Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.05.1968, Qupperneq 1

Frjáls þjóð - 16.05.1968, Qupperneq 1
s FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968 — 14. TÖLUBLAÐ 17. ÁRG. KJÖRDÆMISÞING ALÞÝÐUBANDALAGSINS ( NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA EINHUGA MED BIRNI OG HJALTA Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra var haldið laugardaginn 4. maí s.l. Á þinginu voru tvö aðalmál til umræðu, stjórnmálaviðhorfið og atvinnuástand í kjördæm- inu. Þar var og m. a. fjailað um tillögu, sem vísað hafði verið til þingsins frá fundi í Alþýðubandalaginu á Akur- eyri um störf þingmanna kjör dæmisins í þingflokki Alþýðu bandalagsins. Á þeim fundi hafði Jóhann Páll Árnason, menntaskólakennari, og fleiri borið fram tillögu, þar sem því var beint til fulltrúa Al- þýðubandalagsins úr kjördæm inu „sem á Alþingi sitja, að þeir taki fullan þátt í störfum þingflokks og annarra stofn- ana Alþýðubandalagsins“. — Eins og kunnugt er, hafa þrír þingmenn Alþýðubandalags- ins, Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson (1 fjarveru hans Hjalti Haraldsson) og Steingrímur Pálsson, ekki sótt fundi í þingflokki Alþýðu- bandalagsins frá því í nóvem- ber í vetur. Á kjördæmisþing- inu var framangreindri tillögu vísað frá með eftirfarandi á- lyktun, sem borin var fram af þeim Val Valdimarssyni, Tryggva Helgasyni, Ingólfi Árnasyni og Jóhanni Her- mannssyni: „í tilefni af tillögu þeirri, er fundur Alþýðubandalags- ins á Akureyri hinn 21. janú- ar í vetur samþykkti að vís^ til kjördæmisþings til endan- legrar afgreiðslu, en var að efni til á þá lund, að þeim til- mælum væri beint til fulltrúa Alþýðubandalagsins úr þessu kjördæmi, sem á Alþingi sitja að þeir taki fullan þátt í störf- um þingflokks Alþýðubanda- lagsins og annarra stofnana Alþýðubandalagsins, ályktar kj ördæmisþingið eftirfarandi: 1. Það telur, að fullgildar ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun þingmann- anna að taka ekki þátt í fund- um þingflokksins, eftir að sýnt var, að sú ofríkisstefna, sem leiddi til klofnings Al- þýðubandalagsins í Reykjavík í síðustu kosningum var einn ig orðin ráðandi i fram- kvæmdastjórn og þingflokki bandalagsins. 2. Þingið telur störf Björns Jónssonar, jafnt á Alþingi sem í forystu verkalýðshreyfingar- innar, hafa sannað, að hann eigi fyllsta traust skilið, og vottar honum þakkir fyrir mik il og góð störf, sömuleiðis vara manni hans, Hjalta Haralds- syni. 3. Með hliðsjón af framan- sögðu telur þingið engin rök hníga að því, að kjördæmis- Þessi fallega sumarmynd er frá Mývatni. Undanfarin misseri hefur verið deilt um þær framkvæmdir, sem þar er unnið að. Vonandi eiga þær ekki eftir að spilla Við höfum svo lengi harmað okkar megurð, hokrað við galtóm fjár- og matarbúr. Ekki er hægt að fitna af tómri fegurð. Færðu okkur, Drottinn meiri kísilgúr! tm&Óör* ráðið taki fram fyrir hendur þingmannanna varðandi störf þeirra á Alþingi eða önnur trúnaðarstörf, er þeir gegna, og hafnar því algerlega fram- angreindri tillögu.“ Að sögn Verkamannsins á Akureyri urðu fjörugar um- ræður um ályktun þessa og tóku níu fulltrúar til máls um hana. — Var hún samþykkt samhljóða. 4 Verkamaðurinn skýrir einn- ig frá því, að, á þinginu hafi komið fram tillaga, sem lagði til að kjördæmisráðið lýsti yfir „verulegri óánægju yfir ritstjórn „Verkamannsins11, ó- Ijósri stjórnmálastefnu og lé- legri blaðamennsku og sam- þykkti að segja upp ritstjór- anum Þorsteini Jónatanssyni, og stöðva útgáfu blaðsins, þar til annar ritstjóri fæst.“ Ekki Að gera sig hlægilegan Broslegt er a'llt það uppi- stand, sem Morgunblaðið og litli bróðir þess á Akureyri, íslendingur, hafa gert út af klúbbstarfsemi nokkurra nem enda og kennara Menntaskól- ans á Akureyri. Er helzt að skilja á þessum blöðum, að hér sé verið að æsa óvita börn til byltingarstarfsemi. Hér eins og oft ella er reynt að nota andúð fólks á kommún- isma til þess að gera úlfalda úr mýfiugu og ná sér niðri á einstökum mönnum og stofn- unum að ósekju. Frjáls þjóð stendur sennilega ekki öðrum að baki í fordæmingu á ólýð- ræðislegri stjórnmálastarf- semi, en ástæða er til að vara við takmarkalausum barna- skap af þeim sökum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks ins hafa nú nýlega staðið með öðrum þingmönnum í að veita tvítugum ungmennum kosn- fylgdi það sögunni, hver var flutningsmaður tillögu þess- arar, en allir sem tóku til máis um hana nema flutningsmað- ur, lýstu yfir andstöðu og undrun sinni yfir framkomu hennar. Síðan var samþykkt frávísunartillaga með öllum atkvæðum gegn tveimur, þar sem m. a. var lýst fyllsta trausti á stefnu blaðsins undir ritstjórn Þorsteins Jónatans- sonar. —O— ingarétt. Menntaskólanemar eru almennt um 16—20 ára. Hvernig á að koma því heim, að unglingar megi ekki taka afstöðu til stjórnmála á þess- um aldri og leita sér í því ráða eldri manna, ef þeir eiga að vera búnir að mynda sér hald- góða stjórnmálaskoðun tví- tugir? Allir þekkja, hvernig æsku- lýðsfélög stjórnmálaflokkanna eru sífellt á hnöttunum eftir unglingum, einkum samtök ungra sjálfstæðismanna. — Heimdallur hefur sína útsend ara í skólunum hér í Reykja- vík, sem reyna með ýmsum ráðum að fá nýfermda ung- linga tii að ganag í félag sitt. Síðar er reynt að nota þetta fólk í æpikóra og eggjakasts- lið þau, sem alltaf eru til stað- ar hér, hvenær sem mótmælt er opinberlega einhverju af undirlægjuhætti ráðamanna okkar við Bandaríki Norður- Ameríku. Morgunblaðið hefur gengið fram fyrir skjöldu að nota þetta atvik á Akureyri til þess að rægja hinn ágæta mennta- skóla norður þar. Íslendingur, sem ef til vill ætti að láta sér annt um þessa stofnun, er nægilega barnalegur til að vera hreykinn af að fylgja Morgunblaðinu í þeim leik. En vonandi er dómgreind fólks nægilega mikil til þess, að þeir félagar hafi ekki annað upr> úr krafsinu en þeir verð- skunla, að gera sig hlægilega. Sumar vií Mývatn hinni sérstæðu náttúrufeg- urð staðarins. Annars hefur heyrzt að þetta fallega vers verði tekið upp í næstu út- gáfu sábnabókarinnar: 'O'a'.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.