Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 2
° FRÁ LIÐNUM DÖGUM I VOPNAFIRÐI Á HOFI Friðrik Guðmundsson frá Víðihóli á Hólsfjöllum, sem fluttist eftir miðjan aldur til Vesturheims og andaðist þar, ritaði á efri árum endurminn- ingar sínar. Birtrust þær í WinnipegblaSinu Heims- kringlu, en voru síðan sér- prentaðar vestra. Endur- minningar Friðriks eru eink- ar læsilegar og skemmtilegar víSa. Þar er fjörlega frá mörgu sagt, .og víða er þar að finna bráðlifandi mann- lýsingar. Hér fer á eftir stuttur kafli úr minningabók Friðriks, þar sem segir frá námsdvöl hans að Hofi í Vopnafirði. Friðrtk var á 17. ári þann vetur, sem hér um ræðir. —O— Veturinn 1878, frá því í miðjum janúar og þar til seint í marz, eða í 9 vikur, fékk ég að vera á Hofi í VopnafirtSi, og átti aS læra þar réttritun, , reikning og dönsku. Annar piltur, nokkru eldri en ég, Gunnlaugur Oddsson frá HrappsstöcSum í Vopnafirði, var þar ásamt mér til að njóta tilsagnarinn- ar. Kennarinn var séra Jón Halldórsson, sem þá var orð- inn aðstoðarprestur hjá föður sínum, séra Halldóri á Hofi. Þó að ég væri uppalinn á Aðalfundur Sparisjóðs al þýðu var haldinn fyrir skömmu. Eftir að hafa kann að lögmæti fundarins setti Einar Ögmundsson fundinn í veikindaforföllum for- manns stjórnar sparisjóðs- ins, Hermanns Guðmunds- sonar. Eggert G. Þorsteins- son félagsmálaráðherra var kjörinn fundarstjóri. Óskar Hallgrímsson flutti skýrslu stjórnar. Sparisjóðurinn tók til starfa 29. apríl 1967 og hafa innstæður vaxið með hverj um mánuði. Fram kom í skýrslu stjórnarinnar að sparisjóðurinri býr nú þeg- ar við o? þröngan húsjikost og er í athugun stækkun á Msnæði hans að Skóla- vörðustig 16. fjölmennasta og stærsta heim ilinu á Hólsfjöllum, blöskraSi mér í mesta máta þetta mikla höfSingjasetur, og þótti mér sem það myndi líkjast bisk- upssetrunum fornu í Skál- holti og á Hólum, bæSi að húsakynnum og aS mann- fjölda. Þarna þekkti ég eng- an mann, nema hvað ég hafði séð þá prestana á snöggri ferð nokkrum sinnum áður. — Mér var fylgt inn í vinnu- mannaskála undir baðstofu- lofti, og fagnaði ég því. Þar voru menn af óæSra flokki, og bjóst ég viS, a<5 mikiS djúp væri staðfest milli vinnuhjúa og höfSingja stað- arins; komst þó að því síðar, að svo var ekki nema í góðu hófi. En ég varð þessari vist- arveru feginri í félagi með jafningjum mínum, því feimn in kvaldi mig, og ég þráSi aS vera kominn heim, fannst allt svo mikilfenglegt. Ég heyrSi talaS nm*'1' prófastsstofu, kvennastoíji og boj'Sstofu, baðstðfu, -^gestastofu, -skóla- stofu, svefnhús, suSurstofu, norðurstofu, smíðaskála, búr, eldhús og geymsluskála. Seinna ferðaðist ég víðá um sveitir og sýslur landsins og sá mörg þessi höfðingja- setur hin fornu, þó fá væru jafn-tilkomumikil og Hof í VopnafirSi, og verS ég aS Jón Hallsson sparisjóðs- stjóri las upp og skýrði reikninga sparisjóðsins og voru þeir síðan samþykkt- ir samhljóða. Á fundinum var sam- þykkt tillaga frá stjórn sparisjóðsins um að kanna hjá verkalýðsfélögunum um land allt væntanleg hlutafjárloforð í sambandi við fyrirhugaða breytingu sparisjóðsins í banka. Stjórn sparisjóðsins var öll endurkjörin til næstu tveggja ára, en hana skipa: Hermann Guðmundsson for maður, Björn Þórhallsson, Einar Ögmundsson, Mark- ús Stefánsson og Óskar Hall grímsson. ☆ viðurkenna, aS ég minnist allra slíkra heimila með inni- leik og mikiili eftirsjá. Þessi mörgu hýbýli staðanna höfðu hvert um sig sinn sérstaka svip og áttu sína sérstöku sögu, mikiu ágætari en sund- urþiljaðar stofur í einu stór- hýsi. Margir komu gestir að Hofi og voru þar um lengri eða skemmri tíma, sumir jafn vel fleiri daga og nætur, eink um þeir, sem komu lengra að. Sóknarbörnin, se^ lengst áttu að sækja til kirkjunnar, af nyrztu bæjunum beggja vegna fjarðarins, komu jafn- aðarlegast á laugardagskvöld in og gistu á prestssetrinu sunnudagsnóttina. Alla helgi daga var kirkjan nokkurn veg inn full, og alltaf skiptu prest arnir þannig með sér verk- um, að séra Jón stóð fyrir altarinu, en séra Halldór sté í stólinn. Séra Halldór á Hofi var mjög merkur maður og naut rnikils álits og virðingar, bæði í héraði og sinni sókn. Hann var þrekinn, lágur meðalmað ur að vexti, hafði tvívegis fót brotnað og gekk ævinlega við lítinn og nettan staf, bæði inni í húsum og úti við. Samt var hann ævinlega rösklegur á fæti, vingjarnlegur í við- móti og hafði kurteisleg spaugsyrði á reiðum höndum. Sonu sína fimm, og þá séra Steingrím { Otradal og séra Arnór á Hesti kostaði hann í gegnum skóla og til embætt is. Dætur sínar menntaði hann einnig vel. Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður, yngsta dóttir séra Halldórs, var heima er ég dvaldist á Hofi. Hún var uppáhald prófastshjónanna, og vissi ég vel, að ég átti að líta upp til hennar. Hún kem- ur einn dag ofan í stofu til okkar Gunnlaugs, undur al- varleg á svipinn, horfir á mig og segir, að séra Halídór biðji mig að finna sig inn á hans skrifstofu, sem var innst á baðstofuloftinu. Svo skund aði hún út aftur. £g hafði aldrti komið inn á skrifstofu prófasts. Mér duldist ekki, að þetta var eldraun fyrir mig, því þangað var enginn ann- ar vegur en að fara í gegnum hirðmeyjasalinn. Það var hugsanlegt, að séra Halldór ætti óþægilegt erindi við mig, þó ég gæti ekki skilið það. En stórmenni var hann og ekkert hægt að gizka á, hvað mín biði þar, en það gat þó ekki verið nema reyk- ur, samanborið við það að þurfa að ganga í gegnum kvennabúrið. — Aumingja Gunnlaugur sá hvað mér leið illa og fór að hughreysta mig, hélt ég væri hræddur við prófastinn, en ég þorði ekki að segja honum hvað að mér herti. En nú dugði ekk- ert doskur, og ég setti í mig allan þann kjark, sem ég átti ráð á, og lagði af stað. Ein- hvern tíma hafði ég úr bað- stofunni séð inn í setustofu kvenfólksins, og tekið sér- staklega eftir sæti frúarinnar. Ég hugsaði mér nú, að ef ég gæti ekki unað með augun á tánum meðan ég færi í gegn- um stofuna, þá skyldi ég þó helzt líta á frúarstólinn, því að ég var viss um að hún var góðmenni. Svo var ég kom- inn í stofuna og mátti til að líta upp til þess að ég ræki mig ekki á, og á frúna horfði ég, og hún brosti þá og var auðsjáanlega að gera gys að mér. Aldrei hefur mér þótt sjálfsagðará að láta hurð aft ur á eftir mér en þegar ég loksins slapp inn í p-ófasts- stofuna. Prófastur sá strax að mér leið illa, og fór vítur- lega að, bauð mér sæti, minnt ist á veðrið og sagði, að ég væri nýr gestur hjá sér. Ég sagði honum þá, að ég hefði fengið boð frá honum, að hann vildi finna mig. Hann fór að brosa og segir, að stúlkur séu að hrekkja mig, og að nú skulum við fara illa með þær. Ég skuli nú sitja hjá sér og lesa skemmtilegar bækur þar til farið verði að borða, en ef ég man rétt, voru það um tveir klukku- tímar. Muni þá sýnast sem við höfum þurft að finnast, og þá geti hann líka lagt mér liðsyrði, þegar við færum að borða. Þetta þáði ég með þökkum, enda fengu þær mak leg málagjöld á sínum tíma. Ég held ég hafi aldrei síðan þjáðst af feimni. ÞEIR GÖMLU KVEÐA Brot Vont mundi vera veldi að stýra Kína, dýrmæt djásn bera, dárar á sem blína; sælla þó mér þætti þínu að ráða hjarta, bláeyg mín bjarta! Jón Thoroddsen Hugsað heim Langt er síðan ég langvíu sá liggjandi í böndum, eg er kominn oflangt frá öllum mínum löndum. Norðurfjöllin nú eru blá, neyð er að slíku banni; ég er kominn of langt frá ástar festu ranni. Ýtar sigla í önnur lönd auðs að fylla sekki. Eigðu Hof á Höfðaströnd, hvurt þú vilt eða ekki. Gísli Vigfússon. Formáli að glímugaldri Gapaldur undir hæli, ginfaxi undir tá. Stattu hjá mér fjandi, því nú Iiggur mér á. Frá Sparisjóði alþýöu 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 30. maí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.