Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 4
.V.V.V.'AV.VV.WAW.V'.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.VV. í BARÁTTU GEGN Útifundir hernámsandstæðinga að loknum göngum þeirra hafa jafnan verið meðal fjölsóttustu ög glæsilegustu funda í höfuðborginni. 1949 íslendingar ganga í NATO Það er óþarft að fara mörgum orðum um þann ó- heillaverknað, er ísland gerðist aðili að Atlantzhafs bandalaginu 1949. Sá at- burður varð með þeim hætti að íslenzkir ráðamenn voru blekktir með þeim upp lýsingum, að yfirvofandi væri innrás Rússa á Norð- urlönd, einkum Noreg. Á sama hátt voru fulltrúar á þingi norska Verkamanna- flokksins í febrúar 1949 hræddir með þeim orðrómi, sem haldið var á lofti, að innrás væri yfirvofandi. Upplýsingar liggja fyrir um þennan málatilbúnað, sem runninn var undan rifj,um Bandaríkjamanna. Af þessu létu íslenzkir ráðamenn einnig blekkjast og því var rofið hlutleysi það, sem lýst var yfir við stofnun lýðveld- isins 5 árum áður. Við gerð Atlanzhafssamn ingsins var því hátíðlega lofað, að ekki yrði á íslandi her á friðartímum, en að- eins tveimur árum síðar og fimm árum eftir að þjóðin hafði ákveðið hafnað herað- stöðu Bandaríkjanna til 99 ára, var kallað á bandarísk an her hingað, af því að stríð var háð í fjarlægri heimsálfu. Þetta var 1951, 5. maí. Þegar sýnt þótti að her- verndarsamningurinn var ekkert stundarfyrirbæri, heldur var það ætlun ráða- manna að herstöðin í Kefla vík yrði einn varanlegur hlekKur í þeirri keðju her- stöðva, sem Bandaríkin voru að koma sér upp um gjörvalla heimsbyggðina, hertu andstæðingar her- námsins smátt og smátt bar- áttuna fyrir því að samn- ingnum yrði sagt upp og að landið segði sig úr Nato, sem væri forsenda herset- unnar hér. Það voru stofn- uð samtökin Gegn her í landi, sem að vísu urðu ekki langlíf, en undir- bjuggu þann jarðveg, sem íslenzk hernámsandstaða átti eftir að vaxa í. 1958 Friðlýst land 1956 samþykkti Alþingi ályktun um að endurskoða herverndarsamninginn í því skyni að herinn færi úr landi. Þessi ályktun var tek in upp í málefnasamning þann, sem gerður var við myndun vinstri stjórnar- innar. En ekki voru þó efnd irnar áiyktuninni samkvæm ar, því að þingmenn þótt- ust hafa ástæður fyrir því að stinga henni undir stól. Þegar Ijóst 'var, að alþingi ætlaði ekki að beita sér frekar í þessu máli, tók að myndast hreyfing gegn her setunni, og voru rithöfund- ar þar frumkvöðlar. Rithöf- undafélag íslands og síðan Félag íslenzkra myndlistar- manna beittu sér fyrir al- mennum fundi í desember, 1957, þar sem samþykkt var ávarp til íslenzku þjóðar- innar. Þeir sem höfðu unnið að undirbúningi þessa fundar stofnuðu formlega með sér samtök 20. marz 1958, sem hlutu nafnið: Friðlýst land — samtök rithöfunda og menntamanna. 19. júní 1960.1. Keflavíkur- ganga Á fundi í ffamkvæmda- ráði samtakanna Friðlýst land kom upp sú hugmynd að fara í mótmælagöngu frá Keflavík til Reykjavíkur og halda útifund þar að göngu lokum. Þessi hugmynd varð að veruleika 19. dag júní- mánaðar 1960. Það var fyrsta Keflavíkurgangan. 233 gongumenn höfðu lát- ið skrá sig kvöldið fyrir gönguna, en í hana bætt- ust hundruð manna eftir þvi sem á daginn leið, svo að nálægt 8 þús. manns tók þátt í útifundinum um kvöldið. Aðgerðirnar vöktu geysimikla athygli. Jóhann- es úr Kötlum var fundar- stjóri á útifundinum og fjór ir göngumenn töluðu til mannfjöldans, Gils Guð- mundsson, Magnús Kjart- ansson, Jónas Áriiason og Þorvarður Örnólfsson, sem flutti samþykkt Keflavíkur- göngunnar, sem samþykkt var í fundarlok og hljóðaði svo: Vér viljum ævarandi hlut- leysi íslands. Vér viljum engan her hafa í landi voru og engar her stöðvar. Vér krefjumst þess, að ísland segi upp varn- arsamningi við Banda- ríki Ameríku, að herstöðvar allar hér á landi séu niður lagðar og hinn erlendi her verði á brott úr landinu, að ísland gangi úr Atlants- , hafsbandalagi og lýsi yf- ir því, að það muni aldrei framar gerast að- ili að hernaðarsamtök- um. Haustið 1960. Þingvalla- fundur Eftir hina velheppnuðu Keflavíkurgöngu óx and- stæðingum hersetunnar ás- megin, svo að efnt var til stofnunar þeirra samtaka, sem síðan hafa þorið uppi merki baráttunnar, Sam- taka hernámsandstæðinga. Undirbúningur stofnunar þessara samtaka fór fram með fundahöldum víða um land og stofnun héraðs- nefnda, en í september það ár var efnt til Þingvalla- fundar, þar sem gengið var frá stofnun þeirra með þátt töku manna úr öllum stjórn málaflokkum hvaðanæva af landinu. 1961 Undirskriftasöfnun Eitt af fyrstu verkefnum samtakanna var að efna til skoðanakönnunnar um það, hversu mikill hluti lands- manna í raun og veru styddi baráttumál hernámsand- stæðinga. Var því komið á fót undirskriftasöfnun um land allt árið 1961, og var niðurstaða hennar birt þá um veturínn. Benti undir- Friáls bióð — Fimmtudagur 20. iúní 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.