Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 5
Loftmynd af hofcni Grundarfjarðar og næsta nágrenni, Lárós fyrir miðju. Greinilega má sjá 300 metra stíflugarðinn, er skilur Lárvatn frá sjónum. GLEÐILEGUR ÁRANGUR ILL TIÐINDI , • ' ' ' • ■ ' . 1 Að undanförnu hafa blöð og útvarp flutt slæmar fréttir af mengun vatns í Elliðaánum, sem m. a. er tal ið hafa orsakað illkynjaðan sjúkdóm á laxaseiðum í l eldisstöð Stangaveiðifélags Rej'kjavíkur við Elliðaár. Telja þeir stangveiðifélags ménn, að mikil hætta sé á ferðum í sambandi við framtíð fiskstofnsins í Ell- iðaám af völdum aukinnar byggðar í grennd við árn- ar. Borgarráð hefur þetta mál nú til meðferðar og er þess að vænta að gripið verði til margskonar ráð- stafana til að firra frekari spjöl'lum og gera úrbætur til að þessi gersemi sem árn ar eru, verði forðað frá al- gerri eyðileggingu. Sem betur fer, hefur enn sem komið er, þessa vanda- máls, er snertir mengun veiðivatna, lítið sem ekki gætt hér fyrr en nú. Áhugi fer vaxandi fyrir því að koma í veg fyrir spjöll af þessum sökum. Erlendis hefur mengun veiðivatna verið mikið vandamál í lengri tírna. í Danmörku hefur t. d. fiskeldi orðið fyrir miklum búsifjum af völdum óhreininda, sem borizt hefur í vatni til stöðv anna. Alkunnugt er, hve margar ár í Evrópu, sem áður var lax í, hafa orðið fisklausar vegna mengun- ar. ’ Fiskifræðingar í Evrópu- löndum hafa rætt þessi vandamál og á fundi í Par- ís á s.l. ári var fjalláð sér- Framhald á bls. 7. Eins og lesendum „Frjálsr- ar þjóSar“ er kunnugt, er verið að gera afar athyglis- verða tilraun í fiskrækt og fiskeldi í Lárósi í Grundar- firði á Snæfellsnesi. Þama hefur veriS byggður 300 m. langur stíflugarður, er mynd ar svokallað Lárvatn. Sleppt hefur þegar verið hundm.cS- nm þusunda laxaseiða af ýmsum stærSum í vatniS. Það er Fiskræktarfélagið Látravík, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum. Fé- lagið er almenningshlutafé- lag með tæplega 200 hluthöf um. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Jón Sveinsson, raf- virkjameistari. Fyrir nokkru var haldinn að alfundur Látravíkur og komu fram á fundinum ýmsar upp- lýsingar um starfsemi þess. Mikiö fjármagn hefur verið lagt í framkvæmdimar og nemur sú upphæð um 7 millj. króna til þessa. Mikil bjart- sýni ríkti á aSalfundinum, enda árangur til þessa veriS góður. Á sl. sumri var sleppt í Lár- vatn um 45.000 ársgömlum laxaseiSum flestum af sjó- göngustærS, en af þeim hafði Veiðimálastofnunin merkt 840 með sérstökum plast- merkjum. Þá var sleppt um 24.000 sumaröldum laxaseið- um í vatnið. Hafa þá veriS sett frá upphafi í Lárvatn um 110.000 ársgömul og sjó- gönguseiSi, og um 140.000) sumaralin laxaseiði, en alls hafa 1.690 sjógönguseiSi ver ið merkt hjá félaginu af VeiSimálastofnuninni. Á 3. HUNDRAÐ LAXAR Á sl. sumri gfengu í Lárós 229 laxar. Mest var gangan 19. og 20. ágúst, en þessa tvo daga gengu alls 113 laxar. Alls veiddust í gildruna 6 merktir laxar, allir í ágúst- mánuði, ennfrentur veiddust 3 merktir laxar í tveimur sjáv arvöSlum eigi víðsfjarri Lár- -ósi. Allir voru þessir laxar merktir í m.aí 1966 aS Laxa- lóni,- og fluttir þaðan samdæg urs í Lárvatn, voru þeir þá 15—17 cm að lengd, en þeg- ar þeir veiddust aftur voru þeir 60—70 cm og höfðu lengst um 45 cm aS meðal- tali frá útsetningu. Vógu lax- arnir 2—4 kg eftir einn vet- úr í sjó. STRANGT EFTIRLIT í fyrra sumar varS vart við, aS menn urSu gripnir veiðiáhuga og voru net sums staðar lögS í sjó meS strönd- inni utar frá Lárósi. Var reynt að sporna víð þessu, m. a. með því að fara fram á, aS lögregluyfirvöld rannsökuSu máliS og meS þvi að tveir menn voru lögskipaðir til eft irlits. Ekkert sannaSist þó um ólöglega laxveiSi í sjó, en sterkur grunur beindist að nokkrum mönnum, og full- víst er talið, að allmikiS af laxi hafi veiðst í sjó, sem ann ars hefði gengiS í Lárós. Auk þess sem laxveiði er, samkv. veiSilöggjöfinni, stranglega bönnuS í sjó og sömu viður- lög eru viS því eins og um hvern annan veiSiþjófnað væri aS ræða, þá er það furðulegt, aS menn vilji reyna að spilla fyrir og jafn- vel bindra framgang nýrrar atvinnugreinar í þeirra eigin heimahéraði. ★ Úfærufoss „Eldgjá er ein hin mesta undrasmíði íslenzkrar nátt úru og á engan sinn líka á allri jörðinni. Hún er talm um 30 km löng og nær frá Gjátindi suðvestur í Mýr- dalsjokul, óslitið að kalla. í Eldgjá Á þessari löngu leið liefur hún rifið sundur fjöll og hálsa, eins og pappírsblað, svo að ekkert hefur megnað að standa á móti þeirri ógn arorku, sem hefúr skapað hana. Misdjúp er hún þó nokkuð, eins og vænta má, því að þar sem hún ligg- ur yfir lægðir og dali, hef- ur hún fyllzt af hrauni. En hvergi er hún stórkostlegri en einmitt hér á nyrzta kafl anum: frá veginum og norö ur í Gjátind. Þar er hún allt að 279 m á dýpt og um 600 m breið.“ Úr „Frá óbyggð- um“ eftir Pálma Hannes- son. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 30. maí 1968 I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.