Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 4
FJARLÆGÐIN OG FORMÚLAN Ræða Sigurðar A. Magnússonar, flutt á fundi Víetnam- nefndar að Hótel Borg 1. maí Góðir áheyrendur! Okkur hefur verið sagt, að Bandaríkjamenn heyi styrjöldina í Víetnam til að stemma stigu við útþenslu heimskommúnismans. Hefur nqkkuð á seinni árum stuðlað jafneindregið að uppgangi kömmúnism- ans og samúð með málstað hans víða um heim og ein- mitt stríðið í Víetnam? Okkur hefur verið sagt, að Bandaríkjamenn heyi stríðið í Víetnam til að verja frelsi og lýðræði. Hefur nokkuð fremur orðið til að veikja tiltrú alls þorra mannkyns til þessara hugtaka en einmitt stríðið í Víetnam? Okkur hefur verið sagt, að Bandaríkjamenn heyi styrjöldina í Víetnam til að varðveita það traust sem aðrar þjóðir beri til þeirra. Hefur nokkuð fremur orðið til að grafa undan trausti manna á Banda- ríkjunum — einnig trausti vina þeirra og bandamanna — en einmitt stríðið í Víet- nam? Okkur hefur verið sagt, að Bandaríkjamenn heyi styrjöldina í Víetnam til að hefta útþenslu Kína- veldis. Hefur nokkuð fremur orðið til að veikja Víetnam en einmitt stríðið þar? Og þó hafa Víetnamar í þús- und ár barizt gegn ásælni Kínverja og verið þeim hinn óþægasti ljár í þúfu og eru enn. Okkur hefur verið sagt að Bandaríkjamenn heyi styrjöldina í Víetnam til að hjálpa þeim Víetnöm- um sem kosið hafa að eiga samleið með þeim. Samt leggja Bandaríkja- menn fremur borgir og þorp í Suður-Víetnam í rúst en láta þau falla í hendur Þjóðfrelsisfylking- arinnar. Okkur hefur verið sagt, að Bandaríkjamenn heyi styrjöldina ' í Víetnam vegna þess að þeir vilji axla sinn hluta af ábyrgð héífnsmálanna og geti ekki lifað í tómrúmi. Hefur nokkuð fremur stuðlað að einangrun Bandaríkjamanna í heimi samtímans en einmitt stríðið í Víetnam? Þó er það sem hér var talið hreint ekki það versta. Það varðar í rauninni fyrst og fremst rangar upplýsing ar, óraunsæi, þröngsýni, barnaskap misviturra valda manna. Það allra versta er, að hefði verið hægt* að tryggja það fullkomlega að Bandaríkin næðu þeim markmiðum sem þau settu sér í Víetnam, þá hefði þorri Bandaríkjamanna og stór hluti Evrópubúa talið fimm ára hörmungar Víet- nam-stríðsins réttlætanleg- ar. Hér liggja dýpstu rætur harmleiksins. Þegar talað er um óhöpp, sorglegan misreikning og herfræðileg mistök í stríðsrekstrinum, leiðir það einungis í ljós hve alger og ótvíræð af- mönnunin er orðin. Sænska skáldið Artur Lundkvist hefur sagt, að engin ofbeldisverk séu jafn viðbjóðsleg og það að halda uppi vörnum fyrir þeim. Það eru fjarlægðin og for- múlan sem gera það að verkum, að halda má fram hinum upplognu röksemd- um sem svæfa hugmynda- flugið og samvizkuna. Er ekki kominn tími til að leiða hina ábyrgu valda- menn inní eitt sjúkrahús- anna í Suður-Víetnam þar sem 3000 afskræmd börn hafast við í 1500 sjúkra- rúmum. Þar mundu þeir standa augliti til auglitis við hrjáð, þögul, brennd og herfilega limlest börn, sem eiga ser alls enga framtíð nema vonleysi örkumlanna, og mundu þeir þá segja við okkur: ,,Þetta var nauðsyn- légt að leggja í sölurnar til að vernda mannleg verð- mæti"? Svo smitandi og víðtæk hafa spillingaráhrif stríðs- ins í Víetnam orðið, að jafn vel meðal andstæðinga þess verður stundum vart við hugsunarhátt sem er í ætt við anda stríðsins. Menn mikla og lofsyngja þolgæði Þjóðfrelsisfylkingarinnar og ofdirfsku þeirra manna, sem ganga útí opinn dauð- ann í baráttunni við ofur- eflið, og hæðast um leið að frammistöðu „mesta her- .veldis heims". Bakvið þenn an hugsunarhátt leynist, að ég held stundum óljóst sam isinni þess að Bandaríkja- menn hefðu átt meiri rétt til að ráðast inní Víetnam og leggja landið undir sig, ef þjóðin hefði strax eða fljótlega gefizt upp fyrir of- ureflinu. Slík afstaða er vitaskuld alröng. Og það er líka viðsjárvert að gera sér í hugarlund að raunveruleg ur hernaðarmáttur Banda- ríkjanna birtist í átökunum ' í Víetnam. Hann er marg- falt skelfilegri en svo, að honum verði beitt í Víet- nam, meðan hið opinbera markmið Bandaríkjanna er Sigurður A. Magnússon. að verja landið í samvinnu við hliðholla íbúa þess. Og skal ég þó sízt draga úr þeim gífurlega mun sem er á mannafla og öllum vopna búnaði Þjóðfrelsisfylking- arinnar og bandaríska inn- rásarhersins. Það hefur vaknað fersk von meðal jarðarbúa eftir að Johnson forseti tilkynnti þá ákvörðun sína að verða ekki í framhoði við næsta forsetakjör. Það er vissu- lega umtalsverður sigur fyr ir skoðanafrelsi í Bandaríkj unum, að stefna Johnsons í Víetnam skuli á rúmum þremur árum hafa grafið svb undan völdum og að- stöðu manns, sem vann glæsilegri kosningasigur en dæmi eru til í bandarískri sögu, að hann treystist ekki til að leggja ferilsinn undir dóm þjóðarinnar.' En jafnvel þó svo færi að Bandaríkjamenn hyrfu frá Víetnam og viður- kenndu hörmuleg mistök sín, mun skaðinn sem stríð ið hefur valdið hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar — og ekki einungis í Víetnam. Tortryggnin og óttinn við stefnu Bandaríkjanna er orðinn svo rótgróinn og al- mennur, að taka mun ára- tugi að uppræta hann og bæta fyrir það sem gert hefur, verið — jafnvel þó friður haldist um langan tíma. Og hér er ekki aðeins um bandarískt vandamál að ræða, heldur mun Víet- nam-stríðið hafa geigvæn- leg áhrif á alla friðarvið- leitni í heiminum um ófyrir sjáanlega framtíð. Margir velunnarar Banda ríkjanna hljóta að hafa þrá spurt sjálfa sig þeirrar spurningar, hvernig annað eins og þetta gat átt sér stað, hvernig það var mögu legt að forusturíki lýðræð- ...isþjóðanna og yfirlýstur vinur lítilmagnans léti leið ast útí að ráðast á og strá- drepa bláfátæka og lang- hrjáða smáþjóð í fjarlægri álfu. Kannski liggur ein skýringin í eðli og aðferð- um nútímastyrjalda, hinum vélrænu eigindum þeirra. Þeir sem bera ábyrgðina eru víðsfjarri þeim sem látnir eru drýgja glæpinri. Þeir velta fyrir sér afstrakt kenningum um valdahlut- föll og valdajafnvægi, en hafa óljósar og án efa al- rangar hugmyndir um þær ómælanlegu mannlegu þjáningar og niðurlægingu sem reiknilist þeirra leiðir af sér. Þessar hörmungar eru svo óskaplegar að þær ofbjóða bæði skynsemi og ímyndunarafli. Styrjöldin í Víetnam er áþreifanlegasta og átakanlegasta dæmí sam tímans um þá vaxandi til- hneigingu að hugsa í form- úlum, gera mennina að töl- um eða einingum í tröll- auknum vélheilum valda- manna, sem sitja við skrif- borð sín í rúmgóðum og þægilegum skrifstofum og gera út um örlög milljóna með nokkrum pennastrik- um. Það er þessi árátta að hlutgera manneskiuna sem er hvað ógnvænlegust í nú tímanum: þegar einstakling urinn verður það en ekki þú. Ef reikniheilar banda- rískra valdamanna væru svolítið tengdari veruleik- anúm og mannlífinu, fer ekki hjá því að þeir hefðu fengið aðra útkomu en þá sem nú liggur fyrir. Meðal- tekjur á mann í Víetnam eru taldar vera uni 5000 kr. á ári. Einsog stendur kost- ar stríðið í Víetnam Banda- ríkjamenn árlega kringum 1500 milljarða króna — sem er svimandi upphæð og jafngíldir 90.000 krón- um á hvern íbúa Suður- Víetnam eða 18-földum meðalárslaunum hans. Á venjulega fjögra manna fjölskyldu í Víetnam nem- ur st^ríðskostnaður Banda- ríkjamanna í landinu 350 þús. krónum eða sjötugföld um meðalárstekjum lands- manna. Hefði þessum geipi legu upphæðum nú verið varið til friðsamlegrar upp byggingar í landinu undir öruggri stjórn hæfra manna efast ég stórlega um að Johnson og samherjar hans hefðu þurft að hafa nein- ar áhyggjur af útþenslu kommúnismans í Víetnam eða Asíu yfirleitt. í stað þess að eflá hjálparstarfið við hinar þuffáMi þjóðif, hefur Bandaríkjastjórn kvatt heim friðarsveitir sín ar víða um lönd, jafnvel lika lækna, fengið þeim vopn í hendur og sent þær til Víetnam. Við getunl gert annarskonar samanburð til að glöggva okkur á vitfirr- ingunni í Víetnam. Fjár- hagsáætlun Sameinuðu þjóðanna nemur í ár 8 millj örðum króna eða sem svar- ar tveggja daga stríðskostn aði Bandaríkjanna í Víet- nam! Er ekki eitthvað meira en lítið bogið við vélheila sem fá þá útkomu að stríð- ið í Víetnam samræmist mannlegri skynsemi? Við lifum í heimi þar sem rík áherzla er lögð á þjóðlegt sjálfstæði, ekki sízt í löndum sem lengi hafa þolað erlenda áþján eða lotið stjórn innlendra leppa stórveldanna í vestri og austri. Þessi eðlilega á- herzla á sjálfstæði og sjálfs virðingu þarf ekki og á ekki að stangast á við þá við- leitni að þjappa mannkyn- inu saman og gera það sam hentara — mynda úr því stóra og sundurleita fjöl- skyldu sem útkljái miskiíð- arefni sín og deilumál með samræðum og málamiðlun, en láti ekki afl skipta. Þetta 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 9. mai 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.