Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Page 2

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Page 2
FRÁ LIÐNUM DÖGUM um auð og örbirgð Sögubrot Á fyrri hluta 18. aldar var sýslumaður í Rangárþingi Brynjólfur Thorlacius á HlíS arenda. Hann var maður ætt- stór, sonur ÞórSar biskups. Þorlákssonar og konu hans Guðríðar Gísladóttur sýslu- manns aS Hlíðarenda í Fljóts hhS Magnússonar. Brynjólf- ur sýslumaður var búmaður góður og auSugur, enda erfSi hann mikið fé eftir for- eldra sína og fékk auS með konum sínum, en hann var tvíkvæntur. SíSari kona Brynjólfs sýslumanns var Jór unn Skúladóttir prests á Grenjaðarstað Þorlákssonar. Sonur þeirra var Jón Thorla- cius, sem hér verður nokkuS frá sagt. Jón Thorlacius er fæddur á HlíSarenda um 1720. Svo virðist, sem hann hafi notið rpikils eftirlætis í foreldrahús um. Bar snemma á góSum gáfum hans, en léttúðarfull- ur þótti hann og ófyrirleitinn í meira lagi, hrokafullur og eýðslusamur. Þó er þess get- iS, að hjartagóSur væri hann og gjafmildur viS fátæka menn og umkomulausa. Jón var sendur í Skálholtsskóla og gekk þar allt skipulega fyrir honum. Fékk hann góð- an vitnisburð þaSan og hélt til háskólans í Kaupmanna- höfn, þar sem hann skyldi nema lögvísi. Gekk honum þar vel fyrst, en brátt sló hann sér lausum, tók að drekka, og námiS fór út um þúfur. Árið 1747, eftir fimm ára dvöl í Kaupmannahöfn, kom Jón heim próflaus. Ekki munu foreldrar hans hafa vit að þaS í fyrstu, hversu lítið hafði orSið úr náminu ytra. NokkuS var þaS, að þau tóku í móti honum meS svo mikilli viðhöfn, að meS eindæmum var talið. Segir sagan, að þá, er hann kom úr Hafnarvist- inni, hafi rautt klæSi verið breitt á gangstíginn fyrir hann þaðan sem hann fór af baki og heim aS bæjardyr- unum. Meðan Jón var við háskóla- nám, nafSi hann einu sinni komiS heim og dvaliS meS foreldrum sínum sumarlangt. Þar var þá ung stúlka, Þór- unn, dóttir Halldórs Brynj- ólfssonar biskups á Hólum. Felldu þau Jón hugi saman. Nú hafði það gerzt, áður en Jón kom frá Kaupmannahöfn í síðara skiptið, aS foreldrar hans sendu Þórunni norður til Hóla. HöfSu þau orðið vör viS samdrátt þeirra. en líkaSi ekki stúlkan handa Jóni, þótti hún æriS léttúSar- full, eyðslusöm og ekkert bú- konuefni. Jón saknaði vinar í stað, er Þórunn var farin. Kom þar brátt, aS hann kvaðst þurfa að bregða sér norður í land. Föður hans grunaSi, hvaS undir byggi. SkrifaSi hann Halldóri bisk- upi bréf meS Jóni, þess efn- is, aS hann bað biskup að gifta Jóni ekki Þórunni, þótt hann bæði hennar. Jón fór í bréfiS á leiðinni, eyðilagði það, skrifaði annaS og stældi hönd föSur síns. ÞaS var þes? efnis, aS ef Jón bæði Þórunn- ar, vænti hann, að biskup vís- aSi honum ekki frá. Svo baS Jón Þórunnar, og var þar eng in mótstaða. Giftust þau á Hólum og fóru svo suður að HlíSarenda. Þórunn reiS á undan í hlaðið. Hjónin voru komin út. Hún kastaSi á þau kveSju af hestbaki: „Sælir', faðir góSur, sælar móðir góð, hérna er hringurinn, og viS erum gift“. Er auðsætt, að Þórunn hefur vitað hug þeirra og viIjaS sýna þeim ó- sigur þeirra sem átakanlegast. Jón fékk Kirkjubæjarklaust ursumboS, en varð að sleppa því aftur vegna drykkjuskap- aróreglu. SíSan bjó hann á BarkarstöSum í fáein ár, en keypti því næst Stóra-Núp og bjó þar lengi. Fátt er sagt af búskap hans, en því meira af drykkjuskapnum. Er sagt, að Þórunn hafi drukkið engu síSur en bóndi hennar. Það vildi Jón þó ekki, og eitt sinn, er, brennivínskvartil kom úr kaupstaS, fór Jón með það upp á stofuloft, læsti síðan loftinu og kvartilinu. En Þór unni varS ekki ráðfátt. Hún vissi, hvar á loftinu kvartilið var, tók nafar og boraSi upp um loftiS og botn kvartilsins. BrennivíniS bunaði niður, en hún setti ílát undir bununa. Síðan fór hún meS brenni- vínið inn í búr og drakk að vild sinni. En Jón greip í tómt, er hann ætlaSi að fá sér hressingu úr kvartilinu. Jón Thorlacius var skytta góð, lá oft í skothúsum og drap marga refi. Seldi hann skinn þeirra. Þórunn átti góS- an rokk. Eitthvert sinn, er þau hjón voru bæði drukkin, sló í ertingar milli þeirra. Braut Jón þá rokk Þórunnar til aS skaprauna henni. Hún hafSi engin orð, en fór út í skemmu og skar skottin af öllum refaskinnum, er Jón átti þá. Þótti Jóni það ekki betra en henni rokkbrotiS. Má af þessu ráSa, að um- hyggjuse'mi þeirra fyrir heim- ilinu var ekki mikil, enda gekk auðurinn óðum til þurrð ar. Jón seldi jarSir sínar hverja eftir aðra, og sá litla staSi andvirðisins. Þótti mönn um stundum, sem eigi væri sjálfrátt um eySsluna. Eitt sinn, er Jón reið yfir Nauta- vaS, kastaði hann fjórum spesíum í ána og sagSi: „Eng inn víkur þér neinu, vesaling- ur“. Þá er Jón seldi Grundar- torfuna í Eyjafirði, sendi kaupandi honum forsiglaSan sjóvettling fullan upp að þumlum af spesíum. Jón var drukkinn, er hann tók við, hvolfdi úr vettlingnum á stofuborðiS, setti hnefann í hrúguna og bað það allt fara til andskotans. Spesíurnar hrutu um gólfiS og mátti heimafólk hirSa peningana. Hafði hver sem náði og sló eign sinni á, því Jón vildi ekki heyra þá peninga nefnda framar. Einu sinni visiteraSi Hann es biskup Finnsson Stóra- Núpskirkju. Fann hann þá í kirkjubókinni auSa opnu, sem hlaupið hafSi verið yfir af vangá. í hina auðu opnu ritaSi biskup þessi orð: „Állt, sem í þessa oþnu er skrifað, skal vera ógilt og ómerki- legt.“ Þá er biskup hafði lagt frá sér pennann, tók Jón hann og ritaSi neSanundir: „Guð veri sálu herra biskupsins Hannesar Finnssonar náðug- ur á síSasta degi“! Sagt er, aS biskupi hafi mislíkað, en látiS þó, sem hann vissi ekki. Þar kom, að Jón hafði selt allar jarðeignir sínar nema Stóra-Núp. En búfé hans stráféll veturinn 1784, næst- an eftir Skaftárelda. Var Jón þá einnig kominn í skuld viS kirkjuna og missti jörðina al- gerlega upp í skuldina. Flutt- ist Jón síðan að RauSárhól í Stokkseyrarhverfi og bjó þar nokkur ár. viS örbirgð mikla. Þá var, þaS eitt sinn, er Hreppamenn nokkrir fóru heimleiðis úr Eyrarbakka- kaupstað, að þeir mættu Jóni nálægt Hraunsá. Var hann gangandi og illa klæddur og hélt á tinfati í hendi. Hann veifaði tinfatinu til þeirra og sagði: „Nú er allur Hlíðar- endaauSurinn farinn til and- skotans nema þetta/og skal það fara líka.“ Þá var Jón þó alveg hættur aS drekka. Tin- fatið ætlaði hann að selja fyr ir bjargræSi, og var nú á leiS til kaupstaðar meS þaS. Síðustu árin var Jón til heimilis í Árkvörn í Fljófs- hlíð hjá Þóru dóttur sinni og Jóni Einarssyni manni henn- ar. Árlega fór hann til altaris að Stóra-Núpi. 1 einni þeirri ferS veiktist hann af lungna- bólgu og andaðist, rúmlega áttræSur. Hann var jarðsett- ur á Stóra-Núpi. Þórunn kona hans varð háöldruð. Hún and aSist 1813, á 88. aldursárl. ★ ÞEIR GÖMLU KVEÐA Brot úr ljóSabréfi til Guðlaugar á Hrafnagilá. Höfðingsjónfrú heiðursverð og harla fögur, mátulega mittisdigur, menntasvanni prýðilegur. Pára vil ég prófastsdóttur pistil smáan, þó í tómi naumu, nýjan, nema Ijóðin vantar í hann. Uppbyrjaðan ársins hring og alla tíma kristilegur blíðu blómi bliki á yðar jómfrúdómi. ’ Bið ég að hann bevarist í bezta friði tíð um næstu tólf mánaða, taki vöxt, en engan skaða. Virðið þetta bragarblað sem biðils væri, á mjúku brjósti látið lúra og lesið það á milli dúra. Allra síðast óska ég það yður dreymi, að við bæði sofum saman, sætt fremjandi hjónagaman. Jón Þorláksson. Merkískvenmaður Skáldið var tóbakslaust, Sigga bæfti úr því, hafði raunar gert sams konar góðverk áður. Nærirðu á mér nefið enn, hálaskorðin dygga. Mikill djöfuls merkis kven- maður ertu Sigga! Páll skáldi. Ó V I S S A Umtalsmátin eru hvurt úr mér sálin dæmist, og hverjir Pálinn bera burt, þá banaskálin tæmist. Páll skáldi. \ 1 l 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 9. maí 1968.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.