar á að hafa tvístefnuakstur eftir um- ferðarbreytinguna 26. maí Um férðin, sem kemur austan Suð urlandsbraut og Laugaveg, á að fara á hægri brún Hverf- is?ötu niður á Snorrabraut. Þar á hún að beygja eftir Snorrabrautinni inn á Lauga- veg. | Allir, sem til þekkja, hljóta að sjá, hve fáránlegt þetta er. öll umferð, sem fer niður í miðbæinn um Laugaveg, verð ur að skera umferðina út úr miðbænum, sem fer austur Hverfisgötu. Þeir, sem þekkja til, vita ennfremur, að ekki hefur veitt af þeim göíum, sem til eru, til að flytja um- ferðina til miðbæjarins og frá honum. Þetta hlýtur enn að versna stórlega, þegar þess- ar tvær miklu umferðaræðar, sem legið hafa um Iiaugaveg og Hverfisgötu, verða að sker- ast. i % KaupmannaveMi Ekki stafar þetta af þvi, að hægri umferð þurfi að vera svona miklu klúðurslegri en! vinstri umferð. Ef skipt væri um akstursstefnu á Hverfis-j götu og Laugavegi, félli allt í j 1 júfa löð. Var raunar yfirleitt i reiknað með í fyrstu, að svo j yrði gert. j En svo er sagt, að nokkrir! kaupmenn við Laugaveg hafi tekið að óttast, að fólk hætti að nema staðar við verzlanir þeirra, ef það kæmi ekki að þeim fyrr en á leiðinni úr mið bænum. Allir' myndu stanza við verzlanirnar við Hverfis- gotu á leiðinni í miðbæinn. Og með því að kaupmenn við Laugaveg voru stórum fleiri J og ríkari en kaupmenn við j HverfisgötU; þótti sjálfsagt að j láta að vilja þeirra, hversu | mikinn ógreiða sem það ger ir umferðinni í Reykjavík. 0 Dýrt spaug. Raunar er vandséð, hvort þessi fráleita tilhögun verður kaupmönnum við Laugaveg til góðs, þegar fram i sækir. Allt eins má búast við, að þetta verði til þess að beina verzl- un mikið út úr miðbænum. Þegar er auðvelt að fá flesta veralunarvöru keypta austan Snorrabrautar, og er oft ekki af öðru en vana, að fólk fer niður í miðbæ til að verzla. Sú venja getur lagzt af áður en varir, ef sífellt verður erf- iðara að komast leiðar sinnar um miðbæinn. En senniiega verður gripið til einhverra milljónaráðstaf- ana til þess að tryggja kaup- mönnum við Laugaveg af- . komu, og þá verða það enn sem fyrr útsvarsgreiðendur í Reykjavík — þeir sem verða að gefa tekjur sínar upp til skatts — sem fá að borga þetta dýra spaug. . ¦i-JAi'iV.vJi'j.-J'

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.