Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 5
1. grein DREPIST KUGUNARVALDIÐ Þegar Norðlendmgar afsögðu amtmann sinn árið 1849 Réttur almennings til að hafa í frammi mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda telst nú til sjálfsagðra mannréttinda á íslandi. Engu breytir um það, þótt einstökum starfsmönnum lögreglu og ritstjórum dag- blaða hætti til að gleyma þessu í svip; allur þorri fólks heldur fast við lög- helgaðan rétt sinn til frið- samlegra mótmælaaðgerða. Ekki er ýkja langt síðan íslenzkur al.menningur tók sér þennan ; rétt. Flest f jöldainótmæli á íslandi til- heyra þessari öld. Þeirra verður þó fljótlega vart, eftir að frelsishugsjónir tóku að berast út um Evrópu frá frönsku stjóm- arbyltingunum. Vafalaust mætti deila um, hver telja beri fyrstu fjöldamótmæli hér á landi undir áhrifum evrópskra lýðræðishug- mynda, en varla er fjarri Iagi að byrja greinaflokk um mótmælaaðgerðir á ís- landi með frásögn af því, þegar Skagfirðingar riðu norður að Möðruvöllum vor ið 1849 til að afsegja amt- mann sinn, Grím Jónsson. ★ Grímur Jónsson amtmað# ur hafði gengið í danska herinn að Ioknu lögfræði- prófi og komizt þar til all- mikils frama. Meðal ann- ars var hann kennari í her- skóla og nokkurs konar dómari í stórskotaliðssveit hans hátignar. Árið 1824 varð hann amtmaður norð- an lands og austan, en flutti níu árum síðar utan aftur og gerðist bæjarfógeti í Danmörku. 1842 tók hann við embættinu á ný og sett ist að á Möðruvöllum í Hörgárdal. Norðlendingum mun hafa þótt eima nokkuð lengi eft- ir af agahugmyndum hers- ins 1 Grími. Þar að auki fékk hann orð fyrir drykkju skap og þótti dansklundað- ur. Til þess höfðar þessi lítt prestlega vísa, sém eignuð er séra Hákoni Espólín: Danski Grímur dáinn er. Húrra, húrra! Drykkju Grímur dáinn er. Húrra, húrra! Úr drepsótt landsins dáinn er. Húrra, Húrra! Óvinsælastur var Grímur samt fyrir afskipti sín af leigu á jörðum konungs. Hann lét bjóða þær upp til leigu, oft ti'l skamms tíma, með þeim skilmálum, að menn urðu að greiða sér- stakt gjald, svokallaða festu, til að fá ábúð á þeim. Mæltist þetta mjög illa fyr- ir og var ekki gert í um- dæmum hinna amtmann- anna. ★ legri styrjöld við undirsáta sína þýzkrar þjóðar í Slés- vík og Holstein. Hér á landi var ekki gripið til vopna, en áhrif byltingaöldunnar leyna sér ekki í viðbrögðum norðlenzkra bænda við ó- vinsælum aðgerðum Gríms amtmanns. 5. maí 1849 var haldinn fundur um þjóðmál við Karlsá í Skagafirði. Var þar kosin nefnd til að gangast fyrir hópferð að Möðruvöll- um, og skyldi amtmaður beðinn að segja af sér em- bætti. Skömmu síðar var haldinn annar fundur við Vallalaug og lögð nánar á ráð um förina. Þar var sam in svohljóðandi áskorun, er færa skyldi amtmanni: leggja það niður þegar í sumar með góðu, áður en verr fer.“ ★ Skagfirðingar héldu af stað norður 43 talsins und- ir stjórn fimm fyrirliða, er skyldu gæta þess, að allt færi stillilega fram og amt- manni ekki sýnt ofbeldi. Engir prestar eða hrepp- stjórar voru hafðir með í för, til að þeir yrðu ekki látnir gjalda fyrir að æsa alþýðu til uppreisnar. En ýmsir héraðshöfðingjar, meðal annarra þingmaður Skagfirðinga, höfðu átt þátt í undirbúningi. Tuttugu manns bættust 1 förina úr öxnadal og Hörg Þeim var kunnugt um, að amtmaður átti byssu. Voru nú gerð böð eftir amtmanni. Hann neitaði að koma út, en bað um að fá tvo eða þrjá fyrirliða að tala við sig inni. Bændur svöruðu, að þar væri eng- inn fyrirliði. Síðan lásu þeir upp áskorunina til amt manns og festu hana upp á grind utan við húsið. Þá héldu þeir burt í skipu- legri röð, og sumir hróp- uðu: „Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og sam tök! Drepist kúgunarvaldið!“ Sagt er, að amtmaður hafi legið fyrir, er norður- reiðarmenn bar að garði, enda var hann heilsuveill og nýstaðinn upp úr veik- indum. Hafi hann ætlað að koma til fundar við þá, en þeir verið farnir, er hann var búinn til þess. Kal'laði hann til komumanna \og vildi tala við þá. En þeir sneru ekki við, enda þótt- ust þeir búnir að ljúka er- indi sínu og höfðu ekkert umboð til frekari viðræðna við amtmann. ★ Vafalaust hafa margir þótzt þess fullvissir, að norðurreiðarmenn hefðu unnið til þungrar refsingar með framkomu sinni. Stift- amtmaður fól Eggert Briem sýslumanni Eyfirðinga, rannsókn málsins, og yfir- heyrði hann nokkra menn. Ekkert fannst í gerðum þeirra, sem saknæmt gæti talizt, og var málið fellt niður. Norðlendingar höfðu sýnt góða skipulagshæfni og mikinn stjórnmála- þroska með aðgerðum sín- um; rétturinn til friðsam- legra mótmæla var viður- kenndur í verki. Amtmaður sagði af sér með sýnu áhrifameiri hætti en norðurreiðarmenn höfðu vænzt. Hann lézt 7. júní, aðeins hálfum mánuði eft- ir þessa atburði. Ekki er þó Framh. á bls. 7. Við höfum því miður ekki mynd frá norðurreið. Hins vegar birtum við mynd af öðrum stóratburði á amtmannssetrinu að Möðruvöllum. Þar brann kirkjan árið 1865, og gerði sjónarvottur, Arngrímur Gíslason, málverk af atburðinum. Ætla má, að amtmaður hafi verið vanur að koma vilja sínum mótstöðulítið fram við íslenzka alþýðu. En meðan festuuppboðin stóðu yfir, gerðust þeir at- burðir úti í Evrópu, sem breyttu aðstöðu hans. í febrúar 1848 var gerð stjórnarbylting í Frakk- landi og stofnað lýðveldi. Öll Mið-Evrópa logaði sam- stundis í uppreisnum og Danakonungur lenti í harka „Þessir fáu gestir, sem nú að þessu sinni heimsækja þetta hús, eru lítið sýnis- horn af þeim stóra mann- flokki, sem að miklu leyti hefur misst sjónar á til- hlýðilegri virðingu og trausti á amtmannsembætti því, sem nú er fært á gömlu Möðruvöllum, og eru þess vegna hingað komnir: Fyrst til að ráðleggja og því næst biðja þann mann, sem hér nú færir þetta embætti, að árdal. Voru það því 63 menn, sem riðu heim að Möðruvöllum 23. maí 1849. Þeir skildu við hesta sína fyrir utan tún og gengu í einfaldri röð heim, til þess að þeir yrðu ekki sak- aðir um að troða tún amt- manns meira en nauðsyn bar til. Heima á hlaði röð- uðu þeir sér í einfalda röð um húsið, því þeir vildu ekki, að fleiri en einn yrði fyrir, ef skotið yrði á þá. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 18. júlí 1968 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.