Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 7
vægilegum bóhim á kaup, sem er eftir sem átSur alger- lega ófuQnægjandi til lífs- framfæris. Aumir í samkeppninni Nú 1. maí er mér ekkí síSur ofarlega í huga sú snerting, sem verkafólk hefur komizt í við erlenda verktaka við virkj unarframkvæmdirnar viS Búr fell >og álverið í Straumsvik. Þetta er á margan hátt ný reynsla og hefur mig ekki sízt undrað hvað íslenzkir at- vinnurekendur virðast vera aumir í samkeppninni viS hina erlendu verktaka. Það læðist jafnvel aS manni sá grunur, aS vísvitandi sé aS því stefnt af forsvarsmönn- um þessara stórframkvæmda, að hinir erlendu verktakar gangi fyrir um alla vinnu. Kannski liggur það í því, aS það er lán frá alþjóðabank- anum, sem stendur undir framkvæmdum sem aðstoð viS vanþróaða þjótS og að fénu sé beint þá braut, aS þaS lendi hjá eigendum verk smiSjunnar Alusuisse, sem virðist standa bak viS verk- takana. Vantrúin Það er mjög áberandi að hinir erlendu verktakar eru haldrnr mikilli vantrú á verk- þekkingu og verkgetu ís- lenzks verkafólks, sem kemur gleggst fram í því, aS þeir telja sig þurfa að flytja hing- aS „sérfræðinga" til aS vinna janvel hin einföldustu störf. Þessi vantrú hinna erlendu aðila á íslenzku verkafólki ætti aS kenna okkur, aS okk- ur er nauSsyn aS fylgjast vel meS í allri verkmenningu og tækni, svo að ekki sé hægt af þeim sökum að ýta okkur til hliðar. Við verðum aS viður- kenna- að við höfum ekki fylgzt nógu vel meS og stönd umst ekki samanburS þegar viS lendum í samkeppni viS erlent vinnuafl ejns og nú er aS gerast. Þegnskylduvinna Framh. af bls. l. linga myndi leiða margt gott af sér. Það myndi að sjálf- sögðu verða þjóðhagslega mjög hagkvæmt að fá þannig gott vinnuafl ódýrt, en hitt vegur og þungt, að með þessu mætti ætla að efldur yrði fé- lagslegur þroski og ábyrgðar- tilfinning unglinga gagnvart þjóðfélaginu. Hitt er annað mál, að þessi háttur myndi tæpast að neinu leyti leysa úr þeim fjárhagsvanda, sem af atvinnuleysi unglinga leið- ir Hér verður ekki farið nán- ar út í þessi mál að sinni. Um Frjáls þjóð — Fimmtudagur 9. maí 1968 þetta eru sjálfsagt ákaflega skiptar skoðanir en málið verðskuldar fyllilega umræð- ur. Frjáls þjóð er opin hverj- um þeim, sem hefur eitthvað til málanna að leggja í þessum efnum. Islenzkur iðnaður Framhald af bls. 5. til þess að inna af hendi hin ýmsu og margvíslegu störf og aði sjálfsögðu hliSstæcSa á- byrgð verka sinna. í peninga flóði hernárnsáranna virSist sem margir iSnaðarmenn (meistarar) hafi glatað iSnað armannsskyldum sínum (meistaraskyldum) í kapp- hlaupinu um fljóttekinn millj ónahagnaS og fengið til þess mjög góSa aðstoð ríkisstjórna sem gert hafa þessum ein- staklingum, sem villzt hafa af braut hins sanna iSnaðar- manns, auðveldara fyrir meS Uskonar neikvæðum ráSstöf- unum. Ósanngjörnum verð- lagsákvæðum, sem stuSlaS hafa að vinnusvikum og sí- versnandi þjónustu og virkaS öfugt við það, sem þeim var ætlað. Alls konar ríkisrekstri, sem ekki hefur haft anhan sýnilegan tilgang en kenna einstaklingum aS okra á sam ferSamönnum sínum og fót- umtrqða iSnaðarmannsskyld- una. Þrátt fyrir þetta verðum viS aS vona að „iðnaSar- mannsskyldan" eigi ennþá þau ítök meðal iðnaðarmanna aS þeir endist til þess aS fleyta íslenzkum iðnaSi yfir öll blindsker og hafvillur sem hann hefur siglt í gegnum hin síðustu árin og að hann megi finna rétta stefnu til hags fyr ir^sig og alþjóS. Allt annað væri skipsbrot og alþjóðar- tjón. G. Ljósboginn Hverfisgötu 50 Sími 19811 Viðgerðir á biladýnamóum og störturum. Vinding á raf- mótorum. Eigum fyrirliggj- andi varahluti I marg&r gerðir bifreiða. Vönduð vinna. Lágt verð íj 1 i)

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.