Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1968 — 18. TÖLUBLAÐ — 17. ÁRG. ““ ' .... \ " BB™" " Verð blaðsins er 10 krónur TIL LESENDA MeS þessu tölublaði taka nýr ritstjóri, nýr fram- kvæmdastjóri og ný rit- nefnd við stjórn Frjálsrar þjóðar. Jafnframt er verið að komá á styrktarmanna- kerfi til að tryggja reglu- lega útgáfu blaðsins í ná- inni framtíð. Við sem tekið höfum sæti í ritnefndinni teljum, að eins og nú er umhorfs í ís- lenzkum þjóðmálum sé mik ilsvert þeim málstað sem við berum fyrir brjósti að málgagn eins og Frjáls þjóð sé við lýði og eflist. Ber þar margt til, sem of langt yrði að rekja hér til hlítar, en drepið skal á fátt eitt: 0 Ekki örlar á að valdhaf- arnir leiði hugann að því að losa þjóðina við erlenda hersetu og aðild að Atlants- hafsbandalagi, þótt gersam- lega séu fallnar brott allar ástæður sem bornar voru fram fyrir þessum ráðstöf- unurn meðan kalda stríðið var í algleymingi. ® Horfur í atvinnumálum og fjármálum eru ískyggi- legar, en þess sjást engin merki að valdhafarnir búi sig af alvöru undir að tak- ast á við vandann sem við blasir. 0 Eftir fyrri reynslu að dæma er hætt við að gripið verði í ofboði til bráða- birgðaúrræða þegar komið er í óefni og þar mcð teflt í tvísýnu framtíðarhagsmun um þjóðarinnar og efna- hagslegu sjálfsforræði. @ Verkalýðshreyfingunni er mikill vandi á höndum, bæði í skipulagsmálum og að sjá hagsmunum félags- manna borgið í kjarabar- áttunni. @ Vinstrihreyfing í land- inu á í póHtískum og skipu- lagslegum erfiðleikum, sem Jiðsmenn hennar verða að ráða fram úr áður en nokk- ur von er til að hún geti beitt sér sem skyldi í þeim vanda sem að steðjar og rækt að gagni hlutverk sitt í þjóðlífinu. Við gerum okkur ekki í liugarlund að við höfum á takteinum nein lausnarorð sem ráði fram úr aðsteðj- andi vandamálum, en við erum sannfærðir um að fyrsta skilyrðið til að úr- ræði finnist og nái fram að ganga er að íslenzk vinstri hreyfing losni úr þeirri kreppu sem hefur þjakað hana um skeið. Við viljum stuðla að þessu með því að efla Frjálsa þjóð til að vera vettvangur fyrir málefna- legar umræður og upplýs- ingar um það sem er að gerast á innlendum og er- lendum vettvangi. Við lýsum sérstakri ánægju yfir að þeir Sverr- ir Hólmarsson og Jóhann J. E. Kúld skuli hafa feng- izt til að taka að sér störf ritstjóra og framkvæmda- stjóra Frjálsrar þjóðar. Við teljum að lesendur komizt brátt að raun um að þar séu réttir mcnn á réttum stöðum. Von okkar er að takast megi að gera Frjálsa þjóð þannig úr garði að fullnægi óskum gamalla lesenda, jafnframt því að sem flest- ir aðrir komizt að raun um að blaðið eigi erindi við þá. í ritnefnd Frjálsrar þjóð- ar: Einar Hannesson Gils Guðmundsson Guðjón Jónsson Gunnar Karlsson Haraldur Henrýsson Magnús Torfi Ólafsson Sigurður Guðgeirsson Vésteinn Ólason Þórir Daníelsson Hinn glaesilegi kosningasig- ur dr. Kristjáns Eldjárns kom mörgum ákaflega mikið á ó- vart, sumum þægilega, öðrum óþægilega. Flestir höfðu spáð miklu jafnari úrslitum, þó aS allfleslir teldu Kristján Eldjárn líklegri til sigurs. Einkum voru það úrslitin í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem eng- inn sá fyrir. SÖGULEG ÚRSLIT Urslit þessara kosninga eru að mörgu leyti einstæð í sögu landsins. Síðan núverandi flokkakerfi komst á hefur það aldrei fyrr komið fyrir að nokk ur maður eða flokkur hafi feng ið hreinan og ótvíræðan meiri- hluta, hvað þá 2/3 atkvæða. Einnig var kjörsókn meiri en gerzt hefur í undanförnum al- þingis- og forsetakosningum. 1 forsetakosningunum 1952 var kjörsókn rúmlega 81 %, en nú rúmlega 91 %. Þetta bendir til þess að fólkið í landinu hafi fundið hjá sér hvöt til að láta vilja sinn í Ijós á skýrari og ó- tvíræðari hátt en dæmi gerast almennt í þessu landi. Til hins sama bendir sá mikli áhugi sem fólk almennt sýndi kosninga- baráttunni. Fundasókn varð meiri en dæmi eru til áður; um gervallt landið voru öll fyrri met framboðsfunda sleg- in. Sjónvarpsþættir forsetaefn- anna vöktu einnig gífurlegan á- huga. Þó að því miður séu eng- ar tölur fyrirliggjandi um fjölda þeirra sem vmeð þessum þáttum fylgdust, bæði í sjón- varpi og hljóðvarpi, er óhætt að fullyrða að sá hópur hefur verið óvenjulega stór. Þannig er Ijóst að óvenjumikill fjöldi fólks tók virkan þátt í kosn- ingunum og sýndi þeim lifandi áhuga. HVERS VEGNA KRISTJÁN? Þegar að því kemur að meta hvað það var sem helzt réði úrslitum um val fólks verður það síður en svo einfalt mál, því að það má slá því föstu að margvíslegar og misjafnar á- stæður hafi þar komið til. Ef farið er eftir því sem stuðnings- menn forsetaefnanna lögðu mesta áherzlu á mætti líta svo á að valið hafi staðið um stjórnmálamann með langan feril metorða að baki annars vegar, en hins vegar hæglátan og hógværan embættismann án beinna tengsla við stjórn- málaflokkana. Það er*að vísu dálítið erfitt að gera sér grein fyrir að hve miklu leyti kosn- ingarnar stóðu um menn og að hve miklu leyti um málefni. Morgunblaðið fullyrðir að vísu að kosningarnar hafi staðið um menn en ekki málefni. Slíkt er þó frekar óskhyggja en raun- hæft mat á úrslitunum. Orslitin sýna, að fólkið vill ekki láta stjórnmálaleiðtogana segja sér fyrir verkum í forsetakosning- um. Það vill ekki að forseta- embættið sé síðasta þrepið í metorðastiga stjórnmála- manna. Það vill ekki að til þess veljist menn sem telji sig á einhvern hátt hafa meiri rétt til forsetaembættis en aðrir. Framh. & bls. 2. Dr. Kristján Eldjárn.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.