Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 7
í veizlu Framh. af bls. 4. ins en árið 1967 aðeins 14%. Þegar svo var komið málum, að auðsætt þótti að ómögulegt yrði að fá ann- an og meiri fargjaldamis- mun milli Loftleiða og SAS en 10%, þá töldu forráða- menn Loftleiða, að hann væri einn saman of lítill til þess að unnt yrði að fullskipa þau sæti, sem heimilað myndi verða í Skandinavíuferðunum, ef ekki kæmi til annað, sem freistaði til ferða með Loft leiðum. Vegna þessa var ákveðið að bjóða meira sætarými og ríkulegri veit- ingar en áður. Um síðustu helgi var fréttamönnum gef inn kostur á að kynnast af eigin raun þeirri þjónustu, sem Loftleiðir láta farþeg- um sínum í té á þessari flug leið. Er óhætt að fullyrða að viðgjörningur allur og þjónusta sé með slíkum á- gætisbrag að hver maður hljóti að ganga ánægður frá borði að lokinni þægilegri flugferð. Flogið er að jafn- aði með flugvélinni Þor- valdi Eírikssyni á þessari leið og hefur hún verið sér- Minningarspjöld ,'<n5a kross tslands eru aferreldo ' skrlfstofu félavslns a? öldu- stu 4 Siml 14658 Fatapressa A. Kúld, Vesturgötu 23, hefur lokað frá 20. júlí n.k. — í þrjár vikur — vegna sumarfría. Orðsending Frá Bjargráðasjóði íslands Athygli sveftarstjóra, bænda og annarra, sem hlut eiga að máli, er vakin á eftirfarandi: 1. Umsóknir um lán úr sjóðnum vegna tjóna af náttúruvöldum eða vegna búfjársjúkdóma, þurfa að hafa borizt sjóðnum innan þriggja mánaða frá því tjón varð. 2. Sjóðurinn mun ekki framvegis veita lán eða styrki vegna heybruna, þar sem unnt er að tryggja gegn slíku tjóni. BJARGRÁÐASJÓÐUR ÍSLANDS Laugavegi 105, Reykjavík Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík í ráði er að starfrækja 1. bekk fiskimannadeildar á ísafirði og í Neskaupstað á vetri komanda, ef næg þátttaka fæst. Námstími frá 1. október til 31. marz. Próf upp úr 1. bekk veitir minna fiskimanna- prófsréttindi (120-tonna réttindi). Ekki verður hald- in deild með færri en 10 nemendum. Umsóknir \ sendist undirrituðum fyrir 1. ágúst. Skolastjórinn. Það er hagkvæmt að auglýsa í Frjálsri þjóð. staklega innréttuð með það í huga að vel fari um far- þega. Má m. a. nefna að bil milli sæta er meira en almennt í vélum félagsins. Flugvélin tekur að jafnaði 120 farþega, en unnt er að fjölga sætum upp í 160. Fyllsta ástæða er því til þesá' að hvetja alla þá, sem leið sína leggja til Norður- landanna, til að taka sér far með Loftleiðum. Hinar ríkulegu veitingar og þægi- legi aðbúnaður tryggja það að sú ferð yrði ánægjuleg. íslendingar hljóta ennfrem ur að hafa það í huga, að þegar þeir fljúga með Loft- leiðum til Norðurlanda eru þeir að svara tilraun er- lends flugfélags til að bola Loftleiðum fyrir fullt og allt út af þessari flugleið. Við hljótum að leggja metn að okkar í að hindra að það megi takast. RANDERS % TroSlvírar Poly-vírar fyrirliggjandi Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Tryggvagötu 4, Reyk|avík - Sími 24120 Snurpuvírar \ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 4. júlí 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.