Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 7
í baráttu Framhald af bls. 5. þétt fjölgaði í göngunni, og þegar nálægt Reykjavík var komið, streymdi fólk að þús undum saman til þess að ganga með seinasta spöl- inn. í Reykjavík var skotið á útifundi, , einum hinum fjölmennasta, sem nokkru sinni hefur verið haldinn í höfuðstaðnum. Þar töluðu þeir Magnús Kjartansson ritstjóri og Ingimar Erlend- ur Sigurðsson rithöfundur, en Jóhannes skáld úr Kötl- am las ættjarðarkvæði. Fundarstjóri var Jóh Múli Árnason. Nokkrar róstur urðu á fundinum, þar eð hópur hernámsvina hélt uppi bauli og skítkasti á fundarfólk í þeirri von að geta spillt fundinum. Átti lögreglan í nokkru stíma- braki við óaldarlýð á ýms- um stöðum fram eftir nóttu. x ' f \ 1966 Landsfundur Um 200 hernámsandstæð ingar sóttu landsfund Sam- taka hernámsandstæðinga í Bifröst 3.—4. sept. 1966. Þar var rætt um þjóðfrels- is- og menningarmál, er- lent fjármagn, alþjóðleg við horf hernámsmálanna og verkefni samtakanna. Fram sögumenn voru Júníus Kristinsson, Arnór Sigur- jónsson, Jónas Árnason og Ragnar Arnalds. Umræður fóru síðan fram í hópum um þessi efni. Um kl. 6 síðdegis á sunnu dag lauk fundi, og var þá ákveðið að ekið skyldi rak- leiðis að herbúðum í Hval- firði og haldinn þar stuttur útifundur. Þar flutti Jónas Árna- son stutt ávarp; og síðan var sungið ættjarðarljóð Eggerts Ólafssonar, ísland ögrum skorið. 1967 Listavaka í febrúar 1967 beittu Samtökin sér fyrir Lista- vöku í Lindarbæ. Þar voru flutt ljóð og fyrirlestrar, kvikmynd var sýnd í Há- skólabíói á vegum vökunn- ar. Mesta athygli á þessari vöku vakti tvímælalaust frumsýning á þremur þátt- um úr „Ótta og eymd þriðja ríkisins eftir Bertold Brecht“. Hjörtur Pálsson stud. mag. sleit Listavökunni með snjallri ræðu. Hann lauk máli sínu með því að vitna í ljóð eftir Guðmund Böðvarsson úr bókinni sem hann helgaði Samtökum hernámsantjstæðinga. Það á vel við að ljúka þessu sundurlausa yfirliti um merkustu atburði í sögu samtakanna með þessum sömu ljóðlínum: Og herjað skal á dauðann, þér vormenn vorrar móður, hins vetrarföla hauðurs er undir hjarni þreyr. Og dreifðir hópar mætast í von um vor og gróður, — það kemur Hörpuþeyr. Og við mætumst úti á snænum, þar sem manndrápshríðin hvín, við mætumst úti á sænum milli stranda, þar sem morgunsólin skín, við mætumst undir fánum allra landa. Loftleiðir Framh. af bls. 2. láta getið að um mitt árið 1967 komst farþegatala fé- lagsins frá upphafi yfir 1 milljón. Hinir svonefndu SOP-farþega, sem hér hafa viðdvöl á ferð sinni austur eða vestur um haf, voru 10.240 á s.l. ári, eða um 10% fleiri en árið áður. Samtals voru flutt 517 tonn af arðbærri frakt, en árið áður voru þeir flutn- ingar 379.5 tonn. Jukust flutningar þessir því um 36%. Af pósti voru flutt 294.2 tonn en 198 tonn ár- ið 1966. Aukning er 48.6%. Starfsmenn félagsins voru í árslok 1967, 1090, þar af unnu 715 hérlendis og 375 erlendis. Félagið greiddi hérlendum starfs- mönnum bónus kr. 4.400,- 000,00 eins og síðasti að- alfundur samþykkti. Greiðar samgöngur Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður for- maður Loftleiða flutti ræðu á aðalfundinum og sagði m. a. Örar og hagkvæmar sigl- ingar eru undirstaða allra framfara og allrar velmeg- unar hér á landi, en þó því aðeins að íslendingar sjálf- ir hafi óskorað vald yfir samgöngutækjunum. Við sem byggjum „hrjóstur- land á jarðarjöðrum“, meg- um aldrei falla í þá freistni að afsala oþkur samgöng- um að og frá landinu eða samgöngutækjum, þótt „tví dræg geti orðið andi og hold“, og stundarhagur hvetji til slíks afsals. Afsöl- um við okkur samgöngu- tækjum og skerðum að ein- hverju leyti ferðafrelsi landsmanna eða ferðaáætl anir vegna erlendra hags- muna, skapast fyrr en var- •ir sú aðstaða, sem Einar Benediktsson lýsti í ljóð- inu „Strandsigling" og varð aði aðstöðu í samgöngumál- um í landinu rétt fyrir eða um aldamótin síðustu: „Hroki í aðra hönd með orku í verki, á hina bljúgir menn“. Ég vona að aldrei verði sagt um stjórnendur þessa félags að þar fari „bljúgir menn“, þótt allur hroki sé og verði einnig ástæðulaus. Þótt fasmiklir menn í ferð- um víki fram að okkur og vilji ýta okkur úr vegi eða leggja okkur og íslenzku þjóðinni í heild hrakorð, munum við hvorki fara undan, beygja okkur né þegja, en halda á rétti hins frjálsborna manns og sjálf- stæðrar þjóðar til hins ítr- asta. Keflavíkurganga Framh. af bls. 1. skilnaði. Fundarstjóri verður Jónas Árnason alþingismaður. Gert er ráð fyrir, að lúðra- sveit verði með göngunni síð- asta spölinn. Merki göngunnar Gert hefur verið merki Keflavíkurgöngunnar 1968, og verður það selt í göngunni og á útifundinum. Merkið teikn- aði Gísli B. Björnsson auglýs- ingateiknari. Látið skrá ykkur strax Allir þeir, sem hug hafa á að taka þátt í göngunni allri eða einhverjum hluta hennar, eru beðnir að hafa strax sam- band við skrifstofu Samtaka hernámsandstæðinga 1 Aðal- stræti 12, s. 24701, til að láta skrá sig. Það auðveldar mjög allan undirbúning. Loks er allt áhugafólk um Keflavíkurgöngu, hvort sem það tekur þátt í henni eða ekki, vinsamlega minnt á, að undirbúningur göngunnar kostar allmikið fé, og eru menn hvattir til að leggja eitthvað í sjóðinn. Lárus fékk einnig dóm Framhald af 1. síðu. um hans til tryggingar fjárkröf- um mínum á hendur honum. Ég hef nefnilega enga trú á þjóðarsamskotum til þess að greiða þaer skaðabætur og málskostnað, sem stefndur verður vafalaust dæmdur til að greiða mér, og ég tel hann vísan til að reyna að skjóta und an eignum sínum, þegar hann sér að í óefni er komið hjá hon um. Við þaS bætist, að ef nokkur Frjálsþýðingur á skilið að fá ærlega fjárhagslega hirt- ingu út af athæfi sínu, þá er það viðskiptafræðingurinn, fjármálamaðurinn bankastarfs- maðurinn og óþokkinn Bergur Sigurbjörnsson, stefndur í þessu máli“. Bergur Sigurbjörnsson vildi ekki una aðgerðum Lárusar í máli þessu og gagnstefndi honum því og krafðist bóta fyrir meiðandi ummæli og ó- lögmæta kyrrsetningu. Sem fyrr segir var Lárus dæmdur í gagnsök til að greiða Bergi fimmtán þúsund krónur, þ. e. tíu þúsund krónur vegna kyrr setningarinnar og fimm þús- und krónur í miskabætur. Kyrrsetningin var staðfest að því er tók til tildæmdra bóta, birtingar- og málskostnaðar. Málflutningur í máli þessu, sem var skriflegur, fór fram á s.'l. vetri og flutti Lárus sjálfur mál sitt en af hálfu Bergs flutti málið Haraldur Henrys- son hrl., en áður hafði Ingi Ingimundarson hrl. farið með öll þessi mál fyrir Frjálsa þjóð og varið málin gegn Einari Braga. Óvíst um áfrýjun Blaðið hefur ekki fengið í hendur forsendur dómsins og mun málinu því gerð frekari skil síðar. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess, hvort dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu Bergs og dæmd í Borgardómi nokkur Frjálsrar þjóðar. Enn eru ó- mál Lárusar gegn Frjáísri þjóð og verða þau væntanlega sameinuð í tvö mál, annað gegn Bergi Sigurbjörnssyni sem ábyrgðarmanni blaðsins en hitt gegn fleiri aðstandend- um blaðsins fyrir bréf, sem þeir sendu dómsmálaráðherra á sínum tíma með ósk um frekari opinbera rannsókn í víxilmálunum. Birtist bréf þetta í Frjálsri þjóð á sínum tíma og taldi Lárus Jóhannes- son það meiðandi fyrir sig. Strætisvagnar Framhald af bls. 8. hvað sé nauðsynlegt að gera. Til dæmis getur hæg- lega orðið ógert að setja keðjur á vagnana í hálku á veturna. Hins vegar kemur tæpast fyrir, -að gleymist að draga upp flögg á vögnun- um á þjóðhátíðardögum ná- grannaþjóða okkar eða af- mælisdegi borgarinnar. Bílar göngurmar 1. bíll Vesturbær. Á Seltjarnarnesi við Mýr arhúsaskóla og Vegamót. Á mótum Nesvegar og Hofs- vallagötu. Á mótum Hjarð- arhaga og Tómasarhaga. Á mótum Fálkagötu og Suð- urgötu. 2. bíll Vesturbær Á mótum Hringbrautar og Framnesvegar. Á mótum Hringbrautar og Suður- götu. Á mótum öldugötu og Garðastrætis. Á mótum Að- alstrætis og Hafnarstrætis. Hjá Fríkirkjunni. 3. bíll. Austurbær nær Á mótum Rauðarárstígs og Flókagötu. Á Hlemm- torgi. Á mótum Snorra- brautar og Grettisgötu. Á mótum Laugavegs og Frakkastígs. Á mótum Bergstaðastrætis og Spítala stígs. Hjá Kennaraskólan- um. 4. bíll. Túnin og Hlíðar. Á mótum Nóatúns og Sigtúns. Á mótum Nóatúns og Háteigsvegar. Á mótum Lönguhlíðar og Miklubraut- ar. 5. bfll, Vogar, Kleppsholt og Laugarnes. Á mótum Suðurlandsbraut ar og Múlavegar. Á mótum Snekkjuvogs og Langholts- vegar. Á mótum Álfheima og Langholtsvegar. Á mót- um Langholtsvegar og Laug arásvegar. Á mótum Rauða lækjar og Laugalækjar. Á mótum Hrísateigs og Kirkju teigs. 6. bfll. Árbæjarhverfi, Sogamýri, Grensás. Á mótum Hraunbæjar og Rofabæjar. Á mótum Tunguvegar og Sogavegar. Á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar. Á mótum Grensásvegar og Miklu- brautar og á mótum Háa- leytisbrautar og Miklubraut ar. Kópavogur, Hafnarfjörður. Bílarnir taka fólk í Kópa- vogi á mótum Kársnesbraut ar og Reykjanesbrautar. Á mótum Digranesvegar og Reykjanesbrautar og við Kópavogslækinn, en þaðan fararbílarnir um kl. 8.00 — Þátttakendur úr Hafn^r- firði koma í bílana á mót- um Strandgötu og Vestur- götu (við Nýju bflastöðina) og við Vörubílastöðina við Hvaleyrarbraut. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 20. júní 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.