Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 7
vakna einn góðan veðurdag við þacS, aS þeir eru búnir að missa af strætisvagninum. Þá verður of seint aS endur- nýja og útgerSin hefur blátt áfram ekki bolmagn til bess. Ef viS tðkum tæknina í okkar þágu og fáum unga á- hugamenn til liðs við okkur, þá er ég viss um að togaraút- gerðin verður bjargvættur þjóSarinnar eins og fyrr. Tæknileg menntun og fjöl- þætt starfsþekking verSur aS koma til. Aukin kunnátta þýð ir aukinn og verSmætari afla. Rannsóknir og tilraunir með veiSarfæri hafa ekki veriS til og leiðbeiningarstöð fyrir skipstjómar- og útgerðar- menn í því efni er engin til. Verðmætum tíma hefur verið kastaS á glæ og sjómenn hafa sjálfir orSiS að þreifa sig á- fram í blindni til aS ná þeim árangri, sem þeir þó hafa náð til þessa. AuSvitaS nær þetta engri átt. Og ef við förum ekki strax að gera eitthvað í þessum málum þá missum við frá okkur þá fáu menn, sem enn þá starfa að togaraútgerS í landinu. Ég tel þetta mál málanna, hvað viS kemur sjávarútvegi okkar í dag, sagSi Loftur Júlíusson að lokum.“ 111 tíðindi Framhald af bls. 5. staklega um 5 ára áætlun, er gerði ráð fyrir tilraun til að rækta að nýju fisk í ám, sem orðið höfðu meng uninni að bráð. Er ætlunin að taka þessi mál föstum tökum þannig, að unnið sé jöfnun höndum að því að fjarlægja eyðingarvaldinn og sleppa laxaseiðum í árn ar. Vonast menn eftir að þetta takizt sumsstaðar vel. Ekki sízt vegna þess hve skiln ingur manna fer vaxandi á gildi hinnar lifandi nátt- úru í daglegu lífi borgar- búans. Úr víðri veröld Framhald af bls. 3. ýmsu kristnu kirkjudeildir hver sína kirkju. Kapellan á Lundúnaflug- velli sem er kennd við St. George verður í umsájá al- þjóðlegs hóps, en þar eiga sæti m. a. ritari Hins frjálsa sameinaða kirkjuráðs, enn- fremur biskuparnir í Kens- ington og Arundel og Brigh ton. Byggingarkostnaður við þessa sérstæöu framkvæmd undir Lundúnaflugvelli er áætlaður um 100 þúsund sterlingspund og mun því fjármagni verða safnað með frjálsum samskotum meðal kirkjufélaganna um allan helm. Nýjung í íslenzkri bankastarfsemi FerSatékkar Útvegsbankans eru öruggur gjaldmiðill, hvar sem er á landinu. Ferðaskrifstofum, flug- og skipafélögum, hótelum, veitingastöðum, benzín- og olíuafgreiðslustöðum, bönkum og sparisjóðum og hverjum öðrum, á að vera fullkomlega óhætt að veita þeim viðtöku fyrir veitta þjónustu, eða gegn greiðsfu í peningum. Þeir auðvelda mönnum að ferðast um sitt eigið land. Ferðatékkar Útvegsbankans eru til sölu í Úvegsbanka íslands, aðalbank- anum og öllum útibúum hans. Þannig lítur ferðatékki Útvegsbankans út, þegar handhafi hefir greitt hann og tekið við honum í bankanum. (Takið eftir rithandarsýnishorni útgefanda efst til hægri. Það er ritað að starfsmanni bankans áhorfandi). Þannig lítur sami ferðatékki út, þegar handhafi hans hefir framselt hann. (Takið eftir síðari eiginhandaráritun útgefanda neðst til hægri. Hún er skrifuð að viðtakanda áhorfandi. Hann ber hana saman við rithandarsýnis- hornið og gengur sjálfur úr skugga um að ekki „sé um fölsun að ræða). Útvegsbanki íslands Kringlumýrarbraut. bönnuð á eftirtöldum Auglýsing um umferð í Reykjavík Að fengnum tillögum borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið ákveðið að setja eftirfarandi reglur um umferð samkvæmt heimild í 65. gr. umferðar- laga nr. 26 frá 2. maí 1958: 1. Einstefnuakstur: 1. Á Hverfisgötu til austurs frá Lækjargötu að Ingólfsstræti. 2. Á Brávallagötu frá austri til vesturs. 3. Á húsagötum við Miklubraut til austurs. 4. Á húsagötu við Laugarnesveg til norð- austurs. 5. Á húsagötu við Kleppsveg til austurs. 2. Einstefnuakstur á Hverfisgötu austan Snorra- brautar er felldur niður og upptekin tvístefnu- akstur. 3. Umferðarljós, verða tekin í notkun á eftirtöld- um gatnamótum: 1. Miklubraut — Kringlumýrarbraut. 2. Miklubraut — Háaleit|sbraut. 3. Miklubraut — Grensásvegur. 4. Suðurlandsbraut — Álfheimar. 5. Suðurlandsbraut — Grensásvegur. 6. Suðurlandsbraut 4. Vinstri beygja verður stöðum: 1. Af Lækjargötu úr suðri inn í Austurstræti. 2. Af Laugarnesvegi til austurs inn á Laugaveg. 3. Af Vallarstræti til norðurs inn í Pósthússtr. 4. Af Hringbraut úr^vestri inn á Sóleyjargötu. 5. Af Laugavegi úr vestri inn á Höfðatún. 6. Af Snorrabraut úr norðri inn á Hverfisgötu. 7. Af Laugarnesvegi úr suðri til vesturs inn á Borgartún. 8. Af Laugarnesvegi úr norðri til austurs inn á Borgartún. 9. Úr Skólabrú til norðurs inn á Lækjargötu. 5. Bann við hægri beygju verður afnumið á eftirtöldum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstræti. 2. Af Lækjargötu úr norðri inn á Skólabrú. 3. Af Laugarnesvegi til vesturs inn á Laugaveg 4. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hringbraut. 6. Stöðumælar verða settir upp á eftirtöldum stöðum: 1. Amtmannsstíg að sunnanverðu á milli Skólastr. og Lækjargötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur. 2. Frakkastíg að austanverðu á milli Grettis- götu og Laugavegar .GÍald sé 1 kr. fyrir hverjar ðýrjaðar 15 mínutur. 3. Frakkastíg að austanverðu milli Laugavegar og Hverfisgötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 7. Laugavegi vei’ður lokað austan Rauðarár- stígs. Auglýsing þessi öðlast gildi 26. maí 1968 kl. 06,00. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. maí 1968. SIGURJÓN 5IGURÐSSON Frjáls þjóð — Fimmtudagur 30. maí 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.