Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 8
Guðjón Jónsson: Meginorsök atvinnuleysisins Ástand íslenzkra atvinnu vega er nú og hefur lengi verið ofarlega í hugum al- mennings og ekki að á- stæðulausu. Hundruð manna voru atvinnulausir í Reykjavík s.l. vetur og nú er stór hópur skólafólks al- gerlega atvinnulaus. Því er eðlilegt að almenningur sé uggandi um nánustu fram- tíð, einkum þegar stjórn- arvöld og sérfræðingar þeirra virðast aðeins sjá framundan enn verra á- stand, þ. e. samdrátt í at- vinnu og minni atvinnutekj ur samfara hækkandi verð- lagi. Ástand höfuðatvinnuveg- anna, sjávarútvegs, land- búnaðar og iðnaðar, er jafn bágborið, og ríkisstjórnin og sérfræðipgarnir segja á- stæðuna vera slæmt ár- ferði, minnkandi afla og lækkandi verð á ' útflutn- ingsframleiðslu. Hvað landbúnað og sjáv- arútveg snertir er þetta að nokkru leyti rétt skýring, en þegar að hinu bághorna ástandi íslenzks iðnaðar kemur, er þessi skýring al- ger fjarstæða. Orsökin fyr- ir samdrætti í iðnaði, lokun verksmiðja og fækkun starfsfólks hjá þeim iðn- fyrirtækjum sem enn starfa, er nær eingöngu heimatilbúin, orsökin er stefna ríkisstjórnarinnar. Megininnihald stefnu „viðreisnarríkisstjórnarinn- ar“ er og hefur verið al- gert frelsi innflytjenda til innflutnings á hverri þeirri vöru sem markaður er fyr- ir hérlendis, án tillits til þess hvort innlendur iðnað- ur hafi áður framleitt eða smíðað sambærilegár vörur og tæki. Þetta megininni- hald stjórnarstefnunnar er höfuðástæðan fyrir hinu al- varlega atvinnuleysi s.l. vet ur og atvinnuleysi skóla- fóliks nú. Minnkandi atvinnutekj- ur, minni fjárráð og minni neyzla almennings verka með samdrættinum til að gera ástandið en'n verra. Framleiðsla margskonar iðnaðarvarnings, klæðnaðar og matvæla og smíði hús- búnaðar, tækja, véla og jafnvel verksmiðja og skipa, hefur verið undir- staða atvinnu og afkomu- möguleika að minnsta kosti þriðjungs lands- manna. Með hinum stjórnlausa innflutningi á erlendri iðn- aðarframleiðslu, sem stjórn arvöldin hafa sem grund- völl stefnu sinnar, hefur at- vinna og afkoma þessa þriðjungs þjóðarinnar breytzt í atvinnuleysi og tekjumissi. í öllum verzlun um landsins má sjá erlend- an iðnaðarvarning standa við hlið hins innlenda, eða hann hefur þar komið í stað innlendrar framleiðslu. Víðast hvar þar sem ein- hverjar meiriháttar fram- kvæmdir standa yfir blasa við augum tæki, vélar og verksmiðjuhlutar af erlend- um uppruna sem áður var smíðað hér innanlands. Þetta má greinilegast sjá við byggingarframkvæmdir í Straumsvík. Jafnvel bátar og skip sigla til útlanda til einföldustu viðgerða á sama tíma og dráttarbraut- ir og viðgerðastöðvar standa verkefnalausar. Þegar keypt er erlend framleiðsla er keypt um leið sú vinna sem til fram- leiðslunnar þurfti. Með inn- flutningi erlends iðnaðar- varnings er verið að flytja inn vinnuafl. Það er furðu- leg stefna að kaupa og flytja inn erlent vinnuafl til lands þar sem atvinnu- leysi er fyrir hendi' og stjórnarvöld kvarta um gjaldeyrisskort. Gífurlegt fjármagn frá bönkum og lánastofnunum, sem ríkið leggur fé til, er bundið í húsum og vélum iðnstöðva og verksmiðja. Þessi fjárfesting skilar engum arði og stendur jafn vel ekki undir greiðslu af- borgana og vaxta, þegar iðn fyrirtækin hafa ónóg verk- efni og markaðurinn er yf- iríullur af erlendum iðn- varningi. Vegna erfiðleika útflutn ingsframleiðslunnar hafa gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar minnkað.' Eðlileg við- brögð við slíku er efling ís- lenzks iðnaðar, þannig að allt sem hægt er að fram- leiða og smíða innanlands verði unnið þar. Með því að tryggja íslenzkum iðnaði næg verkefni og markaði fyrir framleiðslu sína má bæta mikið úr ófullnægj- andi atvinnu nú og koma Frh. á bls. 2. GUÐRLJN HELGADÓTTIR: AÐ SEUA TEYGJU I METRATALI I nýafstöðnum forseta- kosningum heyrðist oftléga minnzt á pólitíska þreytu landsmanna, og m. a. talaði sendiherrann í Kaupmanna- höfn um þessa þreytu í sjón várpsviðtali. Hér held ég áð sé um dáiítinn misskiln- ing að ræcSa. Sá er grunur minn, að þreytukennd þessi búi fyrst og fremst í brjósti stjórnmálamannanna sjálfra. Islenzkur almenningur getur tæpast verið mjög þreyttur á stjórnmálalegum umræð- um, þar sem þær hafa svo til engar veriS um árabil. Sánnleikanum nær væri a<S segja, að íslenzka þjóðin þarfnast nú sem aldrei fyrr ítarlegra umræðna um stjórnmál, innanríkismál jafnt sem utanríkismál. Hin Stóra og brennandi spurning er hins vegar: hvaSan eiga þær aS koma? Málgögn stjórnmálaflokk anna eru fyrir löngu komin í blindgötu með allar stjórn- málalegar umræSur, og á þetta jafnt viS um blöSin öll. Stærsta dagblað lands- ins er á því menningarstigi, aS allar umræSur eru löngu vonlausar meS öllu. Hingað til hefur enginn orðiS til aS benda mönnum á, hver áhrif þaS hafi hugsanlega haft á úrslit forsetakosninganna, að MorgunblaSiS þagSi þar til á síðustu stundu. ÞaS atriSi ber hins vegar ekki að van- meta, því aS þá fyrst er hægt aS hefja vitsmunalíf á Islandi, þegar mönnum verSur Ijóst, að þangaS hafa þeir ekkert þess háttar að sækja. Dómgreind al- mennings hefur um áratuga- skeiS veriS haldin og trufl- uð af ómerkilegum og ósvífn um málflutningi þeirra manna, sem þar hafa ráSiS húsum. Og aldrei hefur það verið augljósara en nú, aS jafnvel á þá sjálfa sækir nú þreyta, og ástand kollega þeirra í hinum stjórnmála- flokkunum er litlu betra. ,,ÞaS þarf skapfestu til aS selja teygju í metratali‘‘, seg ir danski vitringurinn Storm P. einhvers staðar. I AlþýSublaðinu hefur ekki veriS minnzt á stjórn- mál um langt skeiS, og held ur nú ekkert því blaSi á lífi annaS en greinar Ólafs Jóns sonar. Tilraunir hafa veriS gerðar um stjórnmálaskrif í Tímanum, t. d. meS grein- um Ólafs Ragnars Grímsson ar sl. vetur, en við þeim fengust ekki önnur svör en þau, aS móSgaðir foringjar úr flokki Ólafs klöppuðu honum á kollinn og báSu hann vera stilltan. Svo héldu menn áfram aS ræSa tíSar- fariS í Flóanum. Allir stjórnmálaflokkarn- ir leika á reiSiskjálfi um þessár mundir af ólgandi óánægju flokksmanna, bó að hvergi hafi soSið upp úr eins og innan Alþýðubanda- lagsins, enda er því hættast, þar sem félagar þess eiga minnstra persónulegra hags- muna aS gæta. En þó aS öll- um væri Ijóst, að AlþýSu- bandalagiS stóS á meira eSa minna ótraustum grundvelli missti þaS síSur en svo fylgi í síðustu borgarstjórnarkosn ingum. ÖrþrifaráS það, sem i gripið var til viS framboS til alþingiskosninga sl. sum- ar, gat heldur ekki fælt fylgi kjósenda frá AlþýSubanda- laginu. Vald Sjálfstæðis- flokksins hefur hins vegar veriS á undanhaldi síSustu ár og menn fremur hallazt á sveif meS vinstri flokkun- um. Gallinn er hins vegar sá, aS menn eru ráSþrota um, hvert þeir eigi að halla sér á tímum, þegar afkomu þjóðarinnar er alvarlega ógn aS af fullkomnu úrræSa- leysi stjórnarvalda. Menn bíSa með óþ reyju eftir því, aS stjórnarherrar flokkanna láti frá sér heyra, en þreytan virðist algerlega hafa yfi- bugaS þá. Og þaS er sú eina þreyta, sem nú herjar á ís- lenzk stjórnmál. ÞaS er enginn vafi á því, aS íslenzkt æskufólk er aS vakna til vitundar um afl sitt. Það sýndu forsetakosn- ingarnar ljóslega, eins og all ir þeir, er við þær unnu, vita. MótmælaaSgerSir vegna NATO-ráðstefnunnar sýndu þetta líka, þó aS ým- iss konar klaufaskapur setti mark sitt á þær. Aldrei hef- ur jafnstór hópur ungra manna og kvenna tekiS þátt í Keflavíkurgöngu og nú í sumar, og aldrei hafa sézt jafnmörg ný andlit í þeim hópi. Þetta unga fólk er orð- iS leitt á þreytuvaSli gam- alla og útþvældra stjórn- málaforingja. ÞaS er orSiS leitt á siðleysi þess þjóðfé- lags, sem viS lifum í, leitt á aS verða sér til skammar á erlendum vettvangi. Þó aS þetta fólk kunni aS greina á um margs konar málefni, er miklu fleira, sem tengir það saman. Og þetta fólk þarf og getur sameinazt til margs konar átaka. Vísir aS því gerSist þegar hópur manna tók saman höndum og bauS fram lista, þegar sýnt var, aS AlþýSubandalagið ætl- aði aS bregðast í síSustu al- þingiskosningum. Þeim hópi varS á ein skyssa, sem virS- ist ætla að verSa örlagarík. Sóttur var gamall og „reynd ur‘ stjórnmálaforingi, Hanni bal Valdimarsson, sjálfsagt í því augnamiSi aS finna þessum hópi forustu. Það getur varla veriS feimnismál lengur, aS foringinn sá er jafnþreyttur og jafnaldrar hans annars staSar. Ævin- týramennska sú, sem þeir fé- lagar, Hannibal og Björn Jónsson, hafa haft í frammi á Alþingi íslendinga á yfir- slandandi kjörtímabili, krefst skýringa^ 3500 ein- staklinga, sem veittu I-list- anum fulltingi sitt. Þeir ein- staklingar eru fúsir til að veita þeim félögum hvíld- ina, en vandamál þeirra eru > óleyst sem fyrr. Þessi vanda mál eru ekki einkavandamál I-Iistans, heldur vandamál AlþýSubandalagsins í heild, og þessi vandamál krefjast lausnar sem fyrst. Alþýðu- bandalagiS ætti aS gera sér Ijóst eins og aSrir stjórnmála flokkar, að menn eru löngu sárleiSir á þeim skollaleik, Frh. á bls. 6.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.