Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 1
18# júlí 1968 Fimmrudagur 21. tbL 17. árgangur ONGÞVEITI I SKOLAMALUM Framkvæmdir við Menntaskólann við Hamrahlíð tafðar Tala nemenda í mennta- skólum Reykjavflsur hefur þrefaldast síðan 1950. Þessi tala segir þó ekki alla söguna um þróunina, því að meiri- hluti þessarar aukningar hef- nr orðið eftir 1960. Þrátt fyrir þessa geysilegu f jölgun og fyr irsjáanlegt áframhald þeirrar þróunar hafa stjórnarvöldin sýnt húsnæðismálum mennta- skólanna furðu lítinn áhuga, og má segja að algert öng- þveiti hafi ríkt í þeim málum síðasta áratug. Frá því að skólahald hófst í menntaskólahúsinu við Lækj- argötu 1946 var ekki aukið við husakost menntaskóla í Reykjavík þangað til nýbygg- ing Menntaskólans í Reykja- vík var tekin í notkun 1964. Má því með sanni segja að for feður vorir hafi byggt fyrir framtíðina þegar þetta gamla hús var reist, og virðast þeir hafa verið öllu meira stórhuga en þeir menn sem síðar hafa ráðið þessum málum. Fljótlega upp úr heimsstyrj- öldinni síðari, eða um 1946, tóku menn að ræða byggingu nýs menntaskóla. Var það mál töluvert á döfinni hæstu árin og komst það langt að fengin var lóð og byrjað að grafa grunn. En af ýmsum ástæð- um fórust allar þær ráðagerð- ir fyrir, einkum vegna þess að helztu hvatamenn nýja skól- ans vildu láta kennslu niður falla í gamla skólanum er sá nýi tæki til starfa og kom þetta illa við marga. Stóðu lengi deilur um þetta mál og fór svo að lokum að ekkert var gert. Fáir virðast hafa gert sér ljóst að í náinni fram tíð yrði þörf fyrir tvo mennta- skóla í Reykjavík. Fjölgun eykst Um 1960 tekur að fjölga geysilega nemendum í Mennta skólanum í Reykjavík og á næstu árum verða þar gífur- leg þrengsli. Málin voru þá leyst til bráðabirgða með leigu húsnæði og nýrri byggingu að baki skólans. En nemendum f jölgaði enn og 1966 voru þeir orðnir 1037. Þá höfðu hafizt franikvæmdir við nýja mennta skólann við Hamrahlíð og tók hann til starfa haustið 1966. Engu að síður varð óveruleg fækkun á nemendum gamla skólans, og urðu þeir 987 fyrsta veturinn sem nýi skól- inn starfaði. Og fjólgunin þessi síðustu ár hefur verið slík að á næsta ári er útlit fyrir að fleiri nemendur verði í gamla skólanum en nokkru sinni fyrr eða um 1050. Þegar ákveðið var að byggja nýja menntaskóla var talað um það í alvöru að hann mundi bæta úr þrengslum og húsnæðisskorti gamla skólans. Nú er hins vegar komið á dag- inn það sem menn hefðu átt að geta séð fyrir, að Mennta- skóiinn við Hamrahlíð gerir ekki meira en að taka við aukningunni. Byggingaráætlun menntaskól- ans við Hamrahlíð. Þegar loks var ráðizt í að byggja nýjan menntaskóla í Reykjavík fór það fyrirtæki af stað með töluvert góðum fyrirheitum. Gerð var nákvæm byggingaráætlun um verkið og átti að reisa húsið í áföng- um og Ijúka því 1972. Þótti mönnum sem þessi áætlun væri mjög rúm og það ætti ekki að vera stjórnarvöldum um megn að standa við hana. Töldu og flestir að svo mundi verða, einkum eftír fengna reynslu fyrstu áranna þegar áætlunin stóðst að öllu leyti. Hafa nú verið reistir þrír á- fangar. Samkvæmt áætluninni átti að hefja smíði fjórða á- fangans á þessu ári og taka hann í notkun árið 1969. En Nýjungar í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa verið gerðar merkar breytingar á kennslu- háttum og skipulagi. Enn rót- tækari breytingar eru ráðgerð ar á næstu áriim. Ásamt Menntaskólanum á Laugar- hlíð hafa haft svigrúm til að taka upp nýmæli og ráðgera algera endurskipulagningu menntaskólakerfisins. Þessar breytingar er mjög erfitt að framkvæma ef tví- setja verður í skólana. Ætlun- in var að einsetja í Mennta- Ekkert er til sparað þegar reistar eru hallir úr harðviði og kopar yfír peningavladið. nú brá svo við að til þess fékkst ekki fjárveiting og hef- ur verkið því ekki hafizt. Það hefur því dregizt um a. m. k. ár að unnt verði að taka þenn- an áfanga í notkun og hefur þetta kippt grunninum undan öllum áætlunum skólastjórnar innar og bakað henni mikil ó- þægindi. vatni hefur hann tekið for- ystuna um nýjungar í skipu- lagsmálum menntaskóla, en þar hefur lengi verið þörf mik illa og gagngerra umbóta. Slík ar breytingar var óhugsandi að gera í gamla menntaskólan- um vegna þrengsla og húsnæð isskorts. Hinir nýju skólar á Laugarvatni og við Hamra- skólann við Hamrahlíð, og hefur það verið gert til þessa. Nú er hins vegar fyrirsjáan- legt að tvísetning verður nauð synleg strax á næsta ári. Skól- inn var hugsaður fyrir um 600 nemendur, einsettur. Nú er fyrirsjáanlegt að sá fjöldi verður kominn í skólann strax Framh. a bls. 2. MF* Menntaskólinn við Hamrahlíð er ekki eins reisuleg bvgging og peningahöllin hér að ofan, og framkvæmdir ganga seint, En hann er líka reistur til að uppfræða íslenzkan æskulýð en aHci til dýrSar i>eniagaveldinu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.