Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1968 — 15. TÖLUBLAÐ ~ 17. ÁRG. EIGENDUR HRADFRYSTI HÚSA HÓTA STÖÐVUN Ríkisvaldið verður að grípa í taumana Nú fer í hönd sá tími, sem um langt skeið hefur verið mesta athafnatímabil ársins. Samt eru atvinnuhorfur á þá lund, að talið er að hundruð eða jafnvel þúsundir fram- haldsskólafólks, sem er að leita fyrir sér á vinnumarkað- inum, hafi enga möguleika til að fá handtak að gera. Hér er mikill háski á ferðum, hvort heldur litið er á málið frá uppeldislegu eða fjárhags legu sjónarmiði. Horfur eru á, að síldveiðar hefjist síðar og verði meiri vandkvæðum háðar en verið hefur. Ekki er útlit fyrir mikla sumarvinnu við hraðfrystiiðnaðinn, svo framarlega sem ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að tryggja rekstur hrað- frystihúsanna. Þau uggvænlegu tíðindi h^ifa nú gerzt, að samtök hraðfrysti húsa í einkaeign neita harð- lega að taka karfa til vinnslu í sumar, þar eð þau telja vinnslu hans ekki gróðavæn- lega eins og sakir standa. Hér er mjög alvarlegt mál á ferð. Eigendur hraðfrystihúsa sem njóta margvíslegra styrkja af öpinberu fé, virð- ast telja það algert einkamál sitt„ hvort þeir hafa þessi dýru og afkastamiklu fram- leiðslutæki í eðlilegum rekstri eða setja þar slagbranda fyrir hverjar dyr. Atvinnuástandið í landinu skiptir þá engu máli, afkoma togaranna enn síður, þörf þjóðarinnar fyrir dýr- mæta útflutningsvöru minnst af öllu. Þannig hljóta menn að álykta, þegar höfð eru í huga síðustu viðbrögð þess- ara herra. Þetta er í annað skipti á fjórum mánuðum, sem eigend ur hraðfrystihúsa bindast alls herjarsamtökum um lokun húsa sinna. í bæði skiptin eru það bæjarútgerðirnar einar, sem telja það þjóðfélagslega skyldu sína að hafa atvinnu- tækin í gangi. Það er svo ekki nema í samræmi við annað, að talsmenn „einkaframtaks- ins“ herði nú á kröfum sínum um að leggja bæjarútgerðir niður, svo að eignir þeirra komist í hendur „athafna- manna“. Hvert einasta hraðfrystihús í einkarekstri er aðili að þess- ari nýju framleiðslustöðvum. Það er því ljóst, að hér eru harðsvíruð samtök á ferðinni, og leiðandi menn í þeim sam- tökum telja sig auðsjáanlega hafa litlar skyldur að rækja við þjóðfélagið. Morgunblað- ið og önnur íhaldsmálgögn voru fljót að reikna út fjár- hagstjón þjóðarinnar af verk- j fallinu í vetur og skella allri ! skuldinni á verkfallsmenn. i Enn hefur ekkert heyrzt úr ! þeirri átt um útreikninga á i því verðmætatapi sem nýjasta j vinnslustöðvun hraðfrystihús- i anna kann að hafa í för með ; sér. Þar eiga aðrir en kauplág- j ir verkamenn hlut að máli. ■ Þessi síðasta ógnun sam- taka hraðfrystihúsanna við at- vinnulífið í landinu er þess eðlis, að hið opinbera verður að skerast í leikinn. Eins og atvinnuástandið er nú, getur þjóðin ekki þolað það, að til- tekinn hópur atvinnurekenda stöðvi enn á ný einhver mikil- vægustu vinnslutæki þjóðfé- lagsins. Ríkisvaldið hefur ým- is ráð til að grípa .hér í taum- ana. Þjóðarnauðsyn krefst þess, að til þeirra verði gripið. NJQSNIR Á ÍSLANDI Alkunnugt er, hve ýmsar þjóðir leggja mikla áherzlu á njósnastarfsemi ýmiskonar í öðrum löndum. Þetta á ekki sízt við stórveldin, Sovétríkin og Bandaríkin. bó að flestar þjóðir, sem einhvers mega sín stundi þessa iðju af miklum krafti hjá öðrum þjóðum, ekki sízt á hern- aðarsviðinu. Hér á landi hefur þessum málum verið lít- ill gaumur gefinn af hálfu landsmanna. Þó er vitað að stórveldin reka hér ýmsa starfsemi, sem miðast að því að útbreiða þekkingu um viðkomandi þjóðir í máli og myndum og á annan liátt, og fram fer allskonar upp- lýsingasöfnun. Það er á vitorði margra, að erlend ríki reki hér njósnastarfsemi, er miðast að því að afla upp- lýsinga um- menn og málefni, m. a. með tilliti til stjórn- máJ.askoðana þeirra og önnur viðhorf til alþjóðamálefna. Fyrir nokkrum árum urðu hér töluverðar umræður um njósnamál af þessu tagi, en síðan hefur verið hljótt um þessi mál. Það myndi þó ekki benda til þess, að þessi þáttur í starfsemi hinna erlendu ríkja sé niður lagður. Hitt er líklegra, að menn séu orðnir sinnulausir um þessi mál og telji þau ekki mikilsvirði. Mál af fyrrnefndu tagi gætu komið upp, hvenær sem er. Fyllsta ástæða er fyrir landsmenn að vera á varð- bergi í þessum efnum og láta erlenda aðila ekki kom- ast upp með það að brjóta freklega af sér í íslenzkri landhelgi. SJOMANNADAGUR Á sunnudaginn verður Sjó I legur. Þá verður opnuð mikil mannadagurinn lialdinn hátíð- sýning í Reykjavík, sem ber nafnið: fslendingar og hafið. Er ætlað að sýna þróun ís- lenzks sjávarútvegs og minna á gildi hans fyrir þjóðina. Um þau efni fjallar forystugrein blaðsins á blaðsíðu 3. ÞJÓÐKUNNUR SKEMMTIKRAFTUR VELDUR HNEYKSLUN Fyrir skömmu kom út blaðið ,,Unga fólkið“, málgagn til stuðnings Gunnari Thoroddsen vitJ forsetakjörið í sumar. Efni þessa blaðs hefur vakið mikla athygli og hneykslatS marga. ÞatS, sem valdið hefur fjatSrafoki sérstaklega, er grein eftir einn þekktasta skemmtikraft lands- manna, Ómar Ragnarsson, er fjallar um það, sem höfundur kallar „hin göfuga íþrótt, kjafta sagnalistina“. Þarna skýrir Ómar Ragnarsson á afskaplega bersögl an hátt frá hinum ýmsu slúður- sögum, er hann segir að gengið hafi manna á metSal um forseta- efnin og þeirra nánustu. Við höfum ekki geð í okkur til að endurprenta nokkuð af því, sem þarna stendur, enda væri þá hætt við því að ýmsir lesendur hlaðsins teldu sig hafa farið hlaðávillt, er þeir læsu þennan hroða. Óhætt er að segja, að með grein þessari liafi komið fram nýjung í blaða- mennsku hér, sem telja verður ekki líklega til langlífis. Er furðulegt, að sú smekkleysa, sem grein þessi sýnir, skuli koma í blaði, sem ætlað er það hlut- verk að afla fylgis manni til forsetakjörs. Sýnir þetta ein- stakt virðingarleysi fyrir forseta kjörinu. Og vafasamur greiði við Gunnar Thoroddsen. Sumum kann að virðast sjálf sagt og eðlilegt, að þessi mál séu rædd hispurslaust, ef með því mætti takast að slá á þann óheilbrigða áróður, sem óneit- anlega er á ferðinni í sambandi við kosningaundirbúninginn. En að kynna fyrir þjóðinni ýmsar sögur af fyrrnefndu tagi, sem flestir hafa aldrei heyrt um, hlýt ur að flokkast undir útbreiðslu slíkra sagna, Við því væri ekk- ert hægt að segja, ef stuðnings- menn Gunnars Thoroddsens teldu það vera rétt að flytja slíkan boðskap, hvað snertir þeirra mann. En það er fráleitt, að gera hinum aðilanum sömu skil. Ómar Ragnarsson hefur ekki leyfi til þess að draga hitt forsetaefnið inn í þessar ógeð- felldu hugleiðingar sínar, eins og hann hefur gert sig sekan um. —★— i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.