Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 6
á valdi fasismanum I eitt ár hefur fasisminn ráSiS ríkjum í Grikklandi. Hinn 21. apríl 1968 var herforingjaklíkan fastari í sessi en hún var fyrst eftir 21. apríl 1967. ÞaS er þó ekki vegna þess, að gríska þjóðin hafi vottað henni traust sitt. Sú ró, sem nú ríkir í Grikklandi er ró, sem byggist á valdbeitingu, her- mönnum, vopnum og ótta. Enda þótt nokkrir andstæð- ingar klíkunnar hafi veriS látnir lausir úr fangelsi, þá er það ekki af mannúðar- ástæSum eSa vegná lýðræS isástar, heldur gert í þeim tilgangi aS draga úr and- úðinni erlendis og til að þóknast erlendum öflum, sem hlynnt eru fasistastj órn- inni af hernaðarlegum og efnahagslegum ástæðum. Enn sitja þúsundir manna í fangelsum, líklega um þaS bil tíu þúsund manns, þar á meSal leiðtogar hinna rót- tækustu í landinu. Eru þess- ir fangar meðhöndlaSir á hryllilegasta hátt og beittir ótrúlegustu pyndingum. ÞJÓÐARATKVÆÐI NÚ ER SKRÍPALEIKUR Herforingjastjórnin boS- ar þjóSaratkvæSagreiSslu meS haustinu um nýja stjórn arskrá. ÞjóSaratkvæði við núverandi aSstæður er skrípaleikur og aS sjálf- SÖgSu mun stjórnarskráin ekki á nokkurn hátt full- nægjá kröfum lýðræSis. Fas istastjórnin mun setja póli- tískri starfsemi skorSur, meta menn og flokka og rétt indi þeirra. Mun henni tak- ast aS blekkja meS þessum vinnubrögSum? Munu flest ir þeir, sem í dag harma á- standið í Grikklandi róa sjálfa sig með því aS segja ,,að þetta sé orSiS betra í Grikklandi enda þótt lýS- ræSið fullnægi ekki kröfum okkar um þaS stjórnar- form"? ÞaS þýSir beinlínis þaS, að þaS skuli jafnan vera Bandaríkin, sem á hverjum tíma ákveði, hvaS sé lýSræði og hvaS sé frelsi nvarvetna í heiminum. NATO OG BANDARÍKIN STYÐJA STJÓRNINA Hið „vestræna lýSræSi'" er á góSri leiS meS að sigra í Grikklandi á jafn áhrifa- ríkan hátt og þaS sigraSi með Truman kenningunni og bandarískum herflokkum áriS 1949. Stjórnin mun væntanlega punta upp á and lit einræðisins enn frekar. ÞaS hefur þó reynzt vera ó- nauSsynlegt. NATO-ráSið hefur hafnað eindregiS aS fjalla um ástandiS í Grikk- landi. Engin „afskipti af inn anríkismálum". Hvort um fasisma sé aS ræSa skiptir engu máli fyrir það Atlants hafsbandalag sem skreytir sig helzt meS því aS vera skjöldur lýSræðis og frelsis. Grikkland er meSlimur NATO eftir sem áSur meS öllum réttindum og á þjóS- hátíðardag Grikkja, 25. marz, tilkynnti Bandaríkja- stjórn, aS hún væri ánægS meS þróunina í Grikklandi og tilkynnti jafnframt að vopnasendingar til landsins yrðu teknar upp á ný aS fullu. Ásamt Vestur-Þýzka- landi gáfu Bandaríkin vopn fyrir tvo milljarða norskra króna frá valdatökunni í apr íl til ársloka 1967. ÆSsti yfirmaSur flota Atlantshafs bandalagsins, hinn banda- ríski aSmíráll, Horatio Ri- vero, bauS herforingjunum til miSdegisverðar og full- yrti, aS aldrei fyrr hefSi Grikkland veriS eins traust verðugt og staSfast banda- lagsríki. I samræmi við þetta var og fullyrðing Dean Rusks þegar 29. apríl, eSa 8 dögum eftir valdatökuna: „Mér þykir vænt um aS geta fullyrt aS Grikkland mun á- fram vera NATO til öflugs stuSnings". ERLENT FJÁRMAGN STREYMIR TIL LANDSINS Erlent fjármagn streymir nú til landsins í langtum rík ari mæli en nokkru sinni fyrr, ekki einungis frá Bandaríkjunum, heldur einn ig frá mörgum Evrópuríkj- um, einkum Þýzkalandi, en einnig frá Svíþjóð, því landi sem þrátt fyrir allt hefur tek iS eindregnasta afstöSu gegn herforingjaklíkunni. Fjármagnseigendurnir sjá sér hag í aS festa fé í landi þar sem vopnin skapa stöS- ugleika og jafnframt er þeim Ijóst aS fjárfestingar þeirra tryggja þennan stöðugleika. Alþjóðabankinn, sem aldrei hefur veitt Grikklandi að- stoS, hefur nú veitt þangaS stórt lán gegn mótmælum, m. a. frá Andreasi Papan- dreou. HLUTVERK CIA ÞaS varS fljótlega Ijóst, að viS valdatöku herforingj- anna hafSi CIA haft veiga- mikiS hlutverk meS hönd- um. ÞaS varð og brátt kunn ugt að ekki einungis CIA heldur einnig bandaríska rík isstjórnin vissi um og studdi áætlun um annað valdarán af hálfu Konstantíns kon- ungs og herforingja hans. ÞaS er fyrir löngu kunn staSreynd aS valdarán of- urstanna varS bara aSeins á undan fyrirhuguðu valda- ráni konungs og herforingja hans. HiS síSarnefnda átti aS fara fram í sambandi við kosningar þær, sem fram áttu aS fara 28. maí 1967 og margt bendir til þess að það hefSi átt aS framkvæm ast er kosningabaráttan form lega hófst eSa aSeins tveim dögum eftir aS ofurstarnir hófust handa. JOHNSON VISSI UM VALDARÁNIÐ Lengi vildu NATO-sinnar ekki viðurkenna tilvist starf semi CIA. En með því aS staSreyndir hafa hrannast upp hafa menn orðiS aS játa að CIA rekur víStæka alþjóSlega starfsemi. Menn reyna þó enn að sýkna Bandaríkjastjórn á þeim for sendum að ClA fari sínar eigin leiSir Enginn vafi leik ur á um frjálsræði stofnun- arinnar til ýmissa verka, en stofnunin er sem ríki í rík- inu og opinberlega studd af bandaríska ríkinu. Hinn mikli fjárstuSningur frá CIA til ýmissa aSila eins og t. d. til innrásar á Kúbu, var háS ur samþykki forsetans (Kennedys). Þannig var þaS einnig í Grikklandi. ÞaS var ekki aðeins CIA heldur einnig ut anríkisráSuneytið og varnar málaráSuneytið í Washing- ton ,sem vissu fyrirfram um valdarán ofurstanna. Amer- íski hagfræSiprófessorinn Steven Rousseas hefur skrif- aS bók („The Death of Democracy — Greece and the American Conscience"”) og skýrir þar m. a. frá fundi að frumkvæSi ráSgjafa Johnsons forseta, Walt Ros- tows, þar sem rætt var um bæSi hin áætluSu valdarán og Bandaríkjamenn tóku virkan þátt í undirbúningi ofurstanna. Rousseas bendir einnig á fyrr þekktar staS- reyndir um starfsemi banda- ríska sendiráðsins og þá stað reynd aS 7. floti Bandaríkja manna varpaði akkerum í Aþenu þegar byltingin hófst og lá þar unz henni var lok- iS og sigur tryggSur. Þannig hefur fasisminn komizt til valda í evrópsku landi meS aSstoS NATO og forysturíkis þess, Bandaríkj- anna. Hin fasistíska stjórn hefur haldið stöSu sinni í bandalaginu og jafnframt hefur vopnaaSstoS og er- lendar fjárfestingar aukizt í ríkari mæli en nokkru sinni á meðan lýðræSissinnaðri stjórnir voru viS völd í Grikklandi. Þessu ættu þeir aS leiSa hugann aS, sem nú velta fyrir sér, hvort Noreg- ur eigi aS vera áfram með- limur í NATO. UmræSur um Grikkland í dag eru ó- hugsanlegar öSruvísi en þær snúist jafnframt um Banda- ríkin og Atlantshafsbanda- lagið. ASstoð til handa hinni grísku þjóð er árangurslaus án baráttu gegn hinum leiS- andi Bflum í Bandaríkjun- um og NATO, sem bera á- byrgS á atburSunum. I dag erum viS banda- menn fasismans og þeirra afla, sem komu honum til valda og halda honum viS völd. Noregirr ber beirdrnis þunga ábyrgð á harmleikn- um í Grikklandi. Norskir stj órnmálamenn taka á móti Grikkjum erns og Andreas Papandreou og Melína Mer- couri. ÞaS skapar vktsæícRr. En hve lengi geta þeir sýnt tvö andlit? (’Úr Orientering). LEIÐRETTING Mér miklu fróðari menn um íslenzka persónusögu hafa bent mér á, aS ég hafi heldur betur hengt bakara fyrir smiS, er ég taldi Árna Gunnarsson fréttamann vera nið Helga bónda á Skútu- stöSum. Hafi ég þarna rugl- aS heiftarlega saman nöfn- um. Mér er bæSi ljúft og skylt aS biSja þá nafnana afsökunar á þessari villu. I þeirri von, að hver maður eigi sér a. m. k. eina leiS- réttingu orSa sinna. Heimir Pálsson. Útdráttur úr qrein eftir Finn Gustavsen Mótmælaganga Grikkja í Berlín. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 20. júní 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.