Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 1
LITIÐ FRETTABLAÐ f jallar allt um forsetakosningarnar LÁRUS FEKK EINNIG DÓM Dæmt í sök og gagnsök í Lárusarmálum I sfSusfu viku var kveðinn upp dómur í Borgardómí Reykjavíkur af Gu'Smundi Jónssyni, borgardómara, í Bergur Sigurbjörnsson. fyrsta máli Lárusar Jóhannes- sonar, (yrrverandi hæstaréttar- dómara, gegn Bergi Sigur björnssyni, ábyrgðarmanni Frjálsrar þjóSar. Orslit málsins ur'ou þau, a'b' í aðalsök var Bergur dæmdur til að grefoa Lárusi kr. 25.000,00 í bœtur en í gagnsök var Lárus dæmd- ur til ab greioa Bergi kr. 15.000,00 í bætur. Bergur var í aðalsök dænidur til að greiSa Lárusi 5000 krónur í birtingar koslnab' og kr. 15000 í máls- kostnaS en í gagnsök var Lárus dæmdur til ao greiða Bergi 2500 krónur í birtingarkostn- ab og 6500 í málskostnab. — Bábir voru og dæmdir til greiðslu sektar til ríkissjóSs, Bergur kr. 5000,00 og 10 daga varbbald til vara, en Lárus kr. 2000,00 og 4 daga varbbald til vara. Tílgreind ummæli voru dæmd ómerk. Lárus Jóhannesson. Mál þetta hófst í apríl 1 964, er Lárus Jóhannesson stefndi Bergi Sigurbjörnssyni fyrir skrif Frjálsrar þjóðar um víxil- málin svonefndu á öndverðu ári 1964. Voru þau skrif í beinu framhaldi af því, sem þegar hafSi veriS skrifað um þessi mál í blaðinu á árinu 1963, en þá var Einar Bragi ábyrgðarmaður blaSsins og hafði Lárus þegar stefnt hon- um og stjórnarmönnum útgáfu- félags blaðsins. I máli þessu krafðist Lárus þess, að Bergur yrSi dæmdur til fangelsisrefs- ingar fyrir efni og birtingu um- ræddra greina og auk þess yrSi hann dæmdur til aS greiSa sér þrjú hundruS þúsund krónur í bætur og fimmtán þúsund í birtingarkostnaS auk alls máls- kostnaSar. Hóf Lárus aðgerSir sínar gegn Bergi meS því að fá framkvæmda í fógetarétti Reykjavíkur kyrrsetningu á í- búð Bergs til tryggingar ofan- greindum kröfum sínum og hef ur sú kyrrsetning staðiS til þessa dags, eSa í rúm 4 ár. BERGUR GAGN- STEFNDI I málsskjölum sínum var Lár us mjög stórorSur um Berg og gerSi honum upp verstu hvatir. 1 upphafi greinargerSar Lárus- ar í málinu segir m. a. svo: ,,Til þess aS sýna stefndum, aS mér er full alvara að ná mér niSri á honum fyrir allt athæfi hans, hef ég hafið málssókn þessa meS kyrrsetningu á eign- Framhald á bls. 7. GANGIÐ KEFLAVIKURGÖNGU Skrifstofan Látið skrá Keflavíkurgangan hefst við hlið Keflavíkurflugvallar kl, 9.00 á sunnudag. Bílar munu leggja af stað frá ýmsum stöð um í bænum kl. 7.30 (sjá aug- lýsingu á 7. síðu). Bílalestin mun íeggja af stað frá Kópa- vogslæk kl. 8. Við upphaf göngunnar verð- ur flutt stutt ávarp, en síðan lagt af stað um kl. 9.00, eins er aö Aöalstræti 12 ykkur í síma 24701 Merki Keflavíkurgöngunnar og fyrr segir. Helztu áfangastaðir göng- unnar verða í Kúagerði, Straumi og á Hvaleyrarholti. í hverjum þessara áfangastaða verður stutt dagskrá, ávörp og upplestur. Með göngunni verða bif- reiðar, sem flytja föggur göngumanna ög fólk, sem ósk- ar ekki að ganga alla leið, á milli áfanga. Göngufólk er beðið að athuga, að ekki verð ur seldur úr bílunum neinn matur, en hægt verður að fá þar öl og gosdrykki. Fólki sem vill koma til móts við gönguna einhvern tíma dagsins, er bent á, að áætlun- arbifreiðar til Keflavíkur fara frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30, 13.30, 15.30 og 17.30, og ferðir eru frá Keflavik á sama tíma. Gangan verður sunnan við Hafnarfjörð um kl. 19, í Kópa- vogi um 9-leytið og á öskju- hlíð um 10-leytið. Útifundurinn Að göngunni lokinni verður haldinn útifundur við Miðbæj- arskólann, og hefst hann kl. 10.45. Dagskrá fundarins er enn ekki ákveðin í öllum atrið um, en þó er ákveðið að þar mun Stefán Jónsson dagskrár- fulltrúi og Heimir Pálsson stud. mag. flytja ávörp, og væntanlega munu fundar- menn taka lagið saman að Framh. á bls. 7. Myndin sýnir leið Keflavíkurgöngunnar 1968 og helztu áfanga V

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.