Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 8
Jóhann J. E. Kúld: SÍLDVEIÐARNAR OG AFKOMA ÞJÚÐARINNAR Það er algjör óhæfa, að ekki skuli hafa verið gengið frá síldarverði og ráðningar- kjörum skipshafna á síldveið- um, þótt komið sé langt fram á sumar. Þegar þetta er skrif- að liggur síldveiðiflotinn í höfnum, þó að liðinn sé mán- uður fram yfir þann tíma sem flotinn hefur byrjað veiðar á síðustu árum. Síldarútvegsmenn héldu fund hér í borginni nýlega, þar sem því var lýst yfir að allan útgerðargrundvöll vant- aði fyrir sumarsíldveiðarnar og ekki talið fært að hefja samninga við sjómenn fyrr en hann væri fenginn. Landssam- band útvegsmanna telur að tap á síldveiðiflotanum hafi verið 220 milljónir króna á s.l. ári, þar af 132 milljónir í afskriftum. Miðað við sama afla og sama verð og 1967 telja útvegsmenn að tap á sumarsíldveiðum í ár mundi verða yfir 360 milljónir kr., þar af 172 milljónir í afskrift -um. Þannig hefur útgerðar- grundvöllurinn versnað við gengislækkunina á s.l. vetri, um 140 millj. kr. Við skulum gera okkur það ljóst, að síldarútgerðin og síld veiðisjómennirnir hafa orðið fyrir miklu áfalli sökum mik- illar lækkunar á bræðslusíld- arafurðum, miðað við þann tíma er þessar afurðir voru í hæstu verði. En það sem veld- ur ísienzkri fisk- og síldarút- gerð mestum erfiðleikum og hefur gert að undanförnu er hin alranga efnahagsmála- stefna ríkisstjórnarinnar. Á meðan fisk- og síldar- afurðir fóru hækkandi með hverju ári, kom hvert met- afiaárið eftir annað. En ekk- ert dugði, því verðbólgan í landinu sá fyrir því. Opinber stjórnarvöld kepptust við að ráðstafa jafnóðum arðinum sem útgerðin dró í þjóðar- búið, tii misjafniega þarflegra hluta. En á meðan var útgerð- inni haldið lengst af í bón- bjargaraðstöðu gágnvart rík- isvaldinu. Það segir sig alveg sjálft, að sjávarútvegur sem þannig er leikinn, hann er illa fær um að taka á sig erfiðleika, sem verða vegna verðsveiflna á fisk- og síldarafurðamörkuð- um. Það virðist líka vera alger Bakkabræðrahagfræði, þegar stjórnarvöldin setja hækkandi útflutningstoll á saltsíld á sama tíma og færustu síldar- fræðingar töldu allar líkur benda til, að sækja yrði síld- ina norður í íshaf á líkar slóð- ir og s.l. ár. í stað þess, að létta af öllum útflutningstolli á meðan erfiðleikarnir eru 1 hámarki, var þessi útflutn- ingstollur stórhækkaður á salt síld. Það hefði verið liægt að skilja þetta, ef síldarútgerðin hefði setið uppi með gróða á s.l. ári í stað taps. En því mið- ur, forsvarsmenn útgerðar- innar á Alþingi, þeir stóðu að þessum aðgerðum með fiokks- bræðrum sínum í ríkisstjórn- inni, og hefði þeim þó átt að vera kunnugt um tap síldveiði- flotans á s.l. ári. Það er margt skrítið í kýrhausnum! Eða er skýringin á þessu fyrirbrigði sú, að útflutningsskatturinn er handhægt tæki, til að rýra með hlut skipshafnarinnar, því ekkert fá sjómennirnir í sinn hlut af þessum skatti, en það fær útgerðin í gegnum krókaleiðir, þegar fulltrúar ríkisvaldsins eru búnir að fara höndum um þessa fjármuni. Með hliðsjón af þessari fé- flettingu á sjómönnum, þá er það vonum seinna að þeir reyni með einhverjum ráðum að rétta hlut sinn. Sjómanna- stéttin sem leggur á sig að jafnaði miklu lengri vinnu- dag en aðrar starfsstéttir þjóð félagsins og stundar þar að auki störf sem hafa mikla áhættu í för með sér, á tví- mælalaust að búa við betri kjör en þeir sem léttari störf vinna og minni áhættu hafa. En þessu er bara ekki þannig varið, nema síður sé. Eg hef nú hér að framan dregið upp smá mynd af ástandinu sem nú ríkir og er þess valdandi að síldveiðiflotinn liggur í höfn, þó komið sé langt fram á sumar. Þetta mál er þannig vaxið, eins og ég hef lítillega komið inn á, að það verður ekki leyst nema með aðstoð ríkis- valdsins. En eftir hverju er þá verið að bíða? Varla eftir því að kraftaverk gerist sem leysi ríkisstjórnina frá vand- anum? Það verður að koma síld- veiðiflotanum úr höfn. Og það verður að ganga til samn- inga við sjómenn og tryggja þeim kjör, sem gera þeim fært að stunda sín þjóðnytja- störf. Síldarútvegurinn er svo þýðingarmikill fyrir allan þjóðai’búskap okkar íslend- inga, að svona vinnubrögð eiga ekki að þolast. Til þess höfum við ríkisstjórn, að hún greiði fram úr vandamálum. Eða víki ella. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ TREYSTI HANN EKKI MORGUN- BLAÐSMÖNNUM Þegar Panayotis Pi- ponellis utanríkisrá'ðh. Orikklands var hér á dögunum reyndi Morg unblaðið að ná af hon um tali. Segir svo frá ■ blaðinu: ..Tókst þó að beina tll hans nokkrum '—rningum m. a. um ■^hstantin konung og kvo ástandið i Berlín en ráðherrann neitaði s.ð svara spurningun- o" sagðist myndu ahuga þaer ef honum yrðu faerðar þær skrif- iega. Síðan gekk hann inn í bifreiðina og var samstundis ekið af stað.“ VAXANDI MARKAÐUR Af hálfu þeirra sem skipulögðu kosninga- baráttu Gunnars Thor oddsens var lagt megin kapp á að tryggja stuðning svonefndra heldrimanna og höfð- íngja Var það talin vænlegasta leiðin til sigurs þótt allt kæmi fyrir ekki. Þegar úrslit in voru kunn, sagði þekktur bóksali hér i borginni: — Nú ætti að vera vaxandi mark- aður fyrir smásagna- safnið hans Guðmund- ar Danielssonar, „Heldrimenn á hús- gangi.“ TlZKUFRÉTTIR Mörg hundruð skraut búinna kvenna söfnuð ust saman skömmu fyr ir kosningar í síðdegis- kaffi að Hótel Sögu til að fagna frú Völu Thor oddsen. Fór samkoman hið bezta fram. Dag- inn eftir var hópur gesta, sem þarna hafði verið, að ræða helztu niðurstööur fundarins og þó helzt hver fund- arkvenna hefði verið skrautlegast búin. Varð þá nafnkunnri frú hér í bæ að orði: „Og í hverju var svo séra Árelíus?" BJARNI HRÆDD- UR VIÐ ÚTLENDINGA „Þessi kvíði fékk auk inn stuðning, þegar það vitnaðist fyrir nokkrum vikum, að ungkommúnistar gerðu beinar ráðstafanir til þess að fá óeiröamenr tugum saman utan- lands frá, í því skyni, að þeir yrðu til aðstoð ar eða frumkvæðis að upphlaupi hér.“ (Mbl. 30. júní. Reykjavikurbréf). ER ÍSLENZKA LÖGREGLAN SÚ BEZTA? „Víða um heim er efnt til óspekta og ögr unar við löggæzlu. Vill þá oft við brenna að allt fari úr skorðum og lendi í upplausn. Hér var engu slíku til aö dreifa og voru til- raunir kommúnista til að koma af stað óeirð- um kæfðar í fæðing- unni, án þess að beita þyrfti hörku. einmitt vegna þess hve lögregl an var vel skipulögð, róleg og staðföst." Mbl. 28. júni. HVERNIG VÆRI AÐ PRÓFA SKYNSEMINA ? „Það er eðlilegt að þeir séu óvissir sem reiða sig ekki á Krist og óhagganlegt orð hans heldur. á eitthvað annað, t. d. tilfinning- ar og geðlirif enda er slíkt heldur óstöðugur grundvöllur."' (Billy Graham í Mbl. 28. júní). Fimmtudagur 4. júlí 1968 Nýír starfsmenn Jóhann J. E. Kúld er fædd- ur á ökrum í Mýrasýslu 31. des. 1902. Jóhann hefur unn- ið margbreytileg störf á sjó og landi. Síðastliðin 20 ár hef- ur hann unnið fiskimatsstörf og skrifstofuvinnu jöfnum höndum. Hann hefur skrifað mörg hundruð greinar í blöð og tímarit og auk þess gefið út 7 frumsamdar bækur. Hann var einn af hvatamönnum þess, að Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað og var ritstjóri Berklavarnablaðs ins, fyrsta málgagnsins, sem eingöngu var helgað barútt- unni gegn berklaveikinni og fyrir betri berklavörnum. Sverrir Ilólmarsson er fæddur að Sauðárkróki 1942. Hann fluttist ungur til Reykja víkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja vík 1962. Næstu ár stundaði hann nám í íslenzku og ensku við Háskóla íslands jafnframt enskukennslu við Mennta- skólann. Hann lauk B.A.-prófi 1967 og stundar nú framhalds nám í enskum bókmenntum við Edinborgarháskóla. ★ Forsetakosningar, síldveiðar og múrverk Síðustu árin sem Emil Jóns- son fór með yfirstjórn sjávar- útvegsmála, þótti bera mjög á því að hann væri orðinn þreytt ur og starfslítill. Þetta mikil- væga og vandasama ráðherra- embælti var þá falið múrara, sem atS vísu hafSi róiS vortíma á trillu úr GarSinum á unglings árum sínum. En þetta var til- tölulega ungur maSur, og ýms- ir SÖgcS sem svo aS tæplega gæti stjórn sjávarútvegsmál- anna versnaS frá því sem orS- ið var. Nú er hins vegar svo komið, að þeir sem Irynnzt hafa vinnubrögðum í fjávarút- vegsmálaráSuneytinu tala um stjórnartíS Emils þar meS vax andi virSingu. SamanburSur- inn viS eftirmanninn reynist honum næsta hagstæSur. SíSustu vikurnar hefur allur síldveiSiflotinn og síldariðnað urinn beðið þess í ofvæni aS síldin kæmi. Nú er hún komin, aS vísu allfjarri landi, líkt og í fyrra. En þá hreyfir sig varla nokkur fleyta, þar eS óleyst eru flest þau vandamál, sem þennan mikilvæga atvinnuveg snerta. Enn hefur síldarverS ekki veriS ákveSiS, og engir samningar eru gerSir milli út- vegsmanna og sjómanna. Við þessar aðstæSur hefur Eggert sjávarútvegsmálaráSherra ver- ið önnum kafinn við aS berj- ast fyrir kosningu Gunnars Thoroddsens í embætti for- seta. Nú er forsetakosningum lokiS, og telja menn þá ekki fráleitt aS ráSherrann gefi sér tíma til að sinna sjávarútvegs- málunum — vonandi meS ögn meiri árangri.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.