Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 3
Rítstjórnargreln \ ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ Næstkomandi sunnudag verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Fyrst og fremst er þetta hátíðis- dagur sjómanna sjálfra, en svo mikilvægt sem starf þeirra er fyrir þjóðina í heild, er vissulega ærið til- efni til þess að hún haldi daginn hátíðlegan og votti sjómönnunum með því þakklæti sitt og virðingu. Það er staðreynd, sem ekki má gleymast, að sá fengur, sem sjómannastéttin færir að J.andi, myndar grund- völlinn að öllum okkar þjóðarbúskap. Stéttin er ekki fjölmenn og því er hlutur hvers einstaks meiri en nokkurs staðar þekkist með öðrum þjóðum. Þó eru starfsskilyrði öll hin erf- iðustu og víst er, að engin stétt hefur þurft að glíma við eins miklar hættur og þessi stétt, enda hefur hún þurft að færa þungar fórn- ir £ þeirri glímu. En það er ekki nægilegt að þakka með fögrum og hjartnæmum orðum á há- tíðisdegi sjómanna fyrir þeirra miklu störf- Beztu þakkirnar eru fólgnar í því, að við viðurkennum mikil- vægi stéttarinnar í verki með því að búa svo að öll- um sjávarútvegi, að hann hafi skii.yrði til þesí" að efla og treysta grundvöll þjóðarbúsins. Enginn getur byggt hús á sandi. Á sama hátt getum við ekki byggt upp þjóðfélag okkar án þess að þær stoðir, sem und ir því standa, séu traustar og ófúnar. Iföfum við á undanförnum árum haft þessi sannindi nægilega í huga? Nei, því fer fjarri. Sjómenn okkar hafa á und- anfömum árum aflað okk- ur meiri útflutningsverð- mæta en nokkru sinni fyrr. Þau verðmæti hafa ekki verið notuð til þess að byggja upp fyrir framtíð- ina heldur þvert á móti í mörgum tilvikum til að grafa undan íslenzkum at- vinnuvegum. Þau hafa sízt af öllu verið til þess notuð að efla íslenzkan sjávarút- veg og auka fjölbreytileik hans. Mikið er nú um það rætt að auka fjölbreytni í íslenzkum atvinnuvegum og er það vissulega rétt- mætt. Hins vegar er þar oftast átt við stóriðju með tilstyrk erlendra aðila. Ekki skal hér mælt á móti því að slíkt geti horft til heilla ef skynsamlega er á haldið, en þegar sl.íkar hugleiðing- ar leiða til uppgjafar við< uppbyggingu íslenzkra at- vinnuvega, þá eru þær hættulegar. íslenzkir ráða- menn hafa í stóriðjudraum um sínum með erlendum auðhringum gleymt þeim mögulcikum, sem hafið í kringum okkur býður. í sjávarútvegi okkar eru miklir möguleikar til fjöl- breytni, sem gæti verið þjóðarbúskap okkar til miklu varanlegra öryggis en þau fyrirtæki sem nú eru í bígerð. Fyrst þegar við höfum nýtt okkur stór- iðjumöguleika okkar á sviði sjávarútvegs gætum við óhræddir farið að færa út kvíarnar. Það er sorglegt, að í dag er fiskiðnaður okkar meira og minna í molum fyrst og fremst vegna skipulagsleys is og óstjórnar. Fiskveíðar okkar eru allt of einhliða vegna skammsýni og stund arhagsmuna. Vegna góðs afla á einu sviði hafa aðrir mikilvægir þættir fisk- veiða verið vanræktir herfi lega eins og t. d. togaraút- gerð, sem nú virðist vera að leysast algerlega upp. Hvað ætlar ríkisvaldið lengi að draga það að grípa til nauðsynlegra úrræða? Hversu lengi á þjóðin að þurfa að bíða eftir því að ófrjóar nefndir komizt að þeim niðurstöðum, sem fróðir og reyndir menn hafa komizt að fyrir mörg- um árum og margsinnis bent á opinberlega? Þetta eru spurningar, sem eru helgi tók gildi hér við land, en þá var því lýst yfír af öllum stjórnmálaflokkum, að hún væri einungis áfangi á leið til friðunar alls land- grunnsins. Það er skoðun fróðra manna, að hér sé allt of langur dráttur á orð- inn, til mikils skaða. Núver andi ríkisstjórn er hér vissu lega vorkunn, þegar litið er á hina furðulegu og svik samlegu samninga hennar við Breta um landhelgina, sem gera okkur allt erfið- ara fyrir í þessum efnum. Er e. t. v. engin furða þótt ráðherrarnir hiki eitthvað við að láta það koma í Ijós. Þá algeru þögn, sem um þetta mál hefur ríkt að und FRJÁLS ÞJÓÐ Utgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: Hermann Jóhannesson (óbm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð I lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði. knýjandi nú á sjómanna- daginn og væri vissulega æskilegt að hlutaðeigandi nýttu tilefni dagsins til að gera grein fyrir þessum málum. Þá má einnig minna hér á hið brýna hagsmunamál íslenzks sjávarútvegs og reyndar allrar þjóðarinnar, sem er vísindaleg friðun alls landgrunnsins svo sem Alþingi lýsti vilja sínum um fyrir nær tveimur ára- tugum. Nú eru brátt liðin tíu ár síðan tólf mílna land- anfömu verður nú að rjúfa og hef ja baráttu fyrir næsta skrefi. Enn mætti lengi telja upp óleyst og knýjandi verkefni í sjávarútvegi okk ar, sem vanrækt hafa ver- ið á undanförnum árum á sama tíma og gjaldeyri þjóðarinnar hefur verið só- að á furðulegasta hátt. Enn skal t. d. minnt á nauðsyn þess að stöðugt sé leitað markaða erlendis fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir, en allt starf að þeim málum hefur hingað til verið miög handahófskennt. í því sam bandi má minna á sam- þykkt síðasta Fiskiþings um þessi efni þar sem seg- ir svo: „29. Fiskiþing legg- ur til að starfsemi utan- ríkisþjónustunnar á sviði viðskipta- og markaðsmála verði aukin. Ráðnir verði viðskiptafulltrúar við sem flest sendiráð íslands er- lendis. Viðskiptafulltrúar þessir skuli kynna íslenzk- ar sjávarafurðir, jafnframt því að senda uppl.ýsingar heim um markaðsástand og horfur“. í greinargerð með ályktun þessari segir svo: „Markaðsleit og vörukynn- ing sjávarafurða hafa verið í höndum útflytjenda að mestu. Hafa þeir oftast haft takmarkað fjármagn til að sinna þeim verkefnum sem skyldi. Úr þessu þarf að bæta með aukinni aðstoð frá sendiráðum. Ennfrem- ur má á það benda, að æski legt væri að koma á fót meiri samvinnu milli út- flytjenda og ríkisvalds, og milli útflytjenda innbyrð- is.“ Nú á sjómannadaginn verður opnuð sýning í Laug ardalshöllinni í Reykjavík undir nafninu: fslendingar og hafið. Á hún að minna íslendinga á gildi sjávarút- vegsins fyrir þjóðina. Ber að fagna þessu framtaki og vonandi nær sýningin þeim tilgangi sínum að vekja þjóðina og ráðamenn henn- ar til meðvitundar um nauð syn þess að þessi höfuðat- vinnuvegur okkar sé sí- fellt efldur og styrktur. H.H. —O— gagnasöfnun. Árangurinn og niðurstaða þessarar rann sóknar hefur leitt í ljós, hve dulinn þessi eldur er. í ljós kom, að hvorki meira né minna en 400 manns í Upp sölum misnoti eiturlyf. í þessum hópi séu 57 af hundraði yngri en 21 árs. í Uppsölum búa um 95 þús- und manns og eru því um 5/2% þfcirra eiturlyfjaneyt- endur. Á það má benda, að innan marka' Uppsala er byggðin að nokkru dreifð, en neyzlunnar gætir fyrst og fremst í þéttbýli borgar- innar. Er talið að um -5% neytendanna séu í hópi 21 árs eða yngri. Er því áhætt- an á því að gerast eitur- lyfjaneytandi innan 21 árs aldurs 5%eða rúmlega það. Þessi niðurstaða í Upp- sölum hefur vakið óhug og sýnir hún vel, hve fljótt eit- urlyfin hafa náð því að verða mikið vandamál. En þessi ófögnuður hefur hald ið innreið sína fyrir nokkr- um árum. Nýtt gullæði í Ástralíu. Námuiðnaður í Ástralíu, er hófst fyrir um það bil einni öld, er gullæðið geys- aði þar, hefur komizt í feitt þessi árin. Nú er það ekki gullið, sem veldur „upp- skerunni“ heldur nikkel, járnmá'lmur, olía og nátt- úrugas. Tölurnar tala bezt í þessu sambandi. Árið 1961 aflaði námurekstur- inn sem svaraði rúmlega 21 þúsund milljónum ísl. kr. en árið 1966 voru þessar tölur 35 þúsund milljónir króna. Og þetta er aðeins bjrrjunin. Fjársterkir aðilar frá Bandaríkjunum, Englandi og öðrum löndum, hafa fjöi mennt til Ástralíu með miklar fjárfúlgur, sem skila fljótt miklum arði í þessum atvinnurekstri. Náttúrugas- ið hefur fundizt við suðaust urströnd landsins. Mikill kostnaður er samfara því að ná gasinu. Þannig mun það kosta sem svarar 5 þús- und milljónum ísl. kr. að virkja þessa orku. En þess- ir fjármunir eru fljótir að skila sér aftur margfaldir. Áætlað er, að árið 1970 muni gasið sjá öllu Viktor- íuríki fyrir orku, en olíu- félögin ESSO og BP hafa samvinnu um þessar fram- kvæmdir. Baráttan gegn áfengisböl- inu og eiturlyf janeyzlu. í Noregi hafa atvinnu- rekendur og verkalýðshreyf ingin sýnt mikinn áhuga í baráttunni gegn áfengis- bölinu og eiturlyfjaplág- unni. Sérstök samstarfs- nefnd, AKAN, Arbeidsli- vets komité mot Alkohol- isme og NarkoAani, þess- ara aðila sinnir þessu verk- efni. Nýlega hefur nefndin sent frá sér aðra útgáfu af riti um eiturlyf, sem kunn- ur norskur læknir hefur skrifað um þetta efni. Ritið kom fyrst út árið 1966 og vakti mjög mikla athygli og gekk ritið fljótlega til þurrð ar. 3 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 23. maí 1968 i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.