Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 4
/ / Gisli Gunnarsson: ÆSKA OG ÞJÖÐERNI FYRRI GREIN Grein þessi var upphaf- lega rituð fyrir tímarit Æskulýðsfylgingarinnar Neista, 17. júní hefti í ár, og ber hún ennþá ýmis merki þess. Á þeim dögum, þegar ís lendjngar sóttu ákaft fram til aukins frelsis gagnvart Dönum, á síðustu áratug- um 19. aldar, fluttu þúsund- ir íslendinga til -Ameríku, flýðu ísland í leit að .betri lífsskilyrðum. Þessir fólks- flutningar urðu þjóðinni mikil blóðtaka; árið 1874 voru íslendingar um 72.000 og talið er að næstu ára- tugina hafi um 10.000 manns yfirgefið ísland fyr- ír fullt og allt, mest ungt fólk og hraust. Á þessum árum var ís- ]t?nzk sveitamenning í mikl- um uppgangi; fornar ís- lönzkar bókmenntir voru dáðar á flestum heimilum, þjóðin söng ættjarðar- sðngva; íslenzk tunga var að losna við ýmsar útlenzku Slettur, verða hreinni og táerari; þjóðkjörnu þing- mennirnir börðust á einn vftg eða annan fyrir auknu frelsi Islands gagnvart Dön um; bændur landsins sóttu fram til efnalegs sjálfstæð- is og stofnuðu kaupfélög. — Það er til þessa tíma ís- lrnzkrar þjóðernisvakning- ar er svo margir unnendur íSlenzks þjóðernis líta í dag með söknuði og þá vill þíið oft gleymast, að aldrei höfur íslenzkt þjóðerni á vissan hátt verið í eins mik illi haettu og þá. Að trúa á landið 1882 var hafís umhverf- is ísland langt fram á sum ar. Varla sást grænt gras á jörðu. Fiskleysi var í sjón- um örbirgð blasti við hvar vetna. þessi ár íslenzkrar þjóðernisvakningar voru mikil harðindaár. Sumir gátu vermt sér við minning- arnar um, þegar skógur óx allt milli fjalls og fjöru, aðrir vermdu sér við von- ina um að sauðagullið færði þeim nógu mikið í aðra hönd til að þeir kæmust til Ameríku. Slík var löngun- in til Ameríkuferða að lengi vel þorði enginn málsmet- andi maður að ráðast gegn þeim, hvorki skáld né stjórnmálamenn. Það er fyrst bændaskáldið Guð- mundur Friðjónsson á Landi sem um aldamótin snýst gegn þeim af krafti í kvæðinu „Bréf til vinar“. Þetta kvæði kom yfir þjóð- ina eins og kalt steypibað. Að trúa á landið varð fyrsta kjörorð þeirrar ungmenna- félagshreyfingar, sem þá skömmu seinna fer að rísa upp um allt land. íslenzk þjóðernisvakning og Ameríkuferðir, — er ekki furðulegt að þetta tvennt skuli hafa vaxið hlið við hlið? Þegar betur er að gáð sést að hvor tveggja óx úr sömu rót; vaxandi trú manna á eigin getu, sem stafaði af aukinni velmeg- un, viðari sjóndeildarhring, auknum hreifanleika í þjóð félaginu. aflgjafi til að losa sig á einn veg eða annan úr eymd lið- inna alda; sumir gerðu það með Ameríkuferðum, aðr- ir með eflingu íslenzkrar menningar og íslenzkra at- vinnuvega. Það má með sanni segja, að mikil upp- lausn hafi ríkt í íslenzku þjóðlífi á þessum árum, — hún ol'li mörgum skelfingu, en „upplausnin“ skapaði nýtt ísland, ísland frjálsra manna í stað ánauðugra. Það er þetta nýja ísland aldamótaáranna, sem veld- ur svo mörgum trega í dag, ekki gamla ísland þúsund árin áður, því hafa nú allir gleymt. Nýja ísland árið 1900 verður mörgum hug- leikið, þegar þeir óttast nýja upplausn nú er frjálsa bæftdamenningin er eftir svo skammt æviskeið að víkja fyrir borgarmenn- ingu. agentar, sem launaðir voru af Kanadastjórn til að lokka vestur íslendinga, gerði nú íslenzk æska að þeim hróp. Ungir menn í Reykjavík stofna „Félag ungra skilnaðarmanna.“ Þótt stéttarbarátta næstu áratugi viki þjóðernisbar- áttunni til hliðar, héldust sigrar hennar óbreyttir; — íslendingar héldu áfram á einn veg eða annan að trúa á land sitt. Ný menningarbylting Vani er að telja, að ný tímamót hafi skapast í ís- lenzkri menningarþróun árið 1940; þá hafi ný menn- ing, borgarmenning undir sterkum amerískum áhrif- um farið að ryðja sveita- menningunni ungu úr vegi. Að vissu leyti er þessi tíma- setning rétt. Koma tugþús- unda hermanna og mikils stríðsgróða hafði að sjálf- sögðu sín áhrif; ísland varð í senn miklu minna einangr að en áður var gagnvart erlendum áhrifum, og fólk- straumurinn til þéttbýlisins stórjókst. Mikil blekking væri samt, að telja þessi menningarskipti nær ein- hliða bundin við hernámið; hernámið gerði þessa þróun aðeins örari um tíma. Þeg- ar enska skáldið W. H. Auden var 1936 að leita að sögueyjunni rómantísku varð hann fyrir sárum von- brigðum. ísland var ekki svo frábrugðið öðrum lönd- um. í íslenzkri þýðingu á kvæði hans um íslandsför- ina segir svo meðal annars: ,1 afdal hvín djassinn, og æskunnar fegurð . fær alþjóðlegt fílmbros á vör“ I Þannig hefur . undan- farna áratugi ný menning smám saman verið að koma fram — menning fjölmiðl- unartækja, sterkra erlendra áhrifa, þéttbýlis, ólík sveita menningunni á mörgum sviðum. Þessi nýja menn- ing telur sig t. d. ekki svo mjög þurfa að berjast fyr- ir endurreisn íslenzks þjóð- ernis. En þá er þessi nýja menning í stöðugri sköpun og breytist hratt. Þarflaus hræðsla Þessi nýja menning hef- ur vakið hræðslu margra, er unna íslenzku þjóðerni. Þannig hefur t. d. komið fram sú kenning, að mikil áhrif einstakrar tungu sem slíkrar, á börn sé hættuleg, þau fari þá jafnvel að verða tvítyngd, tali jafnt íslenzku og ensku og þess vegna fari þau að líta jafnt á sig sem ameríska og íslenzka þegna. Þar sem þessi kenning kom fram sem röksemd fyr ir lokun Keflavíkursjón- varpsins er rétt að taka fram, að hér er engan veg- inn verið að draga úr þeim pólitísku og félagslega hættulegu og þess vegna menningarhættulegu áhrif- um, sem Keflavíkursjón- varpið hafði. Tvítungukenningin er hins vegar táknræn fyrir þarlausa hræðslu meðal ís- lenzkra þjóðernissinna, og er gott dæmi um þann hugs unarhátt, sem virðist líta á íslenzka menningu sem eitthvað, er hljóti stöðugt að vera að heyja vamar- stríð. Raunveruleg hætta Hins vegar er raunveru- leg hætta fyrir íslenzka menningu, ef íslenzk æska fer að telja hana sér og sín- um hugðarefnum framandi og jafnvel fjandsamlega. Það felst talsverð hætta í því t. d. að stilla stöðugt « upp allir popplist nútím- ans sem andstæðu við ís- lenzka menningu, en enn þá hættulegra er þó hvem- ig íslenzkukennsla er víð- ast hvar framkvæmd í skól- um í dag. Þar virðist reynt að innprenta íslenzkri æsku þá hugmynd, að íslenzk menning sé fyrst og fremst samansett af málfræði- stagli, þurrum orðaskýring- um, — almennt einhverju leiðinlegu, ófrjóu og gömlu. Gegn þessari hættu þarf að ráðast, 'og til þess að það verði möguiegt þarf að losna við óþarfa hræðslu og taugaveiklun meðal fjöl- margra unnenda íslenzks þjóðernis og taka íslenzku- kennsluna í skólum til gagn gerrar endurskoðunnar. —★— Frá ánauð til frelsis Þótt miklar hörmungar kæmu yfir íslenzku þjóð- ina á síðustu áratugum 19. aldar, er samt lítill vafi, að aldrei á 19. öldinni voru lífskjör jafngóð og þá. Þeg- ar talað er fjálglega um ís- lenzka bændamenningu um aldirnar, gleymist gjarnan að í þessari bændamenn- ingu fólst harðvítugri stétta skipting en við þekkjum í dag. Meirihluti þjóðarinnar, vinnufólkið, var í raun og. veru ánauðugt, hafði ekki ferðafrelsi og mjög tak- markað atvinnufrelsi, og bóndinn hafði víðtækt lög- gjafarvald yfir fólki sínu. Fyrst, þegar þéttbýli fer að koma seint á 19. öjd, fara gömul lög um hjúaskyldu og flæking að missa gildi sitt. Sömu bændurnir og studdu Jón Sigurðsson, Ben edikt Sveinsson óg Hannes Hafstein stóðu ákafir gegn auknum réttindum vinnu- fólks og báru fram laga- frumvörp um að gera rétt þeirra réttindaminnstu, sveitarómaganna, enn þá minni. Það er fyrst, þegar kaupstaðir fara að rísa, að íslenzk sveitamenning fer að fá einhverja reisn. Aukin verkmenning, auk ið fjármagn, þessi aukni hreifanleiki 1 þjóðfélaginu og aukið sjálfstraust þjóð- arinnar, varð henni þannig ísl.and er byggilegt Eigi að síður eru þver- stæðurnar greinilegar; ís- lenzkri þjóð var á vissan hátt hætt að blæða út á sama tíma og hún var að rísa upp. Um 1890 hlaút framtíð íslands að vera í meiri vafa en nokkru sinni fyrr og síðar; yrði íslenzka þjóðin til eftir nokkra ára- tugi? yrði ísland talið byggi legt í framtíðinni? Með vexti kaupstaða og sjávar- útvegs, eins og togaraút- gerð í byrjun 20. aldar, varð svarið jákvætt. ísland er byggilegt. Ekki aðeins veitti sjávarútvegurinn kaupstaðabúum atvinnu; al gerlega ný viðhorf fóru að skapast í landbúnaði. Bónd- inn framleiddi ekki lengur fyrst og fremst til eigin neyzlu heldur fór hann í síauknum mæli að fram- leiða fyrir markað, — í sveitum varð aukin velmeg- un. Og menn fóru að trúa á landið. Um 1910 voru Ameríku- ferðirnar að mestu leyti búnar að vera. Orsökin er að mjög miklu leyti sú, að Ameríka sóttist ekki eins mi'kið eftir innflytjendum og áður, en ekki skipti minna máli að á Islandi sjálfu var ungt fólk farið að sjá meiri möguleika en Þegar komu, til Islands 4 Frjáls þjóð Fimmtudagur 18. júlí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.