Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 5
ERLENDRI HERSETU .V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V/.V.V.V.V.V.V skriftasöfnunin til þess að þá hefði hlutleysisstefnan átt meirihlutafylgi að fagna í almennri þjóðaratkvæða- greiðslu um það mál. Slík kðnnun hefur ekki verið gerð síðan, en þess væri nú mikil nauðsyn. 7. maí 1961 — 2. Keflavík- urganga Vorið 1961 var aftur lagt af stað í mótmælagöngu frá Keflavík. Tókst þessi ganga með miklum ágætum og mikill manngrúi sótti úti- fundinn um kvöldið. Ræðu- menn voru Bergur Sigur- bjömsson, Halldór Kristj- ánsson á Kirkjubóli, Stefán Ögmundsson, örlygur Hálf- danarson og Einar Bragi. 1962 Meimingarvika Listamenn áttu heiðurinn af því að hrinda stofnun samtakanna af stað og þeir hafa jafnan verið öflugast- ir stuðningsmenn hins ís- lenzka málstaðar. í marz 1962 var komið á fót menn ingarviku á vegum samtak- anna, þar sem flutt voru hugverki íslenzkra skálda í Ijóði og sögum. Myndlistar- menn sýndu verk sín og tónlístarmenn, leikarar og fyrirlesarar fluttu efni á nokkrum kvöldvökum í Listamannaskálanum. Þetta var skemmtileg nýbreytni í starfi samtakanna, sem átti eftir að setja svip sinn á baráttu þeirra. Listamenn hafa lagt ómetanlegan skerf til stuðnings málstaðnum og verið óþreytandi að leggja til efni, hvenær sem til þeirra hefur verið leit- að. 1962 Hvalfjarðax-ganga Þriðja gangan, sem sam- tökin beittu sér fyrir var mótmælaganga úr Hvalfirði til Reykjavíkur, sem tók tvo daga, 23.—24. júní. Ástæðan til þess að gengið var þessa leið, voru ný við- horf í „vörnum“ ameríkana hér á landi. Bandaríski flot- inn hafði tekið við Kefla- víkurflugvelli af landhern- um og lóranstöð byggð á Snæfellsnesi til miðunar fyrir kafbáta. Rætt var um flotastöð í Hvalfirði og hern um hafði verið leyft að kort leggja Faxaflóa um þær mundir. Lagt var af stað frá Hvítanesi, þar sem Bandamenn höfðu aðsetur í stríðinu. Sérstök athygli í Hvalfjarðargöngunni 1962 var íslenzki fáninn borinn fyrir eins og jafnan í göngum hernámsandstæðinga. var vakin á hinni augljósu hættu af ráðagerðum Banda ríkjamanna um flotahöfn kjarnorkukafbáta í Hval- firði. Um 200 manns hófu gönguna frá Hvítanesi, þar sem Guðmundur skáld Böðvarsson ávarpaði hóp- inn. Um kvöldið var leitað náttstaðar við Ártúnsmela, en haldið að morgni til Reykjavíkur. Eins og fyrr margfaldaðist gangan þeg- ar nær dró bænum, og þeg- ar þangað kom voru þús- undir manna með í göng- unni, en síðan var haldinn útifundur við Miðbæjar- skólann með gífurlegu fjöl- menni. Þar töluðu þeir Þór- oddur Guðmundsson rithöf undur, Sverrir Bergmann læknastúdent og Jóhannes úr Kötlum skáld. Þessi ganga heppnaðist vel, og hún varð öflug hvatning þess að halda starfinu á- fram. Haustið 1962 Landsfundur Fyrsti landsfundurinn var haldinn í Reykjavík 14. —16. september þá um haustið og ræddi um fram- tíðarstarf samtakanna. í sambandi við fundinn var farin ganga úr Kópavogi til minningar um Kópavogs- fund 1662. 1964 Keflavíkurganga Enn var haldið af stað í Keflavíkurgöngu að morgni 21. júní 1964. Gangan var ákveðin með tiltölulega stuttum fyrirvara, en þátt- taka var þó sæmileg bæði í göngunni sjálfri og úti- fundinum, þótt hvort tveggja hafi verið nokkuð undir meðallagi. Við brott- för frá hliði Keflavíkurflug vallar flutti Þorvaldur Örn- ólfsson stutt ávarp. Hann lauk máli sínu á þessa leið: „Tefjum þá brottförina ekki öllu lengur. Hefjum göngu héðan, einfalt tákn mótspyrnu gegn straumn- um hingað. Gefum hverju skrefi tilgang: gerum hvern genginn spöl að tákni um einlægan vilja til að sækja að því marki sem samtök okkar settu sér í öndverðu; felum í hverju spori bæn til guðs og góðra vætta íslands um sigur í þeirri baráttu; sýnum með þessari Keflavíkurgöngu trú okkar á komu þess dags þegar ísland verður aftur í sannleika frjálst11. 1964 Landsfundur við Mývatn 3.1andsfundur Samtaka hernámsandstæðinga var haldinn við Mývatn 5. og 6. september 1964. Áuk skipu lagsmála samtakanna voru helztu baráttumál rædd, og voru framsögumenn Guð- mundur Ingi Kristjánsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórar inn Haraldsson og Magnús Torfi Ólafsson. Fundurinn var prýðilega sóttur og fór vel fram. Þingeyingar höfðu undirbúið fundinn með prýði og aðsókn var góð úr héraðinu. 1965 Menningarvika Fyrstu dagana í maí 1965 efndu Samtökin aftur til Menningarviku, sem var nokkurs konar aðdragandi að Keflavíkurgöngu 1965. íslenzkir listamenn veittu hér Samtökunum mikilvægt brautargengi sem vlöngum fyrr. Vikan hófst, er Þór- oddur Guðmundsson skáld opnaði myndlistarsýningu í Lindarbæ, en þar sýndu 37 málarar og myndhöggvarar verk sín. Meðal annars efn- is sem flutt var á þessari listahátíð má nefna, að frumfluttir voru tveir fs- lerízkir leikþættir. Leifcþætt irnir eru mjög nýstárlegir og skemmtilegir, og var þeim prýðilega tekið, en það sem mesta athygli vakti á menningarvikunni og bezt ar undirtektir hlaut, hefur þó vafalítið verið flutning- ur Sóleyjarkvæðis Jóhann- esar úr Kötlum við hljóm- list eftir Pétur Pálsson; flytjendur voru 7, allt ungt fólk. Auk þessara atriða fór fram tónlistarflutning- ur, listdans, upplestur skálda úr verkum sínum og erindi voru flutt um sögu og þjóðmenningu. Menningarvikan 1965 var glæsilegur vottur um gróskumikið sköpunarstarf, enda var hún prýðilegur inngangur að aðalviðburði ársins 1965 í starfi sam- takanna, en það var 1965 Keflavíkurganga Brezkur her steig á land á íslandi 9. maí 1940. Rétt- um 25 árum seinna var þessi fjölmenna Keflavík- urganga farin til að mót- mæla aldarfjórðungsher- setu í landinu. Gönguna hófu 270 manns. Áður en lagt var af stað flutti Bryn- dís Schram snjallt ávarp. Veður var heldur drunga legt um morguninn. Svört regnský grúfðu yfir eyði- legum Reykjanesskaganum, og skúradembur helltu sér miskunnarlaust yfir göngu- fólk. En brátt birti í lofti, sólin brauzt út úr skýjum, og það sem eftir var dags- ins var veður hið fegursta. Þegar fram yfir hádegi kom, fór göngufólki að bæt- ast liðsauki, svo jafnt og Framh. á bls. 7. Hér má sjá hluta fundarmanna á útifundi, er haldinn var aðlokinni Keflavíkurgöngu 1964. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 20. júní 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.