Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Síða 6

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Síða 6
HREPPAMAÐUR Austur í sveitum hefur und anfarið verið gefið út nokkuð óvenjulegt tímarit. Rit þetta heitir ,,Hreppamaður“ og er gefið út og samið af Bjarna Guðmundssyni, Hörgsholti. Það sem mest vekur athygli manns við lestur Hreppa- mannsins er, að lesmál er að langmestu leyti í bundnu máli. í ritinu er margt auglýsinga og eru þær allar rímaðar og margar harla vel gerðar, eins og t. d. þessi frá Matbarnum við Lækjargötu. Matbarinn er meiri en fyrr mönnum bóðin sæti — kosta rétti, kaffi, skyr, kosið maðu'r gæti. Allt er bezt í Ásgeirs-bar: Opal, sykur, bananar, Pepsi-Cola og pylsurnar. Pantið mjólk og kökurnar. Enginn dómur skal hér lagð ur á, hvort ailt sé góður skáld skapur, sem í ritinu hefur birzt. En hitt er víst, að hér er um merkilegt og þakkar- vert framtak að ræða. Við birt um hér tvær vísur af titil- blaði 8. rits, í leyfisleysi að vísu, en vonum að Bjarni fyr- irgefi okkur þann óheiðarleik. Hreppamaður vinsæll verður víða um löndin fer. Fyrir alla góður gerður, gæfu með sér ber. Auglýsinga rímu rit: ræður, kvæði, sögur. Sýna grín og sjöfalt vit sæmiiegar bögur. ’ Bótagreiðslur almannatrygginganna í Reykjavík Greiffslur eililífeyris hefjast aff þessu sinni fimmtudaginn 9. maí. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 114. Fljúgiö í hinum góökunnu Rolls Royce flugvélum Loftleiöa Þægilegar hraöferöir . heiman og heim hoFmio/R^ MM í Þjóðviljanum 1. maí birt- ist viðtal við Guðjón Jónsson, formann Félags jáfniSnaðar- manna. í viStalinu er komiS víSa viS og leyfum vi<5 okk- ur að taka upp úr því nokkra kafla. „Lausn þessarar kjaradeílu, sagði Guðjón, er raunar sama marki brennd og lausn ann- arra kjaradeilna hin síðari ár. þ. e. að gengið er inn á það sjónarmið, aS lágt kaup sé ekki annað kaup en lægstu taxtar verkamannafélaganna. Hins vegar vantar aS taka miS af því aS allt kaup sem ekki nægir til lífsframfæris, er vitaskuld lágt kaup, hvort sem iSnaðarmenn eða aðrir eiga í hlut. Kjarabaráttan á að snúast um fullnægjandi kjör til lífs- framfæris öllu vinnandi fólki, en ekki upp í þrátefli um launamismun í lægstu kaup- flokkum hvort sem hið vinn- andi fólk er iðnlært eSa ekki. Samkomulagið frá 18. marz sl. um aS fullar vísitölubæt- ur komi aSeins á 10 þúsund króna mánaSarlaun er ein- mitt á því stigi lágkúrunnar og aumingjaskparins, sem ég lýsti hér áSan. Auk þess reyna ýmsir at- vinnurekendur að túlka þetta samkomulag þannig, að verkafólk fái engar vísitölu- bætur, ef brúttótekjur þess, þ. e. föst laun að viSbættum yfirvinnutekjum, fari yfir viss mörk. Það er ósk mín sérstaklega nú 1. maí, að kjarabarátta ís- lenzks verkafólks beinist að hærra marki en veriS hefur að undanfömu og hún verði árangursríkari. AS hún snú- ist ekki um aS ná fram smá- FRETTATILKYNNING FRÁ FLUGFÉL. ÍSL. Hinn 1. maí gekk sumar- áætlun innanlandsflugs Flug félags ísiands í gildi. Sam- kvæmt henni verSa í fyrsta sinn í sögu félagsins 'allar ferðir frá Reykjavík til staða innalands flognar meS Fokk- er Friendship skrúfuþotum. Þá er það nýmæli að allar ferðir frá Reykjavík eru bein- ar ferðir til viSkomandi staða, nema ferSir til Horna fjarðar og Fagurhólsmýrar á fimmtudögum og sunnudög- um, en þá er lent á báSum þessum stöðum í sömu ferð. Flugferðir frá Reykjavík Frá Reykjavík verður flog ið sem hér segir: Til Akureyr- ar 3 ferðir alla daga. Til Vest mannaeyja 3 ferSir, þriðju- daga, fimmtudaga og laugar- daga en tvær ferSir alla aSra daga. Til EgilsstSa verða ferSir alla daga. Til Húsavík ur er flogiS mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Til ísafjarðar eru flugferðir alla daga. Til Sauðárkróks eru ferðir alla virka daga. Til Pat reksfjarðar verður flogiS á mánudögum, miSvikudögum og fimmtudögum, laugardög um og sunnudögum. Til Fag- urhólsmýrar á fimmtudögum og sunnudögum. FlugferSir frá Akureyii. Eins og undanfama mán- uði verður önnur DC-3 flug- vél félagsins staðsett á Akur- eyri og mun hún halda uppi áætlunarferðum milli staða norðanlands. Frá Akureyri verður flogið sem hér segir: Til Raufarhafnar og Þórs- hafnar á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til EgilsstaSa á mánudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum og ísafjarð- ar á miðvikudögum. í sam- bandi viS áætlunarferSir Flugfélags íslands innan- lands em á Vestur- og Aust- urlandi, svo og aS nokkm á Norðurlandi áætlunarbílferð- ir til kaupstaSa í nágrenninu við komandi flugvalla. Þess- ari starfsemi hefur veriS kom ið á með góðri samvinnu Póstmálastjórnarinnar, viS- komandi flutningarfyrirtækja á hinum ýmsu stöðum og Flugfélags íslands. Þessar bif reiðasamgöngur í sambandi viS flugferSir Flugfélagsins hafa gefiS góða raun, en all- ar upplýsingar um þær veita skrifstofur og umboSsmenn Flugfélags íslands. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 9. maí 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.