Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 3
/ Rltstjórnargreln NÝTUM AUÐÆFI LANDSINS í síðasta blaði var rætt um sjávarútveg okkar Is- lendinga og mikilvægi hans fyrir þjóðarbúskap okkar. Á það var drepið að við þyrftum að auka fjöJ.breyti- leik þessa liöfuðatvinnuveg- ar og mættum ekki láta sjónarmið stundargróða ráða ferðinni. Nú skal á það minnt, að við getum í fleiri horn litið í þessum efnum. Enda þótt sjávarútvegurinn sé meginundirstaða at- og efnahagslífsins okkar megum við engan veginn gleyma því, að landið sjálft býr yfir margvíslegum mögulcikum, sem gætu auð veldað okkur að auka fjöl- breytni í íslenzku atvinnu- lífi og treyst það. Víst get- ur land okkar ekki talizt auðugt miðað við mörg önn ur Jönd, sem geyma dýra málma og önnur verðmæti í jörðu, en samt sem áður er hér ýmislegt að finna, sem er fyllilega þess vert að því sé gaumur gefinn og líklegt að geti orðið okkur til gagns í framtíðinni. Það er skylda okkar og ætti að vera okkur kappsmál að kanna þessa möguleika og hefja hið fyrsta mögulega nýtingu þeirra. Sem betur fer þurfum við ekki að kvíða því, að okkur skorti starfskrafta til að vinna að þessum málum. Við eigum þegar marga hæfa vísinda- menn, sem hafa aflað sér staðgóðrar menntunar víða og aflað sér viðurkenning- ar með öðrum þjóðum. Þess ir menn eiga flestir enga ósk heitari en að geta Mtið starfskrafta sína í té til hagsbóta fyrir land sitt og þjóð. Það var t. d. ánægju- legt að lcsa viðtal í Morg- unblaðinu s.I. laugardag, 25. maí, við nýbakaðan doktor í efnaverkfræði við bandarískan háskóla, Vil- lijálm Lúðvíksson, þar sem hann kvaðst hafa mestan áhuga á að starfa að rann- sóknum í þágu nýrra at- vinnuvega á íslandi, enda þótt honum hefðu borizt mörg boð um atvinnu frá bandarískum aðilum. Um framtíðarverkefnin á ís- landi sagði hinn ungi verk fræðingur m. a-: „Ég álít að sjóefna- vinnsla sé næsta stórverk- efnið, sem vinná beri að, en auðvitað eru aðrir verkefna möguleikar, sem þarf að kanna. Ég var t. d. að Lesa nú um daginn í efnaverk- fræðiriti þar sem skýrt er frá yfirvofandi brenni- steinsskorti í heiminum vegna þess að hreinar brennisteinsnámur eru að renna til þurrðar og hefur verð brennisteins hækkað um 100% af þessum sök- skoðaðar nú með tílliti til breyttra viðhorfa f markaðs málum. Þá má einnig nefna möguleika á vinnslu postu- línsleirs, biksteins o. fl. PersónuJega tel ég, að kæmist sjóefnavinnsla í framkvæmd þá gæti hún orðið undirstaða mikils og víðtæks efnáiðnaðar. Mér hefur líka skilizt af fréttum og blaðaskrifum að heiman, FRJÁLS ÞJÓÐ Utgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: Hermann Jóhannesson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Ver6 I lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaSi. um á s.l. ári. Fyrir nokkr- um árum voru gerðar rann sóknir á íslandi til að kanna möguleika á brennisteins- vinnslu, sem sýndu þá að slík vinnsla yrði ekki hag- kvæm en það er ekki að vita hver útkoman yrði ef niðurstöðurnar yrðu endur að hin óheillavænlega þró- un í útflutningsverzlun okk- ar hafi sýnt fram á mikfl- vægi þess að rannsókmtm og framkvæmdum á þessu sviði verði hraðað sem mest, og vildi ég mjög gjarnan geta lagt fram minn skerf í því máfi.“ Við íslendingar érum svó heppnir að eigá all- mikJar orkulindir, sem um langa framtíð munu geta gert okkur kleift að stofna til ýmis konar iðju og iðn- aðar. Hér er fyrst og fremst um að ræða vatnsafl, sem þegar hefur töluvert verið nýtt, nú síðast með virkjun Þjórsár við Búrfell, þar sem til þess hefur verið gripið að selja erlendum að- ilum orkuframleiðsiu um ákveðinn árafjölda. En við höfum hér einnig hita og gufu í jörðu, sem nýta má á margvíslegan hátt. Hver veit svo nema innan fárra ára megi einnig nýta tfl orkugjafar hina þungu báru sem brotnar við strendur landsins? Á næstu árum er það hJ.utverk visindamanna okkar að kanna, hvernig orkulindir okkar verði bezt nýttar. Ákvarðanir okkar í þeim efnum verða síðan fyrst og fremst að miðast við það að þessi nýting verði öilum efnahag og at- vinnulífi landsmanna sjálfra til varanlegrar efl- ingar. — H. H. •& úr víðri veröld Hinn „Arabiski heimur“ Arabisku löndin eiga sem kunnugt er sameiginlega tungu, að vísu með mis- munandi framburði, og sam eiginleg trúarbrögð, Mú- hammedstrúna. Þau trúar- brögð ná þó til mun fleiri landa þar sem í Arabalönd- unum búa tæplega 100 milljónir manna, en þeií, sem teljast til Múhammeðs trúar eru um 450 milljón- ir. Hin pólitíska ein- ing Arabalandanna nær ekki heldur til svo margra. Oft hefur verið reynt að koma á bandalagi fleiri landa, en það hefur ekki heppnast til hlítar, Þrátt fyrir algera samstöðu allra Araba gegn Ísraelsríki, er grunnt á því góða milli Egypta og annara Araba- landa í Norður-Afríku. Sam skipti konungsríkjanna Saudi-Arabíu, Jordaniu og Marokko annarsvegar og Egyptalands hinsvegar eru ekki sem bezt. Egyptar hafa sifelít ver- ið að reyna að koma á fast- an grundvöll Sameinaða Arabíska lýðveldinu, eins og þeir vilja nefna samband Egyptalands, Sýrlandsr Líbapon og Jemen og enn- fremur jafnvel írak. í Mar- okko, Alsír og Túnis er einn ig verið að reyna að koma á Bandalagi þessara landa en án árangurs til þessa. í „Arabaheiminum búa um 3% jarðarbúa og það- an koma 27% af allri jarð- olíu í heiminum. ☆ Neðanjarðarkirkja á Lwndúnáflugvelli. V Hávaði þotanna, sem eru að lenda eða hefja sig til flugs á Lundúnaflugvelli, er ærandi fyrir fólkið sem þar er statt. Úr hátölurum flugstöðvarinnar géllur stöðugt hið talaða orð; vér- ið er að tilkynna um komu véla og brottför þeirra. í biðsölum, veitingastöðum og á flúgvellinum hljóma raddir fól'ks af flestum þjóð ernum. Hér er ys og þys allan sólarhringinn. Á hverri mínútu lendir flugvél á Lundúnaflugvelli og yfir 12 milljónir farþega fara um flugvöllinn ár hvert. Starfsfólk þar er um 35 þúsund, er vinnur á vökt um allan sólarhringinn. Ýmsir þeirya, sem hér eiga viðkomu, halda fljót- lega för sinni áfram. En sumir þurfa að bíða í nokkr ar klukkustundir eftir flug- fari. Þess vegna er það ekki óalgengt að fólk, sem þann ig er ástatt fyrir, spyrji starfslið flugstöðvarinnar um það, hvort ekki sé kirkja í nágrenninu. En því miður hafa flestir ekki tök á að komast þangað, vegna þess að of langt er til kirkj- unnar. Af fyrrgreindum sökum hafa ýmsir aðilar, kirkjufé- lög og kristilegar stofnan- ir víða um heim, talið nauö synlegt að komið verði upp kirkju á Lundúnaflugvelli. Yfirvöld á flugvellinum hafa ekkert haft á móti slíkri ráðagerð um bygg- ingu kapellu þar, sem fólk hinna ýmsu kristilegu kirkjufélaga gæti átt bæna stund. Og þetta verkefni var tekið föstum tökum. Arkitektinn Frederick Gibberd fékk það hlutverk að teikna kirkjuna og það tókst afarvel og fór fram úr björtustu vonum manna. Ákveðið var að byggja kap- elluna neðanjarðar, undir flugvellinum og koma þar með að mestu í veg fyrir hinn ærandi hávaða. Kap- ellan er byggð eins og hjól í laginu. í miðju þess er altari ásamt krossi. En í göngunum út frá miðju hjólsins er altari og bæna- bekkur. Þannig fá hinar Framh. á bis. 7. Á ýmsu hefur gengið. Hér sjást Ben Bella og Boumedienne á meðan allt lék í lyndi og þeir stóðu saman í baráttunni. * Frjáls þjóð — Fimmtudagur 30. maí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.