Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 6
Járnsmíði Framhald af bls. 5. bœði hér og annars staðar, ekki milli heimsstyrjaldanna 1 9 1 8—1 939, heldur allt frá járnöld? Greinarhöfundur telur, aS málmiSnaSur hafi eflzt fyrst og fremst af tilkomu log- suðu og rafsuðu á árunum milli heimsstyrjaldanna síð- ustu og þá fyrst hafi þessi störf orcSicS iðngrein og nefn ir í sömu andrá þrjú fyrir- tæki sínu máli til sönnunar, Héðin, Landssmiðjuna og Runtal-ofna. Að vísu hafa öll þessi fyr irtæki komið við sögu síð- ustu árin, en hæpiS virðist aS sla þvi fram (af ábyrg- um aSila), aS þau séu byrj- un til þess aS breyta þessari Starfsgrein úr handverki í iSngrein „fyrir tilkomu log- suðu og rafsuSu". Ottó Schopka hlýtur að vita, aS járnsmíSi var iðkuð a íslandi allt frá landnámi sem undirstaSa alls annars atvinnulífs í landinu og þessi iSja var orSin aS viS- urkenndri iSngrein löngu áSur en hin þrjú nafn- greindu fyrirtæki urðu til (Héðinn um 1922, Lands- smiðjan um 1931 eða 2 og Runtal-ofnar 1967 eSa 8, allt eftir minni). MálmsmíSin á íslandi er sem sé jafngömul byggS landsins, og kunnu forfeSur okkar þaS vel til verka, aS þeir framleiddu járniS sjálf ir, ef því var aS skipta (vil ég vísa til greinar, er ég skrifaSi í Sjómannablaðíð Víking á sl. ári „Gamli járn smiðurinn" í þessu sam- bandi). Tilkoma gassuðu um I 920 og rafsuSu 1925—30 á eng an þátt í tilverurétti járniSn- aSarins. Hins vegar hafa þessar uppgötvanir auSveld aS ýmis störf í þessari iSn- grein og valdiS byltingu í sumum tilfellum, en því miS ur einnig verið misnotaðar herfilega, þannig aS járniðn aðarmenn þurfa aS vera vel á verSi í því sambandi, ef ekki á illa aS fara. íslenzkur iSnaSur, sem fyrst og fremst byggist á málmiSnaSi (járnsmíSi eins oee bað var kallað til skamms tíma), þarf ekki að biSjast afsökunar á sinni tilveru. MálmiSnaðurinn er undír- staSa allra atvinnugreina í Iandinu og er sá kjarni, sem allar aSrar iSngreinar snú- ast um. ISnaSurinn er hins vegar (hinar ýmsu stéttir þar meS taliS plast) sú stétt, sem ein hefur aðstöðu til þess aS taka við öllum vinnufúsum höndum og allri fjölgun þjóðarinnar. Forráðamenn þessarar fjölmennustu stéttar ættu aS hugsa sig um tvisvar sinn- um áSur en þeir fara aS af- saka tílverustétt járnsmiSs- ins-- þaS er óþarft. 145, 1968. GuSfinnur Þorbjörnsson. Frá Landssambandi framhaldsskóla- kennara Framh. af bls. 2. kleift — og raunar skyld- aði þá til — að auka mennt un sína samhliða starfi og gefa þeim þar með kost á að ná réttindum til kennslu. c) Stjórn LSFK skipi nefnd, sem starfi í sam- ráði við fulltrúa ríkisvalds- ins um gerð þess náms, sem minnst er á í b-lið 3. greinar og í 4. grein. 4. Komið verði upp stofn un, er sjái um tilrauna- kennslu og endurhæfingu kennara, svo að jafnan sé kostur að reyna nýungar í fræðslumálum og kennur- um gert kleift að fylgjast með þeim og tileinka sér það, sem bezt reynist á sviði fræðslu-- og uppeld- ismála. 5. öllum kennurum verði gert að skyldu að sækja með vissum millibilum nám skeið, þar sem kynntar væru nýjungar í fræðslu- og uppeldismálum. Verði slík námskeið talin hluti af starfi kennarans og laun miðuð við það. 6. Þingið minnir á, að erindisbréf fyrir kennara er úrelt að nokkru leyti vegna tilkomu Kjaradóms og að í gildandi samning- um eða dómum um launa- kjör á hverjum tíma þarf að koma skýrt og til fulln- ustu fram, hvaða störf eru Til kaups óskast nýtt einbýlishús á Flötun- um í Garðahreppi eða við Sjávarliðina. Helzt fullbúið. MIKIL ÚTBORGUN. Höfum til sölu íbúðir af flestum stærðum og gerð um. ALMENNA FASTEIGUASAlflU LINDARGATA 9 SÍMAR 21150 -21370 innifalin í föstum launum. Tólfta þing LSFK felur stjórn sambandsins að vinna að stofnun kennara- deildar fyrir framhalds- skólakennara. Inntökuskil- yrði í deildina verði kenn- arapróf eða stúdentspróf. Deildin starfi í tvennu lagi: Annars vegar fyrir þá, sem starfa ekki með náminu og ljúka því á styttri tíma, og hins vegar fyrir þá er kenna með námi og ljúka námi á lengri tíma. Próf frá þessari deild veiti full réttindi til kennslu við gagnfræðaskóla og skóla með hliðstæðri kennslu. Fél.agsmál Þingið samþykkti að stefna að því að halda upp- eldismálaþing, sömuleiðis að kanna möguleika á sum- arnámskeiðum fyrir kenn- ara. Verkefni þeirra væri einkum á sviði skólamála t. d. varðandi einstakar kennslugreinar, námsbæk- ur o. s. frv. Þingið lýsti yfir stuðn- ingi við áform BSRB um byggingu orlofsheimila og telur nauðsynlegt að fá inn í samninga ákvæði um fram lag til orlofsheimilasjóða félaganna. Þingið samþykkti að LSFK gerðist aðila að por- rænu kennarasambandi, er hafinn er undirbúningur að. Þingið samþykkti einn- ig drög að lögum fyrir norræna kennarasambandið sem lögð voru fram. Þingið þakkaði fjáröflunarnefnd menningarsjóðs kennara fyrir framlag til sjóðstofn- unar fyrir kennara, og sam þykkti að veita gjöfinni við töku og að lagt verði í sjóð- inn framlag af hálfu LSFK. Verði sjóðurinn fyrst um sinn notaður sem lánasjóður samkv. nánari reglum. Þingið fól stjórn LSFK að vinna markvisst að því í samráði við sérfræðinga í tryggingamálum, að kenn- arar og nemendur verið ekki fyrir fjárhagstjóni vegna slysa, sem fyrir kunna að koma í skólastarf inu. Úr víðri veröld Framhald af bls. 3. ur veriS bönnuS og mál höfðaS gegn útgefendum fyr ir róg gegn lögreglunni. Fjölda erlendra stúdenta hef ur veriS vísað úr landi. Þegar við þetta bætist aS de Gaulle hefur leitað mjög stuSnings þeirra sem lengst eru til hægri, t. d. meS því aS sleppa .Salan hershöfS- ingja úr haldi, er auSsætt aS hætt er viS að stjórn hans fái á sig æ fasistiskari blæ, fjarlægist enn frekar hin róttæku öfl og þannig skap- ist sívaxandi spenna í þjóð- félaginu. Allar líkur benda til þess aS nýjar öldur mót- mæla og óeirSa rísi með haustinu er háskólar hefja störf að nýju. Til áskrifenda Blaðstjórnin vill þakka hinum fjölmörgu, sem þegar hafa greitt blaðgjaldið, en vill biðja hina að gera skil hið fyrsta, því að á skilvísi kaupenda byggist útgáfa blaðsins. Fylkið ykkur um kaupfélagið Nú þegar harðnar 1 ári og atvinnutekjur verða ekki eins miklar og áður, þá veltur á miklu að kaup- máttur launanna verði sem mestur. Á þessu sviði hafa kaupfélögin verið sverð og skjöldur alþýðunnar við að halda verðlagi á vöru í skefjun og tryggja kaup- mátt launa. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefur frá önd verðu staðið vörð um hags- muni launþeganna á höfuð borgarsvæðinu, og verið hemill á ofhátt vöruverð. Tvö s.l. ár hefur Kron ver- ið í sókn, þrátt fyrir ýmsa örðugleika á sviði við- skipta. Eg hef verið félags- maður í Kron í tuttugu og sjö ár og haft mikil við- skipti við félagið og gegn- um þau viðskipti er reynsla mín sú, að ég hafi haft fjárhagslegan hagnað ár hvert, eins þau árin sem ekki hefur verið hægt að úthluta arði sérstaklega. Vegna þessarar reynslu, vil ég eindregið ráða launþég- um til þess, ekki aðeins að skipta við félagið, heldur jafnframt að menn gerist félagsmenn og virkir þátt- takendur í því, að byggja upp ennþá sterkari sam- vinnusamtök á verzlunar- sviðinu. Því fleiri félags- menn og virkir þátttakend- ur í viðskiptunum, því betri verður afkoma kaupfélags- ins. Og eftir því sem kaup- félagið verður fjárhagslega sterkara, því meiri mögu- leika hefur það til þess, að koma í veg fyrir of háa álagningu á höfuðborgar- svæðinu. Hagsmunir laun- þegasamtakanna, eru tví- þættir. Annarsvegar upp- hæð launanna, hinsvegar hvað hægt er að kaupa af nauðsynjum fyrir launin. Hvorugan þessara þátta má vanmeta, eða vanrækja. Þessvegna ráðlegg ég laun- þegum, að fylkja sér um kaupfélagið, því það trygg- ir tvímælalaust þeirra eig- in hagsmuni, og stuðlar að auknum kaupmætti launa. J. E. K. —0— 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 4. júlí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.