Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.05.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 16.05.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein HÆGRI UMFERÐ A ISLANDI í þessurn mánuði verður bylting í umíertSarmálum þjóðarinnar, er vinstri um- ferð verður afnumin og hægri umferð tekin upp. Ákvörðun Alþingis um þessa breytingu á sínum tíma var vissulega umdeild og umdeilanleg, en nú hlýtur það að yera öllum efst í huga, að þessi mikla breyting geti farið vel fram og orðið umferðarmenningu þjóðarinnar í framtíðinni til góðs. Við íslendingar verðum að viðurkenna það, að við höfum átt erfitt með að til- einka oklcur þann aga og þá hlýðni við reglur, sem er skil yrði góðrar umferðarmenn- ingar og þess höfum við gold ið í allt of tíðum umferðar- slysum. Á undanförnum mánuðum hefur verið haldið uppi ákaf- lega öflugri umferðarfræðslu og -áróðri af tilefni umferðar breytingarinnar og er full á- stæða til að vona að þessi áróður hafi haft og muni í framtíðinni bera ríkulegan ávöxt. Á það má benda, að á fyrstu mánuðum þessa árs hefur dregið all nokkuð úr umferðarslysum hér í Reykja vík og er alls ekki fráleitt að þakka það aukinni og fjöl- hreyttari umferðarfræðslu. Þetta hlýtur því að leiða hug okkar að því, hve nauðsyn- legt það er að umferðar- fræðsla sé stöðugt viðhöfð meðal almennnigs og þá fyrst og fremst meðal barna og ungmenna. I umferðarlögun- um frá 1958 var lögboðið, að umferðarfræðsla skyldi fara frain í öllum barna- og ungl- ingaskólum landsins og síðar var sett reglugerð um nánari framkvæmd þeirrar fræðslu. Þrátt fyrir það skortir enn mikið á að þessi fræðsla sé komin í það horf, sem nauð- synlegt er. Hún er ennþá á- kaflega stopul og takmörkuð en ætti að vera fastur og á- kveðinn Iiður í kennslunni. Hér þykir því rétt að minna á ályktun nýlokins landsþings Slysavarnafélags íslands um umferðarmál, en þar segir svo um breytinguna í hægri umferð: „Vegna þeirrar örlagaríku breytingar, sem framundan er í umferðarmálum þjóðar- innar, er hægri umferð verð- ur tekin upp hér hinn 26. maí n. k., vill 14. landsþing S.V. F.í. eindregið skora á alla Iandsmenn, jafnt í þéttbýli sem í dreifbýli, að hver um sig leggi sitt lóð á vogarskál- ar til að þessi breyting geti farið fram slysa- og áfalla- laust. Áríðandi er, að hver einstaklingur geri sér far um að kynna sér áhrif breytingar innar í sínu daglega umhverfi og fullvissi sig um það, hver séu hin réttu viðbrögð. Hvet- ur þingið alla til að kynna sér og fylgjast með ábending- um og fyrirmælum H-nefnd- arinnar og yfirvalda og fylgja þeim í hvívetna. Ef einbeitt- ur vilji og góð samvinna ríkir milli yfirvalda, félagasam- taka og einstaklinga, er ör- uggt, að engu þarf að kvíða í þessum efnum. Full ástæða er til að vona, að breytingin geti orðið grundvöllur að nýrri og betri umferðarmenn ingu þjóðarinnar í framtíð- inni og leitt til aukins öryggis allra vegfarenda.“ En á það má einnig benda, að það eitt er ekki nægilegt, að vegfarendur, akandi og gangandi, hlýði reglum í um- ferðinni, heldur verður og að gera kröfur um öryggi til þeirra vega og gatna, sem flytja eiga umferðina. Þar eigum við íslendingar enn langt í land til að geta verið ánægðir. Islenzkir vegir bjóða enn mörgum hættum heim, en vonandi fer þeim hættum fækkandi með hverju ári. Þá má einnig minna á þá hættu, sem stafar af því að börn og ungmenni i þéttbýli skortir leiksvæði út af fyrir sig og eru þess í stað að leik á umferðargötuin. Mun það sjaldséð í borgum erlendis. Enda þótt þannig sé margt ógert, sem stuðlað gæti að öruggari og slysaminni um- ferð, er full ástæða tíl að ætla að breytingin í hægri umferð geti skapað traustan grundvöll að nýrri umferðar- menningu þjóðarinnar og opnað augu okkar fyrir því, hve mikilvægt það er að sér- hvert okkar finni til ábyrgðar í umferðinni og sýni þar var- úð, tillitssemi og hlýðni við settar reglur. H.H. Umferð á götum bæjanna og vegum landsins vex nú því nær með degi hverjum. Eigi ekki að skapast hér algjört öngþveiti í náinni framtíð, verður að gera stórátak í umferðarfræðslu og eftirliti. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: ' Hermann Jóhannesson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. VerS I lausasölu kr. 10.00 PrentsmiSjan Edda prentaði. úr víðri veröld § 800 miUj. ólæsra manna Talið er, að af 700 til 800 milljónum ólæsra manna í heiminum, læri rúmlega 200 þúsund þeirra að lesa daglega. Og lesendum bóka, blaða og ritlinga fjölgar um milljón á viku hverri í þróunarlöndunum. Mánaðarlega allt árið senda kommúnistalöndin um 70 tonn af lesefni að- eins til Afríku einnar. Um magnið, sem þjóðir Asíu og Suður-Ameríku fá, er ekki vitað. Biblían, sem hefur verið bóka mest útbreydd allt frá upphafsdögum prentlistar, hefur orðið að láta undan síga fyrir bók Karl Marx ,,Das kapital". Sovétstjórn- in notar árlega sem svarar um 300 milljónum ísl. kr. til að gefa út 125 mismun- andi tímarit, sem þýdd eru' á 400 ólík mál og dreift um allan heim. 70 af hundraði þessa lesefnis, sem fer t. d. til Indlands er mettað af pólitískum áróðri. „Vitni Jehova“ eru ekki síður fyrirferðarmikil á þessu sviði. Þau dreifa um 15 tonnum af lesefni dag- lega á 100 málum um allar jarðir. Enda er þessi aðili þekktur fyrir dugnað við trúboðsstarf sitt 0 Lútherska kristniboðið Þá má ekki gleyma, hve stofnanir Lútherska kristni boðsins hafa verið óragar við að koma sínum boðskap til manna í þróunarlöndun- um með erindaflutningi, lesefni og á annan hátt. í sumum tilfellum hafa þess- ir aðilar komið sér upp prentsmiðjum í þróunar- löndunum og þess eru dæmi, að slík starfsemi eigi að baki um 100 ára starf. En þannig er þessu einmitt farið á Madagaskar. í höf- uðborg eyjunnar, Tanana- rive, er rekin Lútherska prentsmiðjan, sem norskir menn veita forstöðu. Þarna starfa um 100 innlendir menn, auk 6 sérhæfðra kristniboða. Er þessi prent smiðja stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Mada- gaskar. Eins og fyrr segir, er þessi starfsemi um 100 ára gömul. Fyrsta bókin, sem prentuð var á vegum þess- ara aðila, kom út árið 1877. FuUyrt er að þessi starf- semi hafi bjargað máli þeirra innfæddu, Gassisku, á 65 ára þrengingartíma franskrar yfirdrottnunar. En Madagaskar varð lýð- veldi, sem kunnugt er, ár- ið 1960. Þetta björgunar- starf hafa innlendir menn- ingarforkólfar og stjórn- málamenn kunnað að meta, enda nýtur þessi starfsemi kristniboðsins virðingar þarna. 0 Sjónvarpsturninn mikli Það eru fleiri en Hall- grímskirkjumenn, sem byggja hátt upp í loftið. í Austur-Berlín er verið að koma upp sjónvarpsturni, sem mun verða 356 metrar á hæð, þegar verkinu lýkur, en það verður árið 1971. Efst í turninum verður komið fyrir veitingastað, er mun rúma 200 manns, og þaðan verður stórkost- legt útsýni yfir Austur- og Vestur-Berlín. Þessi turn verður full- byggður hæsta mannvirki í Evrópu. Hæsta mannvirki þessarar tegundar er í Moskvu, sjónvarpsturn, sem er 337 metrar á hæð og í þriðja sæti er Effelturn- inn í París með sína 322 metra. Ýmsum Þjóðverjum þyk- ir þessi turnbygging í Aust ur-Berlín vera til óþurftar þar sem hún mun kasta skugga á hinar glæsilegu byggingar, er komu nær ó- skemmdar úr seinasta hild arleik. En þessar bygging- ar eru Brandenborgarhlið- ið, Þinghúsið í Vestur- Berlín og Maríukirkjan, en hún var byggð á 13. öld. ★ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 16. maí 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.