Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.05.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 16.05.1968, Blaðsíða 2
FRÁ LIÐNUM DÖGUM 9, Biblíuf astasti maður á Breiðafirði“ Ólína Andrésdóttir skáld- kona, segir þannig frá (RauS- skinna, 3. hefti): „Á árunum milli 1850— 1860 var maSur sá í Brokey á BreiðafirSi, sem Vigfús hét. Var hann stór og þrekinn maSur og enginn vissi afl hans. Hann var á yngri árum sínum talinn prýSilega gáf- aður maður og að öllu leyti vel á sig kominn til sálar og líkama. En sú breyting varS skyndilega á honum, að hann fór einförum og varð ekki mönnum sinnandi. Varð hann einkennilegur mjög í öllum háttum sínum, réri ákaft, er hann sat, og sté fram á fót- inn, er hann stóð, púaSi svo illt var stundum aS skilja hann og mælti viS sjálfan sig. Vigfús átti sex manna far, er smíðaS var fyrir hann. Hann hætti gersamlega aS vinna nokkurt verk og eirði hvergi langdvölum. Var hann d sífelldu ferSalagi á bát sín- um um allan BreiðafjörS milli Jökuls og Skorar. Var hann því almennt nefndur Vigfús einn á báti eða Vigfús álfur. Stundum var hann líka kenndur við Brokey og kall- aður Brokeyjar-Vigfús. Oft var þaS, er menn áttu leið um BreiSafjörS, aS þeir sáu mannlausan bát reka fyrir straumi og vindi, en er þeir komu nærri, reis maður held ur stórvaxinn upp úr skutn- um, lagSi út árar og deyf þeim svo rösklega í, að ekki höfðu fjórir menn viS, og kenndu þeir þá þegar mann- inn, að þar var Vigfús einn á báti á ferð. Stundum lá hann löngum við stjóra hér og þar og svaf í bátnum. Sjálfur sagði hann svo frá breytingu þeirri, er á honum varð, aS sig hefSi dreymt konu eina fríSa og höfSing- lega, og þótti honum hún biðja sig aS hafa vistaskipti og flvtja til sín. Hann þóttist spyrja hana, hvar hún ætti heima, en hún kvaðst eiga heima þar í hól einum stórum á eynni. Vigfús neitar því harSJega og kvaðst ekki vilja með álfum búa. Gekk nsvo lengi vetrar, að Vigfús dreym ir konuna, og lagði hún því fastara að honum sem lengur ]e:S. Virtist hún nú verSa hrygg í bragði og sagSi hon- n/i';, aS hún myndi ekki geta áii öans lifað. Reiddist þá Vigh'is og sagði henni að koiea ekki aftur, því aS hann myndi aldrei ganga henni á hönd. Virtist honum þá kon- an þrútna af reiði og mæla: „Einu sinni enn mun ég koma til að kveðja þig, en þá mun fundum okkar slitið". Næstu nótt eftir þetta kemur konan enn og gengur aS rúmi hans um leiS og hún lýtur ofan aS honum: „Nú skaltu drekka skilnað- arskál okkar." Stingur hún þá upp í hann njarSarvetti. Var hann fullur af einhvers konar vökva. Hélt hún hendi fyrir munn hans, svo aS hann varð nauðugur viljugur að renna vökva þessum niSur, því að hann varð svo máttvana í höndum hennar, að hann mátti sig hvergi hræra. Fanst honum þá kulda og ó- notatilfiningu leggja um all- an líkamann fram í fingur- góma og tær, sem engin orð fá lýst. Kippti hún því næst njarðarvettinum út úr honum og segir: „Nú skaltu bera þess nokkrar menjar, aS þú hefur forsmáS ástir mínar." Gekk hún því næst burt. Vigfús lá í nokkurs konar dvala það sem eftir lifSi næt- ur, en um morguninn var hann orðinn svo tröllvolkaS- ur, eins og varð alla sína ævi eftir það.“ Þegar Matthías Jochums- son rifjaði upp minningar um „gamla náunga frá BreiSa- firði", getur hann Brokeyjar- Vigfúsar. Árin 1852—1856, er Matthías var búðarsveinn í Flatey, kom Vigfús karl þangað róandi einu sinni eSa tvisvar á hverju vori, ævin- lega einn á báti. Matthías lýsir honum svo: „Vigfús þessi var einkar skrítinn og fornlegur karl. Hann var þá gamall, og þó enn afarmenni aS burSum, meS hæstu mönnum og afar beinastór, með hvítt hár og skegg, og hvort tveggja-tók á bringu. Hann var á fornum bol og mussufötum, hreinleg- ur mjög, en oftast berhöfSað- ur, en svo stórskorinn í and- liti og heljarlegur allur í sjón, að börn og unglingar fældúst hann, þótt allra manna væri spaklvndastur. Þegar hann hafði sett bát sinn og búið um hann, var hann vanur aS setjast á stein, róa bakföllum og þylja bæn eða kafla úr biblíunni. Var hann kallaður biblíufastasti maSur á Breiða firSi. Sérstaklega unni hann og þuldi Jobsbók og þar næst sálma DavíSs þá beztu, eSa þá Prédikarans bók, ef hon um gekk eitthvað mótdrægt. Þetta raus var hans matur og drykkur, og ræddi þess á milli við okkur gárungana eSa þáði hressingu. Aldrei sá ég þó þann gamla bergrisa drukkinn, því að hann þoldi eflaust á við Egil Skallagríms son. Um hreysti hans gengu ýmsar sögur. Hann átti víkur bát, eSa áttróið far, sterkt og úel við haldið. Reri hann á því einn út undir Jökli, en leiSin úr Brokey út á Hjalla sand er 12—14 vikur sjávar. Vigfús beiS sjaldan eftir byr eSá leiSi, heldur fór sinna ferða, þótt öðrum þætti ekki sjóveður. Þannig lágu menn eitt sinn kyrrir úti í Rifi heila viku, en snemma þeirrar viku sáu menn bát Vigfúsar og karl á korfiinn inn á sund inn- ar frá Brokey. Skömmu síSar kom hann siglandi heim í lendingu sína. Fögnuðu menn Fúsa og spurðu, hví hann hefði róiS í því veðri lengra en hann hefði þurft. „Eg vildi ekki láta undan höfuS- skepnunum", svaraSi hann og dró seiminn, eins og hans var vani. í annaS sinn kom hann heim úr veri, og er hann lenti, voru honum sögS þau tíðindi, að hann væri orðinn faSir. Vigfús varð heldur fár við, gengur þó stillilega á fund barnsmóður sinnar og segir: „Heil og sæl, og sýn mér barniS". Hún sýnir hon- um fyrst eitt barn og síðan annað, því aS hún hafSi aliS tvíbura. Vigfús horfir þegj- andi á börnin og segir síSan: „þlg átti von á einu barni vænu, en ekki tveimur litl- um.“ í elli Vigfúsar leit svo út sem handleggir hans, herðar og bak væri orðið allt skekkt, hnýtt og skælt eftir átök og aflraunir, en minni hans og vitsmunir var með réttu lagi, svo aS hann þótti mörgum hinn skemmtilegasti, enda skemmdi minna en bætti sér vizka hans og forneskjubrag- ur.“ Enn segir Ólína Andrés- dóttir frá Vigfúsi á þessa leið: „Vigfúsi þótti ákaflega gott kaffi, og voru það margir, sem gáfu honum kaffibaunír og sykur, þar sem hann kom, en aldrei var honum boriS minna en 2—3 kaffibollar, þó að stórir væru, og var þá kaffiS haft þykkt sem blek. Vigfús mun hafa dáiS á ár- unum milli 1860—1870, gekk þá skæS kvefsótt um allt Vesturland. Var það þá vor eitt, aS Vigfús kom heim að áliðnum degi og háttaði strax. Reis hann ekki úr rekkju morguninn eftír og kvað sér óhægt fyrir brjósti meS verk. Leið svo fram á miðaftan þennan dag. KallaSi hann þá til stúlku þeirrar, er í eldhúsi var, og bað hana aS ná í sjóvettling undan sængur horni sínu. GerSi hún þaS, og var hann fullur af ó- brenndum kaffibaunum. Biður Vigfús hana nú að reynast sér vel í nauiSum, taka helming af því, er í vettl ingnum var, brenna það og hita sér kaffi, og kvað hann mikið við liggja, aS hún yrSi nú fljót, — „því að mig lang- Framhald á bls. 6. ÞEIR GÖMLU KVEÐA Eftirmæli Ingigerðar Enn þó um Ingigerði efni ég lítinn brag, samt trúi ég varla verði vandað með sálmalag. Lifrar og lýsið bræddi, löngum það sauð og át, á skötunni fólkið fæddi, svo flest var komið í mát. Árna útróðrardrengi aktaði litils hún. fúkyrðin faldi ei lengi, fram gekk með síða brún, fisk bæði flatti og slægði, fleygði sem tryllt og ær, stytti sig nóg sem nægði, nær upp á þykkvalær. Fullvaxin fjörusulli fannst henni engin lík, í því andskotans bulli útklíndi hverja flík; lítilsvert lofið hreppti, löðraði öll í grút, lífinu loksins sleppti. Leið þanninn ævin út. Vigfús Jónsson (Leirulækjar-Fúsi) Erfiljóð á latínu Að kveða lof um látinn mann linar í mér kátínu; lítils met ég þvætting þann, þó hann sé á látínu. Þorsteinn Gissurarton tól. Ingibjörg Ingibjörg er ágæti, alla harma léttir, sefur fyrst hjá Símoni, — sínum bónda á eftir. Símon Dalaskáld. Grannar Arngrímur geymir illan mann, enginn trúi ég það rengi, þeir eru vinir Þórður og hann, en það verður ekki lengi. 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 16. maí 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.